Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 26
bakka og raðaði þar á mörgum bikurum, til að hver hefði sitt staup og smitaðist ekki. Held að sá bakki sé enn til í Hrunakirkju. Systur minni, Sigríði, leiddist nafnið Snússa á jörðinni. Hún þurfti að fylgja þeim suður sem veiktust og læknarnir gátu ekki skrifað nafnið á bænum rétt. Hún gekk í það eftir að faðir minn dó, að breyta nafninu í Asatún. Ríkharður Jónsson myndhöggvari hjálpaði henni að fá þetta í gegn. Eftir það gekk bylgja af nafnabreytingum yfir nágrennið. Til dæmis breyttist Bolafótur í Bjarg og Reykjadals- kot í Túnsberg. Eg hef þá kenningu að Snússa sé komið af nafninu Snasa, klettasnasa fyrir ofan bæinn. Grímur afi var um tíma í Torfastaðakoti þar sem hann var undir umsjón Eiríks prests. Hann hafði það verk að gefa reiðhesti sr. Eiríks. Einhverntíman líkaði honum ekki við klárinn og henti stafnum sínum á eftir honum og braut hann. Þetta var merkilegur útskorinn stafur, sem fjallmenn höfðu gefið honum. „Nú fór ver”, sagði prestur. „Gerir ekkert fyrst ég hitti helvítið!” sagði karl þá. Það voru til fleiri skemmtilegar sögur af honum. Grímur afi og Helga, amma mín, fóru til foreldra minna í Ásatún úr Torfastaðakoti og dóu þar. Þeir lengdu baðstofuna, eða „Karminn” eins og viðbyggingin var kölluð og þar bjuggu þau. Það var nú ekki haft mikið við, það var alltaf moldargólf inni hjá þeim. Þarna í Snússu elst ég upp. Ég man eftir mér með kíghósta, var víst eitthvað heitt og fór út og sofnaði á bæjarveggnum. Vaknaði svo við það að mér fannst mamma vera að vekja mig, en þegar ég opnaði augun sá ég að það var álfkona. Ég sá hana svo hverfa inn í brekkuna og var viss um að það var álfkona. En eftir það batnaði mér. Fjórtán ára var ég sendur til bróður mömmu í Bryðjuholti. Þar var kennari, sem átti að kenna mér að lesa, en ég var lesblindur og það var ekki mikill skilningur á því þá. En ég hafði heyrnarminni. Sigga systir reyndi líka mikið að kenna mér. Við vorum 11 systkinin sem fæddumst, en elsta barnið dó, svo við vorum 10 sem komumst upp. Elstur af þeim sem lifðu var Magnús, fæddur 1903, en hann ólst upp í Bryðjuholti og flutti seinna til Keflavíkur. Næst, nr. þrjú, var Sigríður f. 1905, hún hefur búið í Reykjavík. Svo komu Hallgrímur (1907) og Oskar (1910). Þeir tóku við búinu í Ásatúni eftir að mamma dó 1939 og giftust aldrei. Sjötta var Guðný (1912), hún var sótt tveggja ára af ömmu sinni og nöfnu í Bryðjuholti og ólst þar upp, hún bjó seinna í Reykjavík. Svo kom Helgi (1914) sjöundi. Helgi fór á Hólaskóla og varð seinna bóndi í Laugarási. Hann vildi láta bændur stækka túnin. Jarðarbætur voru áður aðallega unnar með spaða en Jón í Laugum sléttaði með traktor fyrir Búnaðar- félagið. Kristján, skólastjóri Hólaskóla, tók út jarðarbæturnar og bauð Helga vist í Hólaskóla tvo vetur. Hann vann sem fjósamaður á sumrin og í kaupavinnu í Eyjafirði. Ég fæddist númer átta í Jóna og Guðmundur á yngri árum. röðinni árið 1915, síðan Laufey (1917), en hún var bústýra hjá þeim Hallgrími og Oskari í Ásatúni alla æfi og giftist ekki. Tíundi var Jakob (1918), hann var við Laugarvatnsskóla, giftist dóttur kaupmanns í Keflavík og rak lengi Brekkubúð þar í bæ. Yngstur var Kristinn, (1920) en hann dó ungur úr berklum, aðeins 17 ára. Vinnumennska Frá 14-17 ára aldurs var ég vinnumaður í Bryðju- holti og vann síðan búinu heima eða var sendur í kaupavinnu á bæina. Var einn vetur í Dalbæ, annan í Hvammi, sumar í Hruna, fór þaðan til Guðmundar í Núpstúni og var á Hæli eitt sumar. En eftir að mamma dó og Hallgrímur og Óskar tóku við búinu, fór ég á flakk. Við Helgi fórum í Bretavinnu'39, í stríðinu, en ég entist nú ekki lengi í því, var í einn vetur. Við Helgi höfðum talað um það að okkur langaði að ríða Sprengisand. Um vorið réðum við okkur í kaupavinnu í Sólheimatungu í Borgarfirði og ákváðum að fara ríðandi þangað frá Ásatúni - um Sprengisand! Það var mikil ævintýraferð, sem ég hef sagt frá áður í Eiðfaxa (nr. 2, 1991). Eftir átta vikna heyskap í Sólheimatungu fórum við aftur suður til Reykjavíkur, Helgi í uppskipunarvinnu og ég vann í Helluofnum. Seinna um haustið 1940 lenti ég svo á Laugarvatni sem vinnumaður. Emil í Gröf var þá ráðsmaður þar og hann fékk mig til að reisa þak á hesthús fyrir Bjarna á Laugarvatni. Helgi bróðir hafði bent honum á mig, en hann tók svo við sem ráðsmaður af Emil. Þá var rekin rafstöð á Laugarvatni og ég var fenginn til að vakta hana. Fór kvölds og morgna, kl. 23:30 að kvöldi til að lækka spennuna og svo hækka hana kl. 7:30 á morgnana, áður en kerlingarnar fóru að elda grautinn. Bjarni var þá á þingi og við sáum um reksturinn á búinu. Eitt sinn keypti Bjarni traktor af Ólafi Ketilssyni. Það var garmur og alltaf að bila. Það þurfti að fá mann að sunnan á vegum Ólafs til að gera við hann í hvert sinn sem hann bilaði. Svo er það að Bjarni kallar á mig inn á skrifstofu. Ég átti að fara suður til að taka á móti ýtu, hann var Litli-Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.