Litli Bergþór - 01.12.1998, Qupperneq 19
og er að það litla sem við sáum af þessari borg þennan
dag bauð af sér góðan þokka. Þeir eru farnir að taka upp
á því þama að skikka langferðabifreiðar til að leggja
óravegu frá miðborginni og var tækifærið þarna nýtt til
að teygja úr sér á hressilegri gönguferð. í fjarska sást í
turn dómkirkjunnar og að sjálfsögðu var ferðinni heitið
þangað. Dómkirkjan eru nú bara kapítuli út af fyrir sig.
Fegurð hennar, stærð, umhverfí og ævafornt klukkuspil.
Allt átti þetta sinn þátt í að hún stendur upp úr þessum
degi í Strassbourg.
Fólkið tók sér ýmislegt fyrir hendur þarna, hver fór í
sína áttina, sumir fóru í siglingu á ánni 111, aðrir mældu
göturnar, enn aðrir heimsóttu stórverslanimar eða
útimarkaðina og það voru meira að segja dæmi um
einhverja sem fóru á síður siðsama staði í jólagjafaleit.
Hver flýgur eins og hann er fiðraður, eins og þar stendur.
torfhleðslan, áminningin, musterið
Eftir heimsóknina til borgarinnar skruppum við heim
til Barr þar sem beið okkar eftirrétturinn frá því kvöldið
áður, og síðan var haldið sem leið lá til þorpsins Epfig.
Heimsóknin þangað hófst með því að við komum í
kirkjuna. Ekki verður annað sagt en að hún hafi komið
gestunum umtalsvert á óvart. Hún er ævaforn, frá 11. öld
að mig minnir, og mjög ólík öðrum þeim kirkjum sem
við höfðum áður séð í ferðinni og má með sanni segja að
þær hafi ekki verið svo ýkja fáar. Eg vil jafnvel ganga
svo langt að þegar þarna var komið hafi mátt segja að
sérfræðingar um byggingarlist og búnað kirkna í
Þýskalandi og Frakklandi, hafi verið á ferð. Þetta segi ég
til að leggja áherslu á séreinkenni kirkjunnar. Ef ég ætti
að skella einhverju fram væri það helst það að meðal
þeirra byggingarefna sem mest voru áberandi í kirkjunni
voru hauskúpur og til að þétta hauskúpuvegginn voru
notuð önnur mannanna bein. Þetta var svona nokkurs
konar torfhleðsla úr mannabeinum. Torfveggir -
beinveggir. Um tilurð þessarar hleðslu fengust fá svör.
Eitthvað var franska byltingin nefnd, en ég sel það ekki
dýrara en ég keypti. Auðvitað má líta á þennan vegg
sem áminningu til okkar mannanna um hversu litlu máli
við skiptum hver um sig í sköpunarverkinu. Við erum
bara örlítið brot af vegghleðslunni á þessari jörð. Við
eigum ekki að gera okkur of háar hugmyndir um okkur
sem hluta af því lífi sem á jörðinni er. Við skiljum síðan
líkamann eftir héma niðri en göngum að öðru leyti inn í
musterið. Andinn hverfur úr einu musteri og í annað. Eg
er viss um að þarna gefast margir möguleikar á efni í
góða prédikun.
rausnin, lofræðurnar
Perla, formaður segir svo frá: „Þannig var að Elísabet,
fararstjóri okkar í Barr stundar það að versla á mörkuðum
og hitti þar konu sem hún keypti hjá egg. Hún fór að
segja þessari konu, sem hún reyndar þekkti ekki neitt, að
hún ætti von á kór frá Islandi. Konan sagði henni bara
um leið að koma með kórinn í heimsókn til sín, og þar
með var það ákveðið. Þau tóku á móti okkur af þvílíkri
rausn. Amma, afi, frænka, frændi, mamma, pabbi og
Makakórinn undir stjórn Hófíar.
litlu börnin. Þar var vínsmökkun: einar átta tegundir,
brauð, pylsur og margt fleira.“
Heimsókn okkar til þessarar ágætu fjölskyldu var
undra vel heppnuð, en að henni lokinni var haldið á
hótelið þar sem lokasamkoman var haldin. Og enn er það
Perla, formaður sem fær orðið: ,,....þar sem áhangendur
(eins og þau vildu kalla sig) og makar héldu lofrœður
hver íkapp við annan “. Sameinaður maka- og
áhangendakór söng þjóðlega söngva og allir voru góðir
vinir.
fímmtudagurinn, 8. október
hamskiptin, tiltækið, vöruvagnarnir, vopnið
Þessi hluti ferðarinnar var tími umskipta. Svona eins
og þegar lirfa er að breytast í púpu. Lirfan er búin að éta
fylli sína af grængresinu og er tilbúin í næsta þroskastig,
púpustigið, þar sem hún síðan býr sig undir að verða að
fögru fiðrildi, sem flögrar um loftin blá, gefandi af sér
fegurðina. Eigum við ekki bara að halda því fram að
Skálholtskórinn hafi með þessu tiltæki sínu verið að
sluðla að því að auka við fegurðina í mannlífínu hérna
uppi á Islandi.
Aksturinn til
Frankfurt er í
sjálfu sér ekki í
frásögur færandi.
Fólkið fór dálítið
inn í sig í hugsanir
sínar. Varþað
ekki þessi blanda
söknuðar og
tilhlökkunar sem
allir kannast við
þegar komið er að
ferðalokum?
Það síðasta
sem við sáum að Úlfur og Gisli á bakvið.
meginlandi Evrópu þennan dag var malbikið á
flugvellinum nokkrir vöruvagnar og einmana
miðaldavopn, vafið í pappír. Vopnið átti að vera hluti af
farangrinum í vélinni sem var á norðurleið, til landsins
nyrst í Atlantshafínu, þar sem skammdegið var að setjast
að, en það fór hvergi. Hvar það er nú veit undirritaður
ekki á þessari stundu.
Litli - Bergþór 19