Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 10
Hvað segirðu *til? Helstu t'íðindi úr sveitinni o Tíðarfar hefur verið gott frá því síðasti Litli- Bergþór kom út. Einmunablíða í sumar og langt fram eftir hausti, til að mynda var október einstaklega hlýr framan af og fór hitinn í honum jafnvel upp í 20 gráður. Kalt hefur verið upp á síðkastið, mikið frost en nokkuð lygnt yfirleitt. o Jón K. B. Sigfússon kokkur tók við Aratungumötuneytinu í sumar. Hefur stöðugildum í mötuneytinu verið fækkað og munu hann og Hólmfríður Oskarsdóttir sjá til þess að fólk fái að borða í vetur. o Deilur hafa staðið yfir vegna veiðiréttar í Tungufljóti milli landeiganda og Tungufljótsdeildar Veiðifélags Arnesinga og er enn ekki útséð urn lyktir þeirra. o Hestamannafélagið hélt firmakeppni þann 3. júlí þar sem keppt var á reiðhjólum í stað hrossa. Var það gert vegna hestaflensunnar, af sömu ástæðu voru engin reiðnámskeið haldin á vegum Loga í sumar. o Þann 12. júlí gerði þrumur og eldingar í Tungunum og nærsveitum og í kjölfar þeirra dundi yfir mikið haglél. um þörungablóma þar, ekki var talin ástæða til aðgerða af hálfu eftirlitsins. o Sú breyting var gerð á fjallskilum í Biskupstungum að þau eru ekki lengur greidd eftir fasteignaskrá, nú greiða aðeins fjáreigendur fyrir fjallskil. Einnig var gerð breyting á dilkaskipan réttanna. o Róbert Róbertsson, sem verið hefur gjaldkeri fjallskilanefndar í áratugi lét af því embætti og við því tók Eiríkur Jónsson í Gýgjarhólskoti. o Að vanda bauð Kvenfélagið sveitungum sínum 60 ára og eldri í ferðalag í ágúst. Að þessu sinni var farið til Vestmannaeyja um hina nýju Landeyjahöfn þar sem þau nutu leiðsagnar Arna Johnsen um eyna. Ellisif Malmo Bjarnadóttir fyrir utan Gerði í Laugarási. o Viðskipti voru lífleg í sveitinni í sumar eins og endranær. Bændamarkaðir voru opnir í sumar á Engi, Hótel Hvítá og í Bjarkarhóli. Á Heiðmörk var sjálfsafgreiðsla á grænmeti í litlu gróðurhúsi á lóðinni. Einnig var hægt var að versla grænmeti á Akri. í Gerði var opin plöntusala og lagersala var á skóm í Varmagerði eins og í fyrra. Þá var sumarmarkaður Kvenfélagsins haldinn að venju fyrstu helgina í júlí, að þessu sinni í Bjarkarhóli í Reykholti en þar er til leigu aðstaða til markaðshalds af þessu tagi svo dæmi sé tekið. Rósa í Austurhlíð rak sitt gallerí áfram og Ranka í Kotinu einnig. o Farin var ferð í Gránunes þann 19. júní s.l. undir fararstjórn Jóns Karlssonar í Gýjarhólskoti. Ferðin var á vegum menningarklasans Upplits. Li+li-Bergþór 10 _____________________________________ Jón Karisson og ferðafélagar. o Gísli Sigurðsson frá Úthlíð lést þann 27. júní s.l. og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju. Hann var síðan jarðsettur í Úthlíðarkirkjugarði. o Skálholtshátíð fór fram helgina 17.-19. júlí. Sumartónleikar voru haldnir í Skálholti að vanda og stóðu þeir frá 3. júlí til 14. ágúst. 35 ár eru síðan að stofnað var til þeirra en það gerði Helga Ingólfsdóttir semballleikari. o Fulltrúi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands fór vettvangsferð í Hrosshagavík í sumar vegna tilkynningar

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.