Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 27

Litli Bergþór - 01.12.2003, Blaðsíða 27
g) Reykholt, gert er ráð fyrir 3 garðyrkjulóðum í landi Kvista. h) Reykholt/Lambadalur, gert er ráð fyrir 2 garðyrkjulóðum. i) Reykholt, Birkilundur /Klettur, gert er ráð fyrir að lóð Birkilundar breytist í 4 lóðir og lóð Kletts breytist í 3 lóðir. j) Laugarás/Vesturbyggð, gert er ráð fyrir að lóðir nr. 8 og 10 breytist í parhúsalóðir. k) Brattholt, gert er ráð fyrir lóð undir íbúðarhús við Brattholtslæk. l) Efri-Reykir, gert er ráð fyrir því að lóð nr. 3 við Kristínarbraut skiptist í 2 lóðir. m) Miðdalur, gert er ráð fyrir endurbyggingu og færslu 3 frístundahúsa. n) Breytingar á skipulagsskilmálum í Reykholti, Laugarási og Laugarvatni. Við skipulagsskilmálana bætast eftirfarandi greinar: 1 Ný einbýlishús skulu ekki vera minni en 100 fm án bílskúrs og parhús skulu ekki vera minni en 160 fm án bílskúrs. 2 Byggingamefndarteikningum skulu fylgja drög að heildarskipulagi lóðar. 3 Nýbyggingar skulu vera á steyptum söklum. Þar sem frestur til athugasemda er liðinn og engar athugasemdir bárust þá leggur byggðaráð til að óskað verði samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir því að auglýsa þessar skipulagsbreytingar í B-deild stjómartíðinda. Deiliskipulagstillaga í landi Úthlíðar. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir því að 9 hektara svæði verði skipulagt fyrir frístundabyggð en það er í samræmi við aðalskipulag svæðisins. Þar sem óskað er eftir því að skipulagið verði auglýst sem fyrst þá hafa landeigendur samþykkt að greiða þann kostnað sem til fellur vegna augýsingarinnar. Byggðaráð leggur til að skipulags- breytingin verði auglýst sem fyrst samkvæmt 1. mgr. 25.gr. og 1. mgr. 26. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Byggðaráð Ieggur til að ekki þurfi að staðfesta kaup- samninga um kaup á frístundalóðum á skipulögðum frístundasvæðum í Bláskógabyggð. Oskað er stað- festingar sveitarstjómar. Utboð vegna gatnagerðar í Reykholti og Laugarási. 6 tilboð bárust og voru þau opnuð 10. september og var ákveðið af sveitarstjóra og verkfræðistofu sveitar- félagsins að hafna þeim öllum. Fjórir verktakar voru síðan valdir til að bjóða í hluta verksins í lokuðu útboði og voru tilboð opnuð 29. september. Þrír skiluðu tilboðum og er verið að fara yfir þau af Verkfræðistofu Guðjóns Sigfússonar, Selfossi. Bréf frá foreldrafélagi leikskólans Lindar dags. 24. september 2003 þar sem óskað er eftir endurskoðun á gjaldskrá og opnunartíma leikskólans. Byggðaráð vill taka fram að við skipulagningu skólaársins var reynt að hafa vistunarmöguleika þannig að það þjónaði þörfum sem flestra án þess að hafa þá of marga. Ef vistunar- möguleikamir eru of margir þá kemur það niður á skipu- lögðu starfi leikskólans þar sem böm væm stöðugt að koma og fara. Hvað gjaldskrána varðar þá er hún svipuð og gerist annarsstaðar en afsláttahópar era sumstaðar fleiri. Vistunartímar og gjaldskrá leikskólans er endurskoðuð árlega. Tillögur nefndar um framtíðarskipan áhaldahúsa Bláskógabyggðar. Nefndin leggur m.a. til að stöður forstöðumanna áhaldahúsa Bláskógabyggðar verði lagðar niður og stofnuð staða „umsjónamanns eigna” Bláskógabyggðar. Byggðaráð tekur undir tillögur nefndarinnar. Kæra Úrskurðarnefndar skipulagsmála vegna spennustöðvar Rarik á lóð eða lóðamörkum í landi Snorrastaða. Byggðaráð vill benda á að ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir umræddri spennustöð til sveitarstjórnar frekar en annara sambærilegra spennustöðva sem Rarik hefur sett niður í sveitarfélaginu. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við staðsetningu þessarar spennustöðvar en beinir því til Rarik að staðsetja mannvirki í samráði við landeigendur og ganga eins vel frá þeim og kostur er. Bréf frá Rafíðnaðarsambandi íslands dags. 28. ágúst 2003. varðandi skilti við Austureyjarveg. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við erindið en samkvæmt upplýsingum frá landeigendum í Austurey þá var nesið alltaf kallað Austureyjames og er því Ömefnastofnun e.t.v. rétti aðilinn til að staðfesta hvort rétt sé farið með örnefni. Kauptilboð vegna sumarhús og lóðar í landi Snorrastaða. Kaupendur Magnús Steinþórsson kt. 300749-2409 og Margrét Ragnarsdóttir kt. 090353-5519. Seljendur Db. Kristín H. Kristinsdóttir og Steinar Guðlaugsson. Lagt er til að fallið sé frá forkaupsrétti. Kauptilboð vegna Garðyrkjustöðvarinnar Stóra-Fljót Reykholti. Kaupendur Elvar Ólafsson kt. 070260-2639 og Guðrún Þórey Jónsdóttir kt. 250462-7869. Seljandi Lánasjóður Landbúnaðarins kt. 491079-0299. Lagt er til að fallið sé frá forkaupsrétti. Kauptilboð vegna Sólbrekku í Biskupstungum. Kaupandi Smáey ehf. kt. 681294-2369 og seljandi Magnús Kristinsson kt. 031250-3749. Lagt er til að fallið sé frá forkaupsrétti. Bréf frá Jöfnun ehf. dags 15. september 2003 varðandi áætlun sveitarfélagsins um malbikun. Byggðaráð bendir á að engin áætlun er til um malbikun í sveitarfélaginu en fyrir liggur að á næstu árum þarf að leggja bundið slitlag á nokkrar götur í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Lækki verð á malbiki það mikið að það verði samanburðarhæft við klæðningu þá verður sá valkostur skoðaður mjög vel. Lagt fram erindi um nafnbreytingu á götu í Laugarási. Byggðaráð leggur til að gata á milli Skúlagötu og Ferjuvegar beri nafnið Skógargata. 21. fundur sveitarstjórnar 7. október 2003. Allir aðalmenn mættir auk sveitarstjóra sem ritaði fundargerð. Fundargerð byggðaráðs frá 30. sept. 2003. Við 23. lið, vakti Bjarni athygli á fundargerð fjallskilanefndar frá 28. ágúst 2003, þar sem mælst er til að lagfærð verði akbraut á milli Hlöðuvalla og Kerlingar og lagt til að sveitarstjórnin verði við þessum tilmælum hið fyrsta eða í síðasta lagi á sumri komanda. Samþykkt að vísa erind- Litli Bergþór 27

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.