Litli Bergþór - 01.03.2000, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.03.2000, Blaðsíða 26
Votlendisreiðin mikla Eftirminnileg ferð á hestum fyrir hart nær sextíu árum. Eftir lestur á ágætu viðtali við Oskar frænda minn á Brekku í Biskupstungum og Hildi konu hans í jólablaði Litla-Bergþórs 1999, þar sem komið var inn á erfiðar samgöngur að og frá Hlíðabæjunum til ótrúlega skamms tíma, rifjaðist upp fyrir mér býsna erfið ferð á hestum sem ég fór fyrir 60 árum ríðandi frá Galtalæk út mýrar að Miðhúsum,- Á árunum 1940 til 1946 bjuggu á Miðhúsum í Biskupstungum móðursystir mín Oddný Egilsdóttir frá Galtalæk og eiginmaður hennar Snjólfur Snjólfsson, ættaður frá Strýtu í Ölfusi, ásamt fimm börnum þeirra hjóna. Á þessum árum og raunar löngu fyrr var ég sumarstrákur hjá afa mínum og ömmu, Agli og Steinunni á Galtalæk, en foreldrar mínir bjuggu þá í Hafnarfirði. Áður en Oddný og Snjólfur fluttu að Miðhúsum bjuggu þau í Borgarholti. Móðir mín Aðalbjörg tók sig stundum upp á sumrin af mölinni og fór í kaupavinnu, þegar við Eysteinn bróðir minn vorum farnir í sveitina og þegar pabbi fór til vinnu sumarlangt t.d. á síld fyrir norðan og víðar, en faðir minn var lengst af sjómaður meðan foreldrar mínir bjuggu í Hafnarfirði. Vorið 1945, árið sem ég fermdist, fluttu þau að Lambhúskoti og bjó fjölskyldan þar til 1948, er við fluttum að Syðri-Gróf í Flóa. Annað sumarið sem Oddný og Snjólfur bjuggu á Miðhúsum var mamma hjá þeim í kaupavinnu um sláttinn, en ég sem fyrr á Galtalæk. Um sumarið var ákveðið að ég færi að heimsækja hana að áliðnum slætti. Hjörleif Ivarsdóttir, eiginkona Jóhannesar móðurbróður míns og dóttir þeirra Svanhildur voru eins og ég um langt ára bil sumarfólk á Galtalæk, en Hjörleif var, eins og margir Tungnamenn vita, systir Dísu á Króki og Egill maður hennar var einn af systkinum mömmu og þeirra elstur. Nú rann ferðadagurinn upp í ágætu veðri og áttum við Svanhildur bæði að fá að fara undir handleiðslu móður hennar Hjörleifar. Lagt var á hestana snemma dags og við héldum af stað upp í „Borgarholtsfjöllin", eins og Egill frændi minn á Króki sagði stundum. Fyrsti farartálminn á þessari löngu og erfiðu leið var skammt undan, þ.e.a.s. mýrarsundið á milli Kotáss og Stóra-Borgarholts, en sérstaka lagni þurfti til að komast þar yfir án þess að hleypa hestunum á kaf. En mig minnir að allt hafi það nú gengið þokkalega með því að fara nokkuð norðarlega í sundinu yfir verstu keldumar. Nú komum við fljótlega að markagirðingunni á milli óskiptra landa Tunguhverfisins, Króks, Borgarholts og Borgarholtskots og Bergstaða, en rétt norðan við girðinguna er svokölluð Markakelda sem oft var vandfarið yfir því hún var nú fremur lækur og nokkuð djúp með krappa holbakka. Hér fórum við af baki og teymdum hestana og voru þeir býsna frískir í morgunsárið svona í upphafi ferðar og stukku léttilega yfir kelduna. Norðan við Flatholtið, sem nú tók við, var eitt af þessum vandfömu og erfiðu mýrarsundum og að minnsta kosti vandalítið að hleypa þar ofaní eins og sagt var. Við komumst með sæmilegu móti yfir en hestarnir voru orðnir leirugir og blautir upp í kvið svo lak úr þeim. Nú tók við nokkuð greiðfær leið upp að Fljótsbrú og fram að Vatnsleysu að vestan verðu, en við höfðum á ferðaáætlun okkar samkvæmt bestu manna tilsögn, ákveðið að fara þar um og út mýrar eins og sagt var hjá Amarholti og Stekkholti út að Miðhúsum. Á Vatnsleysu komum við í vesturbæinn til Erlendar Björnssonar, hreppsstjóra og konu hans Kristínar og þáðum þar góðgjörðir og var þá komið vel fram yfir hádegi. Að því loknu fylgdi hann okkur á leið upp á víðáttur mýranna norðan og vestan við bæinn þar sem við áttum eftir að komast yfir. Erlendur lýsti leiðinni eftir bestu getu fyrir okkur en tók það skýrt fram að hér væri ekki um neinn hlemmi veg að ræða og vissara að fara bara fetið og fara af mikilli yfirvegun og gætni yfir mestu foræðin sem framundan voru. Ekki veit ég hvort þessar rnýrar hafa tekið miklum breytingum með framræslu frá þessum tíma, en lesið hefi ég um þá ætlan skipulagsspekinga fyrir þetta svæði að verðugt verkefni væri að friðlýsa þetta víðáttumikla votlendissvæði allt frá Geysi í Haukadal suður að Brúará vestan við Miklaholt. En nú segir frá votlendisreiðinni miklu fyrir sextíu árum. Ekki höfðum við lengi farið þegar við skynjuðum það að nánast hvar sem við fórum flaut jarðvegurinn undir fótum hestanna. Það var að mig minnir aðeins í nágrenni við bæina áðurnefndu, Bœrínn á Galtalœk, sem byggður var um 1930. Myndin er tekin upp úr 1940. Litli - Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.