Litli Bergþór - 01.03.2000, Blaðsíða 10
Þorrablót 2000
Minni kvenna
Þegar ég var beðinn um að taka að mér aðflytja minni
kvenna, sagði ég já kokhraustur. En þegar til átti að taka hafði ég
ekki hugmynd um, um hvað minni kvenna œtti aðfjalla. Eg hafði
aldrei almennilega hlustað á þessa pistla , sem kom nátturulega
aftan að mér núna. Nú voru góð ráð dýr meira að segja rándýr.
Atti þetta aðfjalla um minni kvenna og þá hvað þœr myndu
mikiðfrá degi til dags, eða átti þetta að vera óður til minni
kvenna? Atti ég að tala um dvergvaxnar konur, eða átti ég að
minnast kvenna almennt. Ja nú var ég í djúpum.....
Eg ætla að reyna að gera öllu þessum „minnum“ skil á
einhvern hátt. Eg œtla að byrja á minninu. Þessi texti er ortur við
ágœtt lag sem sumir kannast við, en ég ætla að lesa hann, því hann
væri mikið verri efég reyndi að syngja hann.
Ég man þá tíð í minni æ það er
að minni kvenna mikið virtist betra.
Því alltaf mundi amma eftir mér
uns hún var orðin áttatíu vetra.
Að heiman fór því heldur brattur er
ég heiman vildi skjótur yfir renna.
Kynnast flestu því sem fyrir ber
og fræðast líka vel um minni kvenna.
Ég víða fór og viss'að konu þá
er voðalega vandasamt að finna,
sem aðeins lítur eiginmanninn á
til æviloka vill af ástúð sinna.
Arndís, Hilmar, Hójy, Linda og Sigrún.
Hjalti íÁsakoti flytur minni kvenna.
Ég fann þá réttu og fyrsta árið var
svo fullkomið, þó einkanlega'í húmi.
Aldrei skugga á ástarleikinn bar
við eyddum flestum stundum upp í rúmi.
Ég komst að því að konu minni er
sem kræklótt hrísla'í stífum norðan vindi.
Þær virðast muna allt sem útaf ber
en öllu hinu gleyma þær í skyndi.
í ógáti ég einatt fæ mér tár
ákafleg glaður verð í sinni.
Eins þó viti alveg upp á hár
að úthaf verður það í hennar minni.
Það er svo margt sem að mér hefur sótt
því ofur minni karla lítið heftir.
Ég áfram gæti alveg fram á nótt
úthellt því sem er í hausnum eftir.
Lœt ég þetta nægja um hvað konur
muna. En efég sný mér að öðru, þá
rakst ég á dögunum á lýsingu manns á
draumakonunni. (lag: hœ dúllía dúllía)
Vöxturinn minnir á vanfæra kind
vörpulegt nefið á öræfatind
:Tryllir mig allan af taumlausri gimd
titringi veldur neðan við þind:
A níðhrakið hey minnir hárið þitt ljóst
helst minna á Keili þín framstæðu brjóst.
:Af leggjunum svona hef leng'eftir sóst
langhelst þeir minna á gangstéttar póst:
Til þín að fara hef tæplega þor
tölti þó áleiðis reikult er spor.
:Þar stendurðu keik eins og stóðhryssa
um vor
stífluð í nefi og lekur þar hor:
Tennurnar hvítu, ja önnur hver er,
andskoti fara þær vel uppí þér.
:Lafandi rassinn svo laglega fer
mig langar að sjá hvemig þú ert allsber:
Að loknu minni kvenna er ekki úr
vegi að leiða hugann að því
hvernigkonan kom til sögunnar ogfara
allt aftur í aldingarðinn Eden og
afþví við erum á þorrablóti þá
gæti þetta verið einhvern veginn
svona:
Að hausti rif tók Adam úr.
Enginn var þá streitan.
Fyrstur Drottinn setti í súr
síðubita feitan.
Guð af súmm gerði skil
Greip þar fulla hnefa.
A miðjum þorra þar varð til
þokkadísin Eva.
Það er lengi von á einni efég
tek þetta allt saman í eina vísu
þá gœti þetta verið svona:
Ég margoft geri minni skil
og minni hennar tékka.
Aminni konur minna vil
og minni kvenna drekka.
Skál!!!!!
Litli - Bergþór 10