Litli Bergþór - 01.03.2000, Síða 18
Þjóðlendumál
Landamörk og þinglýsing jarða.
Páll Lýðsson, Litlu-Sandvík.
Rœðaflutt áfundi í Aratungu 26. janúar 2000.
Þinglýsing
fasteigna og jarða hefur
verið mjög til umræðu í
þeirri orrahríð sem nú
geysar um afréttina.
Einkum þinglýsing
landamerkja sem gera
skal samkvæmt
landamerkj alögum.
Ólafur Jóhannesson
prófessor fjallaði svo
um nauðsyn
þinglýsingar í riti sínu
„Lög og réttur", sem
fyrst kom út árið 1952: „Kaupbréfuin umfasteignirþarf
að þinglýsa.... Þinglýsingar er þörftil tryggja rétt
kaupanda, hins nýja eiganda gagnvart grandlausum
kaupendum og skuldheimtumönnum hins fyrri eiganda,
seljanda. “ Og ennfremur segir Ólafur: „Þinglýsingin er
ennfremur nauðsynleg til þess að veita hinum nýja
eiganda formlega heimild sem eiganda fasteignarinnar“.
i)
Hvemig gerðust þessar öryggisráðstafanir með
eigur manna í upphafi þjóðarsögunnar? Ekki var þá
pappírinn, ekki heldur sýslumenn, sýsluskrifstofur né
veðbækur. En lög höfðum við þó við upphaf
þjóðveldisaldar og brátt voru þau öll skráð í lagasafninu
Grágás. I Grágásarlögunum er fjallað um eignsönnun
manna í Landbrigðisþætti og kemur fram að þessi athöfn
var munnleg og gerðist um leið og kaup fóm fram.
Skulu þeir, kaupandi og seljandi, nefna sér votta
að kaupunum. „Jafitfullt er vottorð að séu tveir sem tíu.
En efland er eigi með votta handsalað, þá er sem ókeypt
sé“. 2>
Um leið og landakaup áttu sér stað var ríkt eftir
því gengið að landamörkum væri lýst. Settu vottar sig
svo vel inn í þau mál, að þeir gátu síðar meir svarið á
dómþingi og staðfest rétt landamerki ef deilur komu upp.
Þegar Jónsbók var lögtekin árið 1281 er
Landsbrigðabálkur gerður ennþá fyllri en þó um margt
líkur Grágásarlögum. Þar er kafli um landamerki og
lagakaup og hefst svo: „Nú vill maður selja land sitt við
verði; þá skulu þeir kveða á um merki með sér um land
og skóga og engjar og reka, veiðar og afréttu eferu, og
allra gœða skulu þeir geta þeirra er því landi eiga að
fylgja, þó að það sé í önnur lönd, eða aðrir menn eigi
þannig ítök; síðan skulu þeir takast í hendur og kaupa
með vottum tveim eðafleirum,,.3)
Hér er ennþá gert ráð fyrir munnlegum
samningum en í votta viðurvist, minnst tveimur. Athygli
vekur og hversu hörð lögbókin er á því að rifjuð séu upp
Litli - Bergþór 18 --------------------------
landamerki og öll ítök séu
dregin í ljós.
Öldum saman er
þessi háttur hafður á um
landakaup og auðvitað
hefur oftast allt fallið í
ljúfa löð -eins og gengur
víða í dag. En hafi komið
upp vanefndir voru
vottamir óspart kvaddir
til. Það kemur í ljós í elstu
varðveittu bréfum í
íslensku fornbréfasafni,
svo og í Alþingisbókum
Islands sem ná aftur til ársins 1570, þó í brotum fyrstu
árin. Grípum fyrir forvitni sakir niður í skjal eitt frá fyrsta
ári Alþingisbókanna þar sem Narfí Ormsson kaupir
áriðl569 tuttugu hundruð í jörðunni Reykjavík á
Seltjarnarnesi. I skjali þessu meðkenndu fjórir
heiðursmenn að þeir hefðu það ár tveimur nóttum eftir
krossmessu um haustið verið í Reykjavík: „að vér vorum
í hjá, sáum og heyrðum á orð og handaband þessara
manna Natfa Ormssonar og þeirra bræðra Þórðar
Asbjarnarsonar og Jóns Asbjarnarsonar. En þaðfaldist
undir þeirra handabandi að þeir brœður, Þórður og Jón,
seldu Narfa Ormssyni 20 hundruð í Reykjavík “. 4)
Þegar kemur fram á pappírsöld, verða kaupbréfin
fleiri og er þá þeim mikilvægustu þinglýst á Alþingi. Ég
tek sem dæmi kaupbréf Ófeigs Magnússonar fyrir 6
hundruðum og 80 álnum í Brúnastöðum í Arnesþingi af
Helgu Erasmusdóttur fyrir lausafé, dagsett 19. júlí 1710.
Þann 25. september sama ár nær Ófeigur að kaupa
jafnstóran part Brúnastaða af Guðlaugu, systur Helgu. Og
báðum þessum kaupum lýsir hann í Alþingisbókinni
1711.5)
Víkjum nú sögunni til miðrar 18. aldar. Þá er
Sveinn Sölvason orðinn lögmaður hér norðan og vestan.
Sveinn var einna fyrstur Islendinga að ljúka lögfræðiprófi
við Hafnarháskóla. Hann var fyrstu einkunnar maður.
Það þýddi að honum voru allir vegir færir til embætta. A
farsælum embættisferli er Sveinn Sölvason þekktastur
fyrir tvennt: I fúlustu alvöru lagði hann til að Islendingar
tækju upp danska tungu. Og hann gaf fyrstur Islendinga
út lögfræðilega handbók sem hann nefndi „Tyro juris“
þ.e. „Barn í lögum“. Að minnsta kosti tvær útgáfur eru til
af þeirri bók og vitna ég til hinnar síðar er kom út í
Kaupmannahöfn 1799. Um eignarhald afrétta vitnar
Sveinn bæði í Jónsbók og Norskulög Kristjáns V og
segir: „Svo skulu almenningar vera sem aðfornu, item
fra gammel Tid“. Hann heldur fram hefðarhaldi eigna, en
tekur þó fram „að eign skuli vera átölulaus, þ.e.