Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 31
krakkarnir voru litlir. Þvotturinn var þveginn í hvern-
um, en það hætti þegar rafmagnið kom 1956. Þetta
var erfitt, en ég hefði ekki viljað vera án þessarar
lífsreynslu. Ég var ekki alin upp við það að fá allt
upp í hendurnar og þekki engan sem hefur orðið
hamingjusamur af því að vera ríkur! Ég held að
enginn hafi orðið ánægðari með bíl en ég var þegar
ég fékk hjólbörurnar hér í Laugarási. Það breytti öllu
að geta keyrt þvottinn í hjólbörum heim úr hvernum
og vörurnar heim af brúsapallinum! Og eitt er það
sem aldrei hefur vantað í Lindarbrekku og það er
matur.” Segir Jóna og brosir.
„Börnin okkar eru fjögur. Indriði, sem er elstur, er
fæddur í Björkinni 1951. Hann býr í Reykjavík,
giftur Ester Gunnarsdóttur og þau eiga fjögur börn.
Síðan kom Jón Pétur 1955. Hann býr á Selfossi,
giftur Guðrúnu Halldóru Hjartardóttur frá Brjáns-
stöðum í Grímsnesi og þau eiga þrjú börn. Katrín
Gróa fæddist 1956, hennar maður er Þórarinn
Guðnason. Þau búa á Neskaupstað og eiga þrjú börn.
Yngstur er svo Grímur, fæddur 1961. Hans kona er
Guðbjörg Jóhannsdóttir frá Felli og þau eiga fjögur
börn auk þess sem Grímur á dóttur í Skagafirði. Þau
búa á föðurarfleifðinni, Asatúni í Hrunamannahreppi,
sem þau keyptu af systkinum Guðmundar 1987
minnir mig.
Við bjuggum í 30 ár í gamla bænum, fluttum í nýja
húsið 1981 og á næsta ári erum við búin að búa þar í
30 ár!
Ég hef mest unnið í Skálholti, leysti af þar af og til
þegar verið var að byggja kirkjuna. Var einn vetur
með mötuneytið í kjallara Biskupshússins, tók þar
við sem ráðskona af Stínu Björns í Skálholti. Vann
svo í Skálholti á hverju sumri eitthvað í 20 ár, eða til
1983. Einn vetur skúraði ég á Heilsugæslustöðinni.
Ég gekk í Kvenfélagið 1956 og var kosin í
skemmtinefnd daginn sem ég gekk í félagið. Með
mér gengu í félagið María í Skálholti og Guðný
svilkona mín, kona Helga, Magga á Iðu og Þórdís,
kona Jóns Hallgrímssonar læknis. Við vorum allar
kosnar í skemmtinefndina og svo vorum við bara
kosnar endalaust áfram næstu árin. Stundum hættum
við í eitt ár en vorum svo kosnar aftur!
Ég hef alltaf haft gaman af því að leika, alveg frá
því ég man fyrst eftir mér. Og þegar ég nú var komin
í skemmtinefnd hjá Kvenfélaginu stakk ég upp á því
að við myndum setja upp leikrit á þorrablótinu og
það þótti takast svo vel að við gerðum það í mörg ár.
Ég setti þá reglu að það mátti ekki segja nei ef maður
var beðinn. Það kom auðvitað vel á vonda, því ég gat
ekki heldur sagt nei! Ég held að að þessi regla sé enn
í heiðri höfð í Kvenfélaginu.
Fyrsta þorrablótsleikritið var rússneska leikritið
„Bónorðið”, þar sem ég lék með þeim Jóni Vídalín
og Þórarni á Spóastöðum. Það var mjög skemmtileg
samvinna, leikið á Vatnsleysu 1957. Jón Hallgríms-
son læknir útvegaði leikritið og æfði.
Stærsta leikritið sem ég lék í var „Er á meðan er” á
Jóna með sonardóttur sinni Sigríði Koibrúnu
Indriðadóttur á leið i leikhúsið.
vegum Ungmennafélagsins. Það leikrit ætti vel við
núna! Við settum það upp veturinn 1964 - '65, stórt
leikrit og við fórum víða með það, alltaf fyrir fullu
húsi. - Nema síðast í Keflavík, þá klikkaði aug-
lýsingin!
Ég lék síðast á þorrablóti fyrir Palla Skúla fyrir 10-
15 árum. Það var svona „heimaleikrit”, lék ólétta
kerlinu, það var ólag á símanum. Sagðist nú ekki
skilja að ég léti hafa mig út í svona lagað!
En svo, þegar ég varð áttræð, hélt þorrablótsleik-
félagið hér í Skálholtssókn mér heilmikla veislu í
Skálholtsskóla. Mér þótti vænt um það, við vorum
búin að bralla margt saman, þetta var góður hópur.
Það mætti rifja margt upp, en ég vil bara segja að
mér hefur liðið afskaplega vel hér og er þakklát fyrir
hvað okkur var tekið vel hér í Tungunum.
Þcið er liðið langt á kvöld þegar undirrituð kveður
þessi heiðurshjón og heldur út í haustkulið. Þrátt
jyrir háan aldur var enga þreytu á þeim að sjá, það
var ekki við annað komandi en Ijúka viðtalinu. Jóna
tók til mat jyrir okkur og súru gúrkurnar hennar
voru heimalagaðar og alveg einstaklega bragðgóðar.
Uppskriftin er hér jyrir neðan!
Kœrar þakkir jyrir skemmtilegt spjall og góðar
veitingar.
G.S.
5úrar gúrkur Jónu í Lindarbrekku
Gúrkurnar lagðar í saltvatn, t.d. yfir nótt, áður en þær
eru flysjaðar og tekið innan úr þeim og þœr skornar í
bita. Má líka í staðinn sjóða aðeins upp á gúrkunum í
vatni með ediki og smá salti. Erfljótlegra.
Bitarnir settir í krukku og heitum sykur-ediklegi hellt
yfir og krukkunum lokað.
Lögur: 1 lítri borðedik 3% (eða sterk ediksýra (15%)
þynnt 1:6)
'/2 kg sykur
soðið saman.
31 Litli-Bergþór