Litli Bergþór - 01.12.2010, Side 12

Litli Bergþór - 01.12.2010, Side 12
o Þeir geta nú enn þanið raddböndin, strákarnir. o Þýskur barna- og unglingakór frá Gethsemanekirkju í Berlín og barnakór Grunnskóla Bláskógabyggðar héldu tónleika í Skálholti 14. október, en Skálholtskórinn heimsótti Gethsemanekirkju fyrir ári síðan. o Lyngdalsheiðarvegur var formlega tekinn í notkun þann 15. október að viðstöddum samgönguráð- herra og ráðuneytisstjóra en sveitastjórnin var fjarri góðu gamni á ráðstefnu á Akureyri o Umhverfisstofnun hefur lokið við að endurnýja og setja upp 1,5 km af köðlum og 400 staura meðfram göngustígum á Geysissvæðinu og eru fleiri endurbætur fyrirhugaðar. o Valtýr Valtýsson sveitastjóri varð fimmtugur þann 22. október og bauð hann fólki að samfagna sér að Laugalandi í Holtum sama dag en hann býr að Meiri- Tungu I þar í sveit. o Englakaffi sem sett var á laggirnar í Bjarkarhóli í Reykholti í vor hefur verið lokað. o Júlíana Magnúsdóttir hefur staðið fyrir jafnvægisboltaleikfimi í Bergholti nú í haust, svokallaðri Pilates leikfimi og hefur aðsókn verið svo góð að hún hefur þurft að fjölga kennurum til að anna eftirspurn. o Maríanna Bergsteinsdóttir, dýralæknir sem býr í Reykholti bauð sig fram til stjórnlagaþings en náði ekki kjöri. o Samþykkt hefur verið að gefa kost á svokölluðu náðarkorteri í leikskólum sveitarfélagsins gegn gjaldi fyrir þá sem ekki komast á tilskyldum tíma til að sækja börn sín eða þurfa að koma þeim snemma á leikskólann. Viðræður fara fram milli Bláskógabyggðar og Hrunamannahrepps um samstarf í íþrótta- og æskulýðsmálum eftir að búið verður að opna brúna milli byggðarlaganna. o Margeir Ingólfsson hefur sagt starfi sínu hjá Bláskógaveitu lausu og er búinn að stofna ferðamálafyrirtækið IceThai Travel ehf. sem sérhæfir sig í Tælandsferðum. o Séra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti vígði Kristinn Ólason rektor Skálholtsskóla til prests þann 24. október síðastliðinn. o Lionsklúbburinn Geysir efndi til baðstofukvölds í Aratungu þann 29. október undir heitinu „sagna og kvæðamenn“ þar sem ýmsir sagnamenn stigu á stokk og félagar úr kvæðamannafélaginu Argali kváðu stemmur. o Axel Sæland býður körlum í karlaþrektíma í íþróttahúsinu í Reykholti frá 2. nóv. til 16. des. o Hestamannafélagið Logi hélt uppskeruhátíð sína í Reykholti 2. nóvember. Félagið hlaut æskulýðsbikar LH fyrir öflugt ungmennastarf. Farandgripinn Feyki hlaut Jón Óskar Jóhannesson frá Brekku fyrir framfarir og fyrirmyndar hestamennsku. Maggý í Hrosshaga, Oddný á Brautarhóli og Sigga Jóna í Hrosshaga fylgjast með sultukeppni. o Safnahelgi var dagana 5-7 nóvember Sigurlína Kristinsdóttir opnaði málverkasýningu í Bjarkarhóli í Reykholti föstudaginn 5. nóv. Kaffi Klettur var með dagskrá um Stefán Jónsson sunnudaginn 7. nóv. í Bjarkarhóli var haldin sultukeppni laugardaginn 6. nóv. þar sem valdar voru besta sultan og nýstárlegasta sultan. Ketilbjjörn ehf. Vinnuvélaverktaki Syðri-Reykjum Grímur Þór - Sími 892 3444 Li+li-Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.