Litli Bergþór - 01.12.2010, Page 34

Litli Bergþór - 01.12.2010, Page 34
Af bernskubrekum Péturs Hjaltasonar Þegar reynt er að rýna í fimmtíu ára minningarbrot verður ekki hjá því komist að atburðir hafi breyst, aflagast og ruglast saman við aðra atburði, óskylda, þó svo að þeir standi fólki ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum og þá jafnvel þannig að viðkomandi væri þess albúinn að leggja eið að því að þannig hefði þetta verið og ekkert öðru vísi. Þessar staðreyndir eru þekktar úr sakamálarannsóknum nútímans og jafnvel nokkurra daga minning getur hafa aflagast talsvert, hvað þá þegar um er að ræða marga tugi ára. Því bið ég ykkur lesendur góðir að taka mið af þessu við lestur þessarar greinar og skemma ekki góða sögu með einhverju því sem sannara mætti reynast. Mig langar í þessu stutta greinarkorni að sýna ykkur minningar mínar frá æsku og uppvexti í Tungunum og reyna þá að einskorða mig við skólagöngu og æskulýðsstarf sem við sóttum í uppvexti okkar og fram yfir fermingu. Fyrstu kynni af námi Ég hygg að æska mín eins og flestra annarra af minni kynslóð hafi verið nokkuð hamingju- og sólrík í sveitinni. Við þekktum ekki auðlegð og ofgnótt og undum glöð við það sem við höfðum. Þá var ekki sjónvarpið að trufla eða tölvurnar, heldur var setið yfir útvarpsleikriti á fimmtudagskvöldum og leikið sér út frá morgni til kvölds á meðan ekki voru settar á okkur skyldur sem þurfti að sinna. Fljótlega þurftu samt eldri börnin að hafa auga með þeim yngri og allir léku sér saman, strákar og stelpur, ungir og eldri. Því var það að ef bauðst eitthvað áhugavert var því tekið með þökkum og þegar Guðný Páls í Hveratúni var að kenna sínum börnum, eldri og jafn gömlum mér, að kveða til stafs þá fékk ég að fljóta með. Ég sat við stofuborðið í gamla Hveratúni og lærði að lesa öfugt, þ.e. ég las bókina á hvolfi og þó síðar hafi bráð af mér námsgeta þá var ég til þess að gera Bekkjarmynd, árgangur 1953 og þrír nemar af árgangi 1954. Fremsta röð: Einar Jóhannsson Holtakotum, Magnús Kristinsson Austurhlíð. Miðröð: Guðrún Hárlaugsdóttir Hlíðartúni (54), Hjálmur Sighvatsson Miðhúsum (54), Sveinn Auðunn Sæland Espiflöt (54), Gunnar Sverrisson Hrosshaga, Sigurður Gísli Þórarinsson (Magnússonar skólastjóra) Reykholtsskóla, Páll Magnús Skúlason Hveratúni. Aftasta röð: Geirþrúður Sighvatsdóttir Miðhúsum, Ragnhildur Þórarinsdóttir Spóastöðum, Sigurður Ágústsson kennari, Pétur Hjaltason Laugagerði. Á myndina vantar Þorstein Þórarinsson Fellskoti og Loft Jónasson Kjóastöðum. Litli-Bergþór 34

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.