Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 6
Svava, Egill og Skúli spá í spilin á ritnefndarfundi.
Vorið 1991 hættu Stefán og Jón Þór, en inn komu
þau Pétur Skarphéðinsson sem meðstjórnandi og
Kolbrún Sæmundsdóttir, sem titluð var auglýsinga-
stjóri. Var þá nær fullsköpuð sú ritstjórn, sem átti
eftir að sitja næstu 15 árin. Arnór Karlsson varð
ritstjóri, Drífa áfram gjaldkeri og Geirþrúður ritari.
Stefán Böðvarsson hélt þó áfram að hjálpa okkur við
uppsetningu blaðsins þá um vorið og kenna Drífu og
Pétri á forritið. Pétur Skarphéðinsson lagði áherslu á
að staðla umbrot blaðsins og forsíðu sem mest til að
auðvelda vinnu við uppsetningu og hefur útlit
blaðsins haldist nær óbreytt síðan. í framhaldinu tók
Drífa að sér að setja blaðið upp og vorið 1994 var
keypt ný Mackintosh tölva. Enn voru fundir haldnir í
Reykholtsskóla, en þegar nýja tölvan kom, í maí
1994, fluttust fundirnir að Torfastöðum, til
hagræðingar fyrir Drífu, sem bar hitann og þungann
af uppsetningu blaðsins, prentsmiðjumálum, pökkun
og póstsendingum næstu átta árin, eða til vors 2002.
Þá var „nýja“ tölvan orðin úrelt og prentsmiðjan
kærði sig ekki lengur um að við settum blaðið upp
með okkar gamla forriti. Á þeim tímapunkti ákvað
Drífa að hætta í ritnefnd Litla-Bergþórs eftir 14 ára
frábært starf.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Á
Torfastöðum fór vel um ritnefndina í rúmgóðri
kennslustofu með þrjár tölvur og röggsemi og
gestrisni þeirra hjóna Olafs og Drífu. Okkar hlutverk
var bara að mæta, spá í efni, skrifa pistla og
prófarkalesa. Drífa sá um það praktíska! Þarna var
skemmtilegt og afslappað andrúmsloft.
Til að leyfa lesendum Litla-Bergþórs að skyggnast
aðeins inn á ritsjórnarfund og kynnast því sem þar
gerðist þessi ár, er hægt að draga það saman í stuttu
máli.
Dæmigerð vinna við blað hófst með því að ritstjóri
okkar, Arnór Karlsson, skrifaði upp fasta liði á
efnisyfirliti: ritstjórnargrein, formannsspjall, Hvað
segirðu til, fréttir frá íþróttadeild, fréttir frá
Hestamannafélaginu Loga, Kvenfélaginu, viðtal
o.s.frv. Ef til var efni á lager var það dregið fram og
bætt inn í efnisyfirlitið. Síðan var verkefnum útdeilt.
Einhver úr ritnefnd skrifaði ritstjórnargrein, oftast
voru það Arnór eða Pétur. Arnór skrifaði, með dyggri
aðstoð annarra ritnefndarmanna, fréttapistilinn
„Hvað segirðu til“ um helstu tíðindi úr Tungunum;
t.d. veðurfar, framkvæmdir, menningarviðburði,
fjárheimtur og refaveiðar. Aðrir fengu þau hlutverk
að tala við formann Ungmennafélagsins út af
formannsspjalli, formenn íþróttadeildar,
Hestamannafélagsins og Kvenfélags til að kría út
pistla þaðan. Geirþrúður hafði jafnan það hlutverk að
taka viðtöl við fólk úr sveitinni og Kolbrún safnaði
auglýsingum. Drífa sat við tölvuna og setti upp
blaðið eftir því sem efnið varð tilbúið með myndum
og setti inn leiðréttingar. Myndirnar voru númeraðar
inn í blaðið fyrir prentsmiðjuna og þurfti oft að laga
þær til með því að líma hvítt blað yfir þann hluta
myndarinnar, sem ekki átti að birtast, (draga fram
myndefnið), svo þessu fylgdi töluvert föndur. Allir
lásu svo prófarkir - milli þess sem rætt var um
landsins gagn og nauðsynjar, pólitík o.fl. yfir kaffinu.
Fundir voru að meðaltali fimm til sex á hvert blað,
stundum fleiri, sjaldan færri.
Efni í blaðið barst til að byrja með oft handskrifað
eða vélritað og þurfti þá að vélrita það upp í tölvuna.
Síðan byrjuðu greinar að berast á floppy-diskum með
tilheyrandi samskiptavandræðum milli PC og
Mackintosh tölva. Oft var næstum fljótlegra að skrifa
efnið upp aftur heldur en leiðrétta þær rúnir sem
prentuðust út.
Eins og áður segir hélst ritnefndin nær óbreytt allan
þennan tíma, Arnór var ritstjóri, Drífa gjaldkeri og
framkvæmdastjóri, Geirþrúður ritari og Pétur
Skarphéðinsson meðstjórnandi. Elín Hárlaugsdóttir
tók við sem auglýsingastjóri þegar Kolbrún hætti
vorið 1993 og var til vors 2001. Þá sá Geirþrúður um
auglýsingar í eitt ár, þar til Sigurður Guðmundsson
gekk til liðs við nefndina vorið 2002.
Geirþrúður og Svava, ekki leiðar við ritstörfin.
Litli-Bergþór 6