Litli Bergþór - 01.12.1998, Side 27

Litli Bergþór - 01.12.1998, Side 27
Frá íþróttadeild U.M.F.B í sumar Á sl. sumri stóð Iþróttadeildin fyrir svipuðum æfingum og undanfarin sumur. Frjálsar íþróttir, fótbolti og sundnámskeið fyrir yngstu krakkana, auk hins hefðbundna leikjanámskeiðs á vegum HSK. En núna bættust við sundæfingar, sem ekki hafa verið í nokkur ár, svo og fótbolti fyrir stelpur og frískar konur, sem hún Rut í Daltúni tók að sér. Laugardaginn 6. júní var fjölskyldudagur Iþróttadeildar haldinn í fyrsta sinn. Þá buðum við öllum sem höfðu æft íþróttir veturinn áður og ætluðu að æfa um sumarið, upp í Haukadal. Þar fórum við í ratleik og grilluðum pylsur. Það er gaman að koma svona saman og leika sér, en það hefðu fleiri mátt mæta. I vetur Vetrarstarfið er nú komið á fulla ferð og virðist vera mikill áhugi fyrir íþróttum. Mér finnst lrklegt að tilhugsunin um íþróttahúsið okkar eigi mikinn þátt í þeirri vakningu sem orðin er. Frjálsíþróttaæfingar sem eru á þriðjudögum eru afskaplega vel sóttar. Þangað mæta 35 böm frá 1 .-7. bekk, þrátt fyrir það að flytja þurfti tímann yfir að kvöldinu, sem er vissulega óhentugt fyrir suma og óþægilega seint fyrir lítil böm þegar skóli er daginn eftir. En það er ekki hægt að hafa allar greinar íþrótta kl. 3-5 og ég er hrædd um að menn eigi eftir að reka sig á það þegar framboð íþróttagreina fyrir alla aldurshópa eykst með nýja húsinu að stundum verði menn að taka þeim trma sem býðst en hafi ekki endilega neitt val. Á miðvikudögum eru borðtennisæfingar með um 14 þátttakendum og að kvöldinu eru, þegar þetta er skrifað, nýlega hafnar æfingar á sjálfsvarnaríþróttinni Ju- jitsu. Á fimmtudagskvöldum fer stór hópur krakka að Laugarvatni, og fer þeim alltaf fjölgandi, nú komið í 31, og þurfa því ansi margir foreldrar að keyra þangað. Við leigjum allt húsið og er spilaður körfubolti á 2 völlum og badminton á 3 völlum, auk þess höfum við þreksalinn og hlaupabrautina. Krakkamir eru afskaplega dugleg og það hefur verið mjög gaman að fylgjast með þeim geysast áfram af fullum krafti. Þama hefur verið skemmtilegur andi, þetta hefur verið þeirra félagsmiðstöð í vetur (tekið við af heita pottinum?). Það sem hefur þó verið ánægjulegast er að sjá alla þessa krakka aðallega stelpur sem ekki hafa áður verið í neinum íþróttum, ýmist þjálfaralausar í þreksalnum eða að hlaupa, eða þar sem stærsti hópurinn er, í badminton. Þar höfum við nú í fyrsta skipti þjálfara, en það vora tvær stelpur, nemendur í ÍKÍ sem tóku það að sér. Enda hefur orðið mikil framför hjá krökkunum í badmintoninu. Tímamót Framundan era allmiklar breytingar þegar nýja íþróttahúsið verður tekið í notkun. Þá geta þeir sem eldri eru farið að liðka stirnuð liðamót og rifja upp gamla heljarstökkið. Það fréttist reyndar af Þóri á Geysi, hann er víst búinn að prófa nokkur stökk á beru steingólfinu, og lék sér að því. Hinir yngri eiga eflaust eftir að vilja prófa ýmsar nýjar íþróttagreinar. Nú verður hægt að æfa badminton, blak, innifótbolta, fimleika og fleira. Eg er ekki að segja að við í Iþróttadeild ætlum að bjóða upp á allt þetta einn, tveir og þrír. En nú opnast nýjir möguleikar. Og þá reynir á foreldrana. Þeir sem ekki eru svo „lánsamir“ að búa í Reykholti, þurfa alltaf að keyra og finnst sumum nóg um nú þegar. Okkar kynslóð finnst við, sem foreldrar, stundum vera í fullu starfi við að keyra börnin okkar út og suður í hvers kyns félagsstarf. En þó við nöldram stundum yfir því held ég að við ættum að þakka fyrir að við vitum þó hvar börnin okkar eru. Og þau eru ekki að taka þátt í neinni vitleysu. Eigum við ekki að þakka fyrir kostina við að búa hér í þessu samfélagi okkar, sem getur gefið okkur svo margt. Og ég fullyrði það að krakkarnir og unglingarnir hér í Tungunum eru heilbrigðir og frískir krakkar og mjög dugleg. Hver á að borga? Nú er ég komin út fyrir Iþróttadeildina, en varðandi starf hennar þá hef ég stundum velt því fyrir mér, hver á að borga fyrir starfsemina. Eins og er þá borga krakkarnir æfingagjöld, sem eru 1500 kr. fyrir allan veturinn en það dugar sjaldnast til að greiða þjálfarakostnað, og það sem verst er að oftast þurfum við að borga allt of mikinn bílakostnað til þjálfara. Sumir krakkanna eru félagar í deildinni og oft foreldrarnir líka og þau borga þá öll sín árgjöld. Stundum hefur verið rætt um það hvort ekki ætti að skylda alla sem æfa með félaginu til að gerast félagar, og/eða hitt að láta þau greiða hærri æfingagjöld ef þau eru ekki félagar. Eins hefur verið rætt hvort ekki ætti að taka upp það fyrirkomulag að þau borgi bara eitt talsvert hærra gjald og geti þá tekið þátt í öllum greinum sem boðið er upp á. Eins þurfum við enn frekar að bjóða upp á systkina afslátt. Ekkert af þessu hefur komið til framkvæmda en líklegt er að einhverjar breytingar verði á næstu misserum. Eins og staðan er í dag þá þurfa þeir fáu foreldrar sem í félaginu starfa að sjá um að afla þess fjár sem vantar upp á að reksturinn gangi, auk styrkja sem við fáum frá sveitarfélaginu. Mér þætti gott að fá einhver viðbrögð við þessu greinarkorni mínu, hvað foreldrum finnist um þessi mál. Eins ef einhver vill tjá sig um þau opinberlega, þá er auðvitað hægt að skrifa í Tungnatíðindi, það er svo langt í næsta Litla-Bergþór. Kveðja frá stjórn íþróttadeildar Sigríður J. Sigurfinnsdóttir. í Þriggjafélagamótimi í sumar. Litli - Bergþór 27

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.