Litli Bergþór - 01.12.2010, Síða 8

Litli Bergþór - 01.12.2010, Síða 8
Formannspis-tiII Ungmennafélagshreyfingin er ein stærsta fjölda- hreyfingin hér á landi með um 100 þúsund félags- menn. Markmið hreyfingarinnar er „ræktun lýðs og lands“ og kjörorðið er „íslandi allt“. Ungmennafélag Biskupstungna er með elstu ungmennafélögum á landinu, stofnað á sumardaginn fyrsta árið 1908. Það má segja að markmið ungmennafélagshreyfingar- innar hafi náð vel út í grasrótina hjá UMF. Bisk. Starf félagsins hefur verið blómlegt á þessum 100 árum frá því að það var stofnað og hefur haft mikil áhrif á samfélagið. Segja má að ungmennafélags- andinn eigi vel við á þessum tímum þegar þrengir að í þjóðfélaginu og mikilvægt er að rækta lýð og land. Eitt af þeim verkum sem ungmennafélagið okkar getur verið stolt af er blað Ungmennafélagsins, Litli- Bergþór, sem kom fyrst út 5. mars 1980 og hefur komið út á hverju ári síðan. Blaðið á því 30 ára afmæli í ár. Það liggja mörg dagsverk að baki útgáfu slíks blaðs í 30 ár, allt í sjálfboðavinnu, en nú eru gefin út tvö blöð á ári. Það er mikilvægt fyrir allt samfélagið að fólk skuli vera tilbúið að leggja á sig mikla vinnu svo allir geti notið og er það þakkarvert. Það er ekki sjálfgefið að gefa út blað í 30 ár en það er hægt ef fólk stendur saman og er tilbúið að leggja sitt að mörkum til að bæta samfélagið sem það býr í. A þessum 30 árum hefur miklum fróðleik verið safnað saman um menn og málefni í sveitinni sem hugsanlegt er að annars hefði glatast. Til að Litli- Bergþór geti komið út, a.m.k. næstu 30 árin þarf að vera rekstrargrundvöllur fyrir blaðinu. Prent- og dreifingarkostnaður hefur hækkað mikið síðustu árin. Blaðið fær tekjur sínar með auglýsingasölu og áskriftargjöldum. Ljölga þarf áskrifendum til að renna frekari stoðum undir reksturinn, því hvet ég alla sem ekki eru áskrifendur að gerast áskrifendur. Starf Ungmennafélagsins er mikið, en það er með svipuðu sniði og verið hefur síðustu ár. íþróttadeildin heldur úti fjölbreyttu og öflugu starfi þar sem allir ættu að getað fundið eitthvað við sitt hæfi. Leikdeildin hefur staðið í stórræðum síðustu ár, þar sem deildin hefur, m.a., sett upp leikrit þrjú ár í röð. Miklir möguleikar eiga eftir að opnast í félags- og tómstundastarfi við opnun brúar yfir Hvítá. Búast má við að samstarf og samvinna eigi eftir að aukast í uppsveitunum meðal annars á milli ungmennafélaganna. Allt svona samstarf þarf tíma til að þróast en möguleikarnir eru fyrir hendi og við eigum að vera óhrædd við að kanna þá. Lesendum óska ég gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Helgi Kjartansson, formadur UMF. Bisk. Bjarkarhóll Skólabraut 4 Reykholti Prjónasetur með mikið úrval af prjónagarni Prjónablöð og allt fyrir prjónaskapinn Handunnar ullarvörur i úrvali Opið frá október til maí frá kl 12-18 alla daga Sími 587 66 55 Opið fyrir hópa eftir samkomulagi o Litli-Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.