Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 19

Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 19
Innan til 1 miðjum Gildurhaga er klettur allstor sem heitir Sængurkonuklettur. Hann dregur nafn sitt af því að í hugum manna lifir sú munnmælasaga að kona ein vanfær hafi flúið upp á klettinn undan mannillu nauti og alið þar barn sitt. Lækur rennur við rætur klettsins en hann er áfastur brekkunni að ofan. Þar er einstígi upp að fara eigi mjög vont en hefur versnað nú í seinni tíð. Þegar maður kemur upp þá er kletturinn svo sem röskir tveir faðmar að þvermáli með þykku mosalagi. Ég mældi eitt sinn klettinn og er hann fimmtán metrar af brún og niður að læk. Ég tók mér einu sinni ferð á hendur og mældi Gildur- hagann og reynist gljúfrið vera 130 metra vítt og bergið að suð-austan vera 32 metrar. Sængurkonuklettur. Ég vann út við sjó með vænum sveinum, vinsemdin skein út frá hverjum einum. Þeir voru nefndir af stáli og steinum og stigu dans með faldareinum. Pu\a (Sildurhagi Ég vil skrifa orð um þig en enga kveða bragi, fyrst þú gjörðir faðma mig, forni Gildurhagi. Þá er ég kominn þinn á fund, þar á ég margt eitt sporið, þegar ég sá um græna grund geislum stráða vorið. Þar kom ég oft í kindaleit kvikur í hverju spori, þar sem lítil lömb á beit leit á hverju vori. Þar ég aldrei þekkti sorg, þú lézt gleði skína við hrikalega hulduborg og hamraveggi þína. Þá var lífs mín löngun heit, er leit ég sillur mínar og kleif þar oft í kindaleit um klettaborgir þínar. Þar á krummi klettaskjól og kúrir stundum löngum. Hann hefur einatt haldið jól í háum klettadröngum. Þar sem aldrei sumarsól sást í gljúfraþröngum hefur krummi byggt sér ból og borið efni löngum. Þar ég heyri þrastaklið og þrálátt vell í spóa. Þar hefur lóa létt sungið um lyng og heiðar móa. Ég hef hugsað helst um þig hátt við gljúfur settur. Þú hefur seitt og sigrað mig, Sængurkonuklettur. Nú þrái ég hvíld og þekkan frið, þar ég átti heima, við þinn létta lækjarnið ljúft er mér að dreyma. Þú hefur einatt þáð minn koss, er þyrstur var ég í göngum, við þinn litla lækjafoss, er liðast úr klettaþröngum. Nú er sól yfir sundum og sumar í birkilundum, helstar hlaupa á grundum höndlaðir af sterkum mundum. Vappaðu með mér Vala um víðigróna bala, við þig ég þarf að tala um þrastasöng í skóg og víðivaxinn mó. Við höldum upp til líða, því heimasætan blíða á ætíð yndi nóg. Þar blasa djúpir dalir og draumahallasalir, hin breiðu lönd með birkiskóg. Vertu hjá mér Vala kær væn og fögur dalamær, komdu þegar klukkan slær kannske þrjú til fjögur, þá segi ég þér sögur frá svefneyjum - um dægrin löng af gljúfrabúa í giljaþröng, þar gömlu tröllin urðu svöng og seiddu til sín sauðamenn og smala. Sestu nú hjá mér Vala. Svo saumar þú þér silkikjól sem þú berð um næstu jól hvar sem ferð um byggð og ból og brautir hamra sala. Viðkvæm ertu Vala. Svo dvelur þú hjá mér dægrin löng, dals við minni í gleði söng, ég mun gefa þér ennisspöng öllum fyrtur kala, vappaðu með mér Vala. Lúinn niður lagðist þá lækinn við að drekka, þar sem lítil bára blá býður svölun þekka. / I vondu veðri Nú er þessi gatan greið gripin fótum hröðum. Hugurinn bar mig hálfa leið heim að Kárastöðum. Ég hef hvílst og yljað mér inni á mjúkri dýnu. Það var lán við lentum hér við ljós í húsi þínu. Stökur 19 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.