Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 29

Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 29
til að gera við, en Ingólfur tók svo mig með.” segir Guðmundur og kímir. Fyrir vígslu Skálholtskirkju voru útbúnar orður, sem sœma átti þá menn, innlenda og erlenda, sem ötullegast höfðu unnið að endurreisn og uppbygg- ingu Skálholtsstaðar. Peningurinn nefiúst: „Heiðurs- peningur til minningar um vígslu Skálholtskirkju og afhendingu Skálholtsstaðar til Þjóðkirkjunnar 1963”.Einhverra hluta vegna gleymdist að afhenda orðurnar heimamönnum og er Guðmundur Indriða- son einn eftirlifandi þeirra heimamanna, er áttu að fá orðu enfengu ekki á sínum tíma. A því var ráðin bragarbót á 95. afinælisdegi hans þ. 15. maí 2010. Guðmundur: „Já, orðan. Það var sr. Sigurbjörn Einarsson sem gekkst fyrir því að láta útbúa merkið, en það var steypt í Danmörku og gyllt í Reykjavík. Ólafur Helgi sýslumaður sæmir Guðmund Indriðason orðunni góðu. Ég get sýnt þér orðuna og forsetabréf sem fylgdi henni, en þar segir nákvæmlega til um hvernig hún skal líta út, og hvemig á að bera hana. Ólafur Helgi (sýslumaður) hringdi í mig nokkru fyrir afmælið og spurði hvort hann mætti koma við á afmælisdaginn. Ég áttaði mig ekki á hvað hann vildi, en sagði að auðvitað væri það sjálfsagt. En þetta var þá erindið að sæma mig orðunni. Ég kveið því hálfpartinn að þetta yrði óskaplega vandræðalegt og leiðinlegt. En Ólafur Helgi gerði þetta vel, hann mætti í fullum skrúða og athöfnin var bara hátíðleg. Sjálfseignarbóndi Eftir kirkjuvígsluna 1963 hætti ég í Skálholti og gerðist sjálfseignarbóndi. Ég vann samt eitthvað áfram við smíðar, byggði m.a. þrjú hús í Laugarási, hjá Herði Vignissyni, Jóhanni Ólafssyni og kláraði hús hjá Sævari í Heiðmörk. Og svo auðvitað mitt eigið hús. Fyrsta gróðurhúsið sem ég eignaðist var gróðurhús, sem stóð hér fyrir neðan Lindarbrekkulóðina á Sigurðarstöðum, eða Krosshól eins og Sigurður Sigurðarson berklalæknir og síðar landlæknir vildi kalla húsið. Krosshóllinn er á lóðamörkum milli Lindarbrekku og Sigurðarstaða og þar stóð áður fyrr kross, sem átti að stefna á þegar farið var yfir ána frá Iðu. Sigurður bað mig um að rífa gróðurhúsið, því það var orðið gamalt. Ég var auðvitað ekki seinn á mér, og flutti það inn á mína lóð og byrjaði sjálfur með ræktun. Ræktuðum gúrkur og gulrætur. Svo byggði ég nýtt gróðurhús 1976. Þegar ég lít til baka, held ég að bestu árin mín hér í Laugarási hafi verið þegar ég var með gróður- húsið. Það var góð afurð af því og við vorum skuldlaus þegar við hættum. Búin að byggja íbúðarhús, skemmuna og gróðurhús, en gamla fbúðarhúsið var dæmt óíbúðarhæft. Hörður og Hjalti hjálpuðu mér og sögðu mér til með ræktun- ina og líka Skúli í Hveratúni. Magnús sonur hans bjó um tíma í gamla Lindarbrekkuhúsinu og kíkti þá sundum við hjá mér. Hann hafði orð á því hvað honum fannst gúrkurnar spretta snemma hér uppi á brekkubrúninni. Ég sagði honum að það væri ekkert skrítið, ég væri búin að nota sólina þegar hún kæmi niður til hans í Hveratún! He-he! En þó ég segi sjálfur frá, þá held ég að gúrkurnar okkar hafi verið sérlega bragðgóðar. Enda alltaf ræktaðar í mold. Þórður í Akri hefur verið með húsið á leigu síðan ég hætti, ætli það hafi ekki verið um 1994, en ég þurfti að hætta þegar hjartað þoldi ekki lengur álagið útaf hitanum. Aðal áhugamál mitt í gegnum tíðina hefur verið hestamennska, en frá henni hef ég sagt í nokkrum viðtölum, sem Þorkell Bjarnason tók við mig í Eiðfaxa árið 1999 (tbl: 4, 5, 8 og 10). Ég tók reyndar sveinspróf í trésmíði frá Selfossi 1972, með fyrstu einkunn. Ég var orðinn leiður á því að menn voru að agnúast út í að ég hefði sömu laun sem smiður og þeir sem höfðu lært. Ég skal sýna þér sveinsstykkið mitt” segir Guðmundur og sýnir mér veggskáp íþvottaluísinu. Forláta skáp með rennihurðum. 1 stofunni er líkafallegt sófaborð sem Guðmundur smíðaði meðan hann var á Laugarvatni,fékk að skreppa í smíðastofu skólans ífrístundum. Guðmundur við sveinsstykkið sitt, skáp með rennihurðum. 29 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.