Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 35
fljótur að tileinka mér lestur og skrift og sennilega
eitthvað aðeins í reikningi. Því tóku foreldrar okkar
hverfiskrakkanna það ráð að koma okkur til fram-
haldsnáms á forskólastigi og sóttum við allnokkur
nám hjá húsfreyjunni í Launrétt en hún var kona
Braga Steingrímssonar dýralæknis. Hversu mikið
þetta nám var að vöxtum man ég ekki en alltént var
talið rétt að skólastjóri barnaskólans kæmi þá um
vorið eða sumarið og prófaði getu okkar áður en við
færum í alvöru skóla.
Dagurinn rann upp þegar skólastjórinn, Oli Möller,
var væntanlegur til stöðutöku hjá okkur ungviðinu í
Laugarásnum. Það var sól og blíða þennan dag eins
og alla aðra og ég, taugaveiklaður og kvíðinn,
stjáklaði úti við og beið örlaga minna. Skólastjórinn
átti að fara á nokkra bæi: Sólveigarstaði, Hveratún,
Lindarbrekku, Læknishúsið og síðan átti hann að
koma til okkar. Mér hafði verið uppálagt að halda
mig heimundir og reyna hvað ég gæti að skíta mig
ekki út sem gat reynst erfitt nema gera ekki neitt en
það hentaði illa dreng á sjöunda ári.
Bíll renndi í hlað, en þannig hagaði til að ekki var
hægt að aka bíl alveg heim að húsi heldur þurfti að
ganga u.þ.b. hundrað metra. Út úr bflnum steig mað-
ur mikill á allan vöxt, og í mínum augum hið hræði-
legasta skrímsli, með staf og kjagaði heim heimreið-
ina. Brast nú kjarkinn og piltur hentist af stað. Burt
frá húsinu, burt frá þessum hræðilega manni, burt, út
í móa þar sem hann gat látið þúfurnar og kjarrið
skýla sér. Skólastjórinn fór inn í hús, þáði þar kaffi
og einhvað bakkelsi hjá mömmu á meðan gerð var
tilraun til þess að finna strokuþrælinn og koma
honum til stöðutöku. Þrátt fyrir ýtarlega leit tókst
mér að leynast og talsverðri stund síðar sá ég hvar
kallinn kjagaði aftur út í bíl og ók á brott og ég gat
um frjálst höfuð strokið. Skammir fékk ég nokkrar
hjá móður minni og svo fór að þegar ég mætti í skóla
þá um haustið þá hafði ég ekki verið stöðutekinn en
fékk að njóta þess að fylgja þeim sem úr Laugar-
ásnum komu.
t3amaskólinn í Reykholti
Fyrir fimmtíu árum var mikið ferðalag að komast
úr Laugarási og upp í Reykholt, það voru ekki margir
sem áttu bíla og vegakerfið var ekki upp á marga
fiska. Það er sennilega ástæða þess að við vorum
höfð í heimavist. Allan fyrri hluta minnar skólagöngu
vorum við hálfan mánuð í skóla og hálfan mánuð
heima. Hvernig við vorum flutt til skóla og heim er
mér lífsins ómögulegt að muna en ég man eftir mér,
sjö ára gömlum, hugsanlega eldri. Standandi á
tröppum nýja skólans, órólegum og skjálfandi.
Komnum langt út í heim með poka með sæng og
kodda í og litla tösku með fötum til skiptanna.
A þessum árum var skólinn í tveimur húsum.
íþróttakennsla á ganginum uppi í Reykholtsskóla.
Kennari Þórir Sigurðsson.
„Gamli skólinn“ var reisulegt hús, tvær hæðir, ris og
kjallari með viðbyggingu sem geymdi sundlaug, 12.5
metra, og búningsaðstöðu. Gengt var í sundlaugina
úr kjallaranum en þar var mötuneyti skólans. Á hæð-
unum voru kennslustofur notaðar, það ég best man,
til handavinnu og hannyrðakennslu, þar var einnig
aðsetur starfsfólks og einhverra nemenda.
I mötuneytinu réði ríkjum, alla vega um einhvern
tíma, Ásdís kona Róberts á Brún og hafði hún sér til
aðstoðar tvær stúlkur/konur. Man ég eftir þeim
Fellskotssystrum þar um einhvern tfma, gott ef
einhver eldri Spóastaðasystirin var ekki við störf
þarna líka. Þegar kallað var til morgunverðar þurftum
við að raða okkur upp og taka skeið af lýsi sem
okkur var gefið úr stórri og slitinni skeið, öllum úr
sömu skeiðinni og enginn slapp við lýsið.
„Nýi skólinn” stóð u.þ.b. tvöhundruð metrum innar
á skólalóðinni og var vegspotti á milli, þar var leik-
völlur okkar krakkanna í frímínútum. í nýja skólan-
um fór meginþorri kennslunnar fram. Byggingin var
á tveimur hæðum og var gengið inn að norðanverðu
á móti gamla skólanum. Á efri hæð skólans var: stór
og góð forstofa, kennarastofa, íverustaður Ola Möll-
er, gangur, hol og tvær skólastofur. Úr holinu var
stigi niður á neðri hæð, þar á vinstri hönd voru snyrt-
ingar og geymsla. Beint á móti stiganum var lítið
herbergi hvar bjó ungur kennari, Olafur Þ. Þórðarson,
meðan hann kenndi við skólann og þaðan til hægri
gangur með tveim skólastofum sem nýttar voru sem
svefnskálar nemenda. Við enda gangsins var herbergi
sem hýsti í fyrstu bókasafn sem síðar var flutt í
svefnherbergi Olafs eftir að hann fór frá skólanum.
Þá var sett í þetta herbergi sex eða níu fleti hvar
skólapiltar sváfu. Innri stofan var fyrir strákana en sú
fremri fyrir stelpurnar og þarna sváfum við í kojum
sem raðað var við veggina og þegar fjölgaði þá var
35 Litli-Bergþór