Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 38

Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 38
kránni. Við gistum þarna í fjórar nætur og svo síð- ustu nóttina í Kaupmannahöfn. Ef ég færi að lýsa nákvæmlega öllum stöðunum sem við heimsóttum yrði þetta framhaldssaga, svo ég stikla bara á stóru og segi frá því helsta. Laugardaginn 28. ágúst heimsóttum við þrjú hrossaræktarbú sem voru öll í nágrenni við Silkiborg og frekar stutt á milli staða. Fyrsti staðurinn var Stutteri Bjarup. Þar býr John Smith með tveim dætrum sínum og sú eldri Janne er dýralæknir en hin temur og vinnur við búið. Jörðin er um 100 ha. og telst það mjög stór jörð. Hann á stóð- hestana Kramsa frá Blesastöðum og Stjarna frá Dals- mynni og einnig á hann hlut í Orra frá Þúfu og Sæ frá Bakkakoti. Hann á sjö 1. verðlauna hryssur og meðal annars Tinnu frá Brattholti. Og síðan á hann hryssur í folaldseign á íslandi. Ég verð að geta þess að Janne og maður hennar komu til íslands stuttu eftir að við vorum hjá þeim og mikið var gaman að geta endurgoldið þeim gestrisn- ina. Þau gistu í Brattholti hjá Láru og Nirði. Stald Gavnholt var næsti áfangastaður en þar búa Agnar Snorri Stefánsson og Anne Stine Haugen. Þau keyptu jörðina 2006 og breyttu fjósi í hesthús, svína- húsi í starfsmannahús og gerðu upp íbúðarhúsið. Mjög fallegar byggingar og vel upp gerðar og þar eru stíur fyrir 33 hesta. Landið er aðeins 18,5 ha. en samt eru þau með um 40-50 hross. Þau starfa bæði við tamningar og þjálfun á kynbótahrossum og keppnis- hrossum. Stunda líka hrossarækt og fá um fimm folöld á ári. Eiga fullt af stóðhestum t.d. Fálka frá Sauðárkróki, Róm frá Búðardal, Muna frá Kvistum og Styrk frá Eystri Hól. Þarna voru glæsileg hross á húsi og Anne Stine sýndi okkur keppnishestinn sinn, Kveik frá Liam, í reið. Mjög flottur hestur. Stutteri Borg var síðasti staðurinn þennan dag. Þá jörð keyptu bræðurnir Kjartan og Bjarni Davíðssynir 2002. Bjarni lést í janúar sl. Þessi staður var áður dýragarður en núna er þarna hestatengd starfsemi og einnig rekin gistiþjónusta. Þetta er stór jörð og gríðarlegar byggingar. Risastór flott reiðhöll með 100 einshesta stíum. Aðalstóðhestur búsins er Stefnir frá Sandhólaferju og hjá þeim fæðast um 10 folöld á ári. Mjög fallegur staður og nóg pláss sem virðist reyndar af skornum skammti víða í Danmörku. Um kvöldið var ákveðið að skella sér til Horsens og fara þar á Miðaldarfestival en það hittist svo á að það var einmitt þessa helgi. Það var heilmikið ævin- týri og verulega gaman að sjá hvernig bænum er Jói Skúla og Knútur. breytt þetta kvöld. Ekkert rafmagn, eingöngu kyndlar og allur matur eldaður á opnum eldi. Flestir klæða sig einnig í miðaldarföt. Það var stöðug dagskrá allan tímann og víða hægt að smakka á gamaldags veit- ingum. Egill í Holtakotum sýndi okkur snilli sína í bogfimi. Svo enduðum við á að fara á veitingahús í Horsens og snæða kvöldverð. Næsta morgun sunnudaginn 29. ágúst byrjuðum við á að heimsækja sjálfan fararstjórann Jóhann Skúlason en hann á búgarð sem heitir Slippen um 10 km vestur af Silkiborg. Hann keypti jörðina 2003 og er hún um 10 ha. Þessi staður er ótrúlega flottur bæði utan sem innan. Glæsilegt íbúðarhús með tvöföldum bílskúr, 200 fermetra reiðhöll og hesthús með 18 stí- um. Jói er aðal knapinn í Danmörku og er margfaldur heimsmeistari. Hann sýndi okkur staðinn og hrossin og þarna er mjög snyrtilegt og aðstaðan frábær. Síðan var langur akstur á næsta stað sem heitir Hoygarðs hestar en þar búa færeyingarnir Jóanis og kona hans Elin Tindskard. Þau keyptu jörðina 2003, en hún er 12 ha. og þau leigja 50-60 ha. til viðbótar. Þau reka þarna tamningar, þjálfun, sýningar, sölu, ræktun og járningar. Eru með pláss fyrir 50-55 hross og þau heyja sjálf og eiga 12 ræktunarmerar og stóðhestana: ísak frá Kirkjubæ, Glotta frá Sveinatungu og Marel frá Feti. Þarna sáum við líka pony (smáhesta) og risastóra Njöröur hittir Vák frá Brattholti. Litli-Bergþór 38

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.