Litli Bergþór - 01.12.2010, Page 23

Litli Bergþór - 01.12.2010, Page 23
En hann varaði sig ekki á því að einmitt sunnan- lands var að gerjast veruleg mótspyrna gegn honum. Oddaverjar voru ekki dauðir úr öllum æðum. Yngsta kynslóðin voru þeir synir Andrésar Sæmundssonar frá Odda og fyrir þeim fór Þórður Andrésson á Völlum á Landi, upprenndandi höfðingjaefni. Yfirborðsvinskapur var með þeim Gissuri sem komst þó brátt að því að Þórður skipulagði samblástur gegn honum. En sættir tókus þó um síðir. Gissur ríður að norðan til Alþingis snemma sumars 1264. Skildu þeir Þórður þar sáttir og reið hann austur yfir ár en Gissur fór norður. Aftur fór hann suður að áliðnu sumri. Að mörgu þurfti jarlinn að hyggja og hafði hann tæpan tug manna með sér í för. Gissur heimsótti þá Klæng bróðurson sinn hér heima í Tungu. Klængur átti Ástu Andrésdóttur, systur Þórðar. Þaðan fór Gissur á Suðurnes en kom aftur austur í Tungur og tók gistingu á Drumboddsstöðum. Morguninn eftir er hann kominn austur yfir Hvítá. í þessum gömlu sögum er ekkert verið að fjölyrða um það hvar menn drösluðust yfir ár, en Jón Hermanns- son á Högnastöðum hefur sagt mér að Gissur hafa þá hlotið að hafa farið yfir ána á vaðinu Steypu. Síðan átti að ríða norður upp Hrunamannahrepp og komast svo inn á Kjalveg. „Þeir voru í gistingu sjö eða átta“ á Drumboddsstöðum segir Sturla Þórðarson. En er þeir Gissur ríða upp með Hvítá sjá þeir mik- inn flokk ríða á móti þeim og vel vopnaðir menn. Þá mælti Gissur: „Áverjar, Áverjar, og snúum undan.“ En það var annað nafnið á Oddaverjum. Vissulega voru þar Oddaverjar komnir, bræður Þórðar Andréssonar, Eyólfur í Skarði, Brandur í Skógum og Magnús Agnar. En Þórður var hvergi nærri. Þeir bræður veittu nú Gissuri atreið mikla og var viss maður settur til að vega að honum. Náði hann hesti Gissurar sem sveiflaði þá um sig sverði sínu Eyjafjarðarnaut. En félagar Gissurar riðu samsíða honum og vörðu hann einnig. Þetta hefur verið fantareið og svo sást Bræðra- tungukirkja brátt handan árinnar. Og Gissur æðir út í hana. Vað var víst ekkert þar sem hann fór yfir og fóru hestar þeirra á hrokasund. Er yfir var komið sendi Gissur burtu hraustasta liðsmann sinn, Gissur glaða í Langholti í Hrepp. Fór hann austur yfir á aftur og nú í liðsbón um Hreppa og Skeið. Óvinir hans áttuðu sig ekki á því og riðu fast á eftir Gissuri yfir Hvítá. En forskot hafði Gissur og Klængur frændi hans hélt kirkjuhurðinni opinni svo Gissur komst þar inn með allt sitt besta lið. Kistur sem þar voru í kirkjunni voru bornar fyrir kirkjudyrnar og Klængur og heimamenn hans stóðu fyrir kirkjudyr- um að utan en þeir Andréssynir þyrptust að kirkjunni. Nú hófust samningaumleitanir. Þeir djörfustu úr liðinu eggjuðu til þess að kirkjan yrði brotin upp að austanverðu. Það vildu Andréssynir ekki og töluðu Bræðratungukirkja. nokkuð við jarl en Klængur bar sáttarorð á milli. Svo leið á daginn og brátt sjá Oddaverjar að menn fara að drífa heim á staðinn. Það voru liðsmenn og sveit- ungar Gissurar glaða. Nú varð jarlinn seinni í játyrð- um og dró þá málið fyrir þeim sem kænlegast. Og lauk svo þeim degi að þeir Andréssynir riðu á brott. Til þess er ég að rifja upp þessa sögu hér, að ég veit að þið skynjið öll hversu mikil hlíf kirkjan var á þessum degi. Ekki einungis kirkjubyggingin heldur einnig hin táknlega kirkja. Hún varð þarna andlegur skjöldur þeirra sem í vörn voru og hratt frá eftir- leitarmönnum öllum hugmyndum um að rjúfa kirkjugrið. Ekki voru kirkjugrið alltaf virt á Sturlungaöld. Eftir Örlygsstaðabardaga 1238 komust margir bardaga- menn Sturlunga í kirkju á Miklabæ. Þaðan tíndu þeir Kolbeinn ungi og Gissur Þorvaldsson alla stríðs- mennina út, veittu sumum grið en létu höggva aðra. Hinum frábæra sagnaritara, Sturlu Þórðarsyni, voru boðin grið, og því vitum við þetta. Ekki fór heldur vel um grið þau sem Jón Gerreks- son biskup bað um í Skálholtskirkju er íslenskir stórbændur sóttu að honum árið 1432. Jón biskup gekk í kirkju er hann sá andstöðumenn sína koma yfir Hvítá. En þeir biðu ekki boðanna er þeir komu að kirkjunni læstri, báru undir undirstokkana stór tré og undu svo upp kirkjuna að þeir komust innundir þar og tóku svo biskupinn fyrir altarinu. Um endalok hans vita allir. Þarna tek ég dæmi bæði frá Bræðratungu og Skálholti, þar sem á öðrum staðnum eru veitt kirkju- grið en hinum eigi. Gott siðferði þarf ekki alltaf að fylgja hærri stöðunum, mannúðin finnst alveg eins í smærri plássunum og þar er skjólið betra. Og enn 23 Li+li-Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.