Litli Bergþór - 01.12.2010, Side 24

Litli Bergþór - 01.12.2010, Side 24
stóð sig mannúðin betur í Bræðratungu, nokkrum öldum síðar þegar fæða þurfti þar barn, allt að því á laun - og að minnsta kosti í nokkurri óþökk kirkju- valdsins í Skálholti. Hér ætti ég nú brátt að hætta en mig langar samt að gera samanburð eða koma með samlíkingu um tvær merkiskirkjur ykkar Tungnamanna, hér í Bræðra- tungu og í Úthlíð. Báðir þessir kirkjustaðir voru auð- ugar bújarðir, Úthlíð ein stærsta jörð hér sunnan- lands, 15 þúsund hektarar óskipt. Hún var lengi í eigu Skálholtsstóls en þó kom að því að hún var boðin til sölu eins og aðrar stólsjarðir í lok 18. aldar. Þá gerði boð í jörðina Páll Snorrason, bóndi í Úthlíð, og átti að ganga fyrir sem ábúandi en aðrir buðu ekki í. Það var árið 1794 og bauð Páll í alla jörðina 282 ríkisdali. Því boði rifti Ólafur Stephensen stiftamtmaður. Nokkrum árum seinna, eða 1798, var jörðin slegin Valgerði Jónsdóttur, biskupsekkju í Skálholti. Hún var þá ekkja eftir Hannes Finsson biskup en fyrri kona hans hafði verið Þórunn Ólafs- dóttir Stephensens stiftamtmanns. Hér var sá skavanki á málum sem aðrir embættismenn hugsuðu sitt um og lá við að Ólafur Stephensen stiftamtmaður missti stöðu sína fyrir þessa sök og aðrar. Valgerður Jónsdóttir fékk Úthlíð fyrir 10 ríkisdölum hærra verð en Páll Snorrason bauð. Léku henni landsmunir til Úthlíðarskógar sem hún taldi ómissandi fyrir búskap sinn í Skálholti. Páll Snorrason fékk að vera leiguliði Valgerðar til þess er hann dó 1815 og nú eru báðar þessar jarðir með leiguliðabúskap út alla 19. öldina og nokkuð fram á þá 20. Það hendir líka báðar jarðirnar að komast í hendur Reykvíkinga um og kringum alda- mótin 1900. Það er hópur sterkríkra manna sem eignast þær, nokkurskonar einkahlutafélag - eða fjárfestingargroup. Svo þegar kemur fram á 20. öld komast báðar jarðirnar í eigu útlendinga. Danskir fjárfestar ná í Bræðratungu og þeirra síðastur Svenn Poulsen, síðast ritstjóri Berlingske tidende í Kaupmannahöfn, ágætis maður þótt hann hefið þessa dellu. En Úthlíð komst í hendur Englendinga, ferða- skrifstofu Cooks að því er talið er, en að nafni til átti hana Geir Zoega kolakaupmaður í Reykjavík. Sigurður Jónsson bóndi í Úthlíð ræðst svo í að kaupa Úthlíðina árið 1940 og reyndist það honum erfiður biti að kyngja, en tókst þó með mikilli ráðdeild. En þá var Úthlíð orðin kirkjulaus, kirkjan fokin og farin veg allarar veraldar. Og söfnuðurinn heyktist á að byggja nýja kirkju. Bræðratungukirkja stóð hins vegar föstum fótum, núverandi kirkja var byggð 1911, hún var teiknuð af fyrsta íslenska arkitektinum, Rögnvaldi Ólafssyni, sem Hörður Agústsson fomhúsafræðingur taldi besta kirkjulistamann íslendinga hingað til. Hún stendur sig vel ennþá, 96 ára gömul, en næsta kirkja hér á undan varð aðeins 66 ára. Það voru hins vegar örlög Bræðratungu að vera í höndum Dana og síðar íslenska ríkisins mestalla tugttugustu öldina. Bræðratungu kaupir loks Sveinn Skúlason árið 1994 og verður þá sjálfseignarbóndi hér, sambærilegur við þann sem síðastur var hér áður en það var Magnús lögmaður og amtmaður Gíslason sem flutti héðan af staðnum að Leirá árið 1754. Það er svo árið 2006 að Birni bónda Sigurðssyni í Úthlíð auðnast að láta vígja nýja kirkju í Úthlíð, helgaða sem áður Maríu mey en byggða til minning- ar um eiginkonu hans látna, Ágústu Ólafsdóttur frá Hjálmholti í Flóa. Þá er loks jafnt á komið með báðum þessum merku kirkjustöðum ykkar. Þeir eru á því herrans ári 2006 setnir af sjálfseignarbændum sem báðir eru einnig kirkjubændur. Eg átti þess kost að kynnast þeim báðum fyrir réttum 30 árum er við sórumst í fóst- bræðralag í einni af uppreisnarhreyfingum íslenskra bænda er nefnd var Lágafellshreyfingin. Ekki vissi ég þá hvað tíminn bæri í skauti sér né hver stórvirki biðu þeirra beggja hér í Biskupstungum. Eg óska ykkur svo öllum gleðilegra jóla, nýs árs og friðar. Páll Lýðsson. Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsum Efnissala og varahlutaþjónusta. og lagningu raflagna. Fljót og góð vinna. JensPéturJóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI GSM 899 9544 Heimasími 486 8845 Verkstæði sími 486 8984 GSM 893 7101 j Litli-Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.