Litli Bergþór - 01.12.2010, Qupperneq 7

Litli Bergþór - 01.12.2010, Qupperneq 7
Með Sigurði kom inn í ritnefndina árið 2002 Margrét Annie Guðbergsdóttir og tók hún við stöðu gjaldkera og framkvæmdastjóra í stað Drífu. Varð að ráði að halda næstu fundi heima hjá henni, en þegar Amór flutti í nýbyggt hús sitt í Reykholti voru fundirnir fluttir þangað, í maí 2003. Litli-Bergþór fjárfesti þá í nýrri Mackintosh tölvu vorið 2003 og flutti hún með til Arnórs. En þar sem við hættum að setja blaðið upp sjálf eftir að Drífu naut ekki lengur við, og Arnór notaði eigin tölvu við vinnslu blaðsins, var sú tölva minna notuð en skyldi. Eftir að við fluttum frá Torfastöðum komumst við að því að uppsetning á blaði er heilmikil vinna og tímafrekt að hafa samskipti við prentsmiðju, sem og að pakka og póstleggja. Uppsetningarmálið var leyst með því að fá tilboð frá Prentsmiðju Suðurlands og smám saman tókum við að aðlagast nýjum aðstæðum. Tókum upp nútíma tölvusamskipti og sendum gögn með tölvupósti eða geisladiskum til ritstjóra og þaðan áfram í prentsmiðju. Myndefni er að mestu tekið á stafrænar myndavélar og sá Valdimar í prentsmiðjunni um að setja það á rétta staði. Hann tók líka að sér að semja flesta texta við hann „Litla-Begga“, kennimerki blaðsins, og var bara oft nokkuð hittinn! Arnór sá um samskiptin við prentsmiðjuna og annað vafstur og svo hittist ritnefndin til að lesa lokapróförk og að síðustu til að pakka blaðinu. Arið 2005 komu inn í ritnefnd Litla-Bergþórs Svava Theodórsdóttir gjaldkeri og Skúli Sæland, ritari og árið 2009 sr. Egill Hallgrímsson og undirrituð aftur. Skipa þau, ásamt Pétri Skarphéðinssyni núverandi ritnefnd. Gefin hafa verið út þrjú blöð á ári að jafnaði, nema árið 2002, þegar unnið var að innbindingu og efnisyfirliti yfir fyrstu 20 árganga blaðsins, 1980 - 1999. Þá komu út tvö blöð og eins á síðasta ári, 2009, vegna aukins prentkostnaðar. Lesendum Litla-Bergþórs og stuðningsmönnum er þökkuð samfylgdin og skemmtilegt samstarf í 30 ár með von um að svo verði áfram um ókomin ár. Geirþrúður Sighvatsdóttir í ritnefnd 1990 - 2005 og 2009- <estau Kaffi Klettur 7 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.