Litli Bergþór - 01.12.2010, Qupperneq 39

Litli Bergþór - 01.12.2010, Qupperneq 39
hesta. Jóanis er hraustlegur bóndi og talar íslensku nokkuð vel. Guldbæk var næsti staður og eigandinn heitir John Siiger Hansen. Hann hefur búið þarna í 25 ár, er búin að vera lengi starfandi kynbótadómari. Kona hans er kennari og heitir Marie Louise. Jörðin er 35 ha. og þau stunda hrossarækt og fá um 10 folöld á ári. Þau eiga sex stóðhesta og þar á meðal Vák frá Brattholti og Tý frá Guldbæk sem er hæst dæmdi 5v folinn þetta árið, hann eru undan Skorra frá Blönduósi og Váksdóttur. Sáum m.a. folöld undan Viktor frá Disa, Tóni frá Ólafsbergi, Vák frá Brattholti og Garra frá Reykjavík. Mjög fallegt folald undan Garra og Tinnu frá Kjarri, Jónínudóttur. John sýndi okkur landnáms- hænur sem hann fékk frá Valgerði á Húsatóftum. Vákur kom og gekk rakleitt til Njarðar eins og hann þekkti hann aftur. Njörður fékk kraftmikið fjórhjól til að rúnta um á, því við þurftum að labba langar vega- lengdir á hverjum stað til að skoða hrossin. Þegar við vorum búin að skoða þessa tvo staði var dagurinn búinn enda lengi stoppað á hverjum stað og miklar vegalengdir á milli staða. Við fórum aftur á krána og svo var eitthvað dundað fram eftir kvöldi enda góð setustofa í gistihúsinu og hægt að drepa tímann við ýmislegt skemmtilegt. Næsta dag, mánudaginn 30. ágúst, fórum við enn af stað að skoða hrossabú og þá var fyrir valinu Stutteri Birkegarden en þar búa Michael og Marianne Skatka. Þau keyptu jörðina fyrir fjórum árum og er hún 50 ha að stærð. Þau reka þjálfunar- stöð fyrir fatlaða einstaklinga, mótahald og ræktun. A hverju ári koma mörg hundruð fatlaðra til að fara á hestbak og við þessa starfsemi vinna átta manns. Þau eiga fimm ræktunarmerar og stóðhestinn Álfastein frá Selfossi. Á þessum stað hefur danska meist- aramótið verið haldið þrisvar sinnum. Michael sýndi okkur stóðhestatitti sem hann er með í uppeldi. Byggingarnar eru nýjar, hesthúsin mjög einföld, hálfgerð skýli, stór reiðhöll með 20x60 m reiðvelli. Fallegur staður og fín aðstaða til mótahalds. Við lögðum af stað til Kaupmannahafnar næsta morgun, þriðjudaginn 31. ágúst, og síðasti staðurinn sem við heimsóttum var Skovbogaard, en sá staður var eiginlega í leiðinni til baka til Kaupmannahafnar. Þessi staður er á Thurö eyju fyrir utan Svendborg á Suðurfjóni. Jörðin er lítil, sex ha., en þau leigja 50 ha. til viðbótar. Þarna búa Mads og Susanne Jörgen- sen. Þau reka sæðingarstöð fyrir íslenska stóðhesta sem er sú eina í heiminum. Árið 2006 keyptu þau nokkrar 1 v merar og síðan stóðhestana Gelli frá Árbakka og núna síðast Hnokka frá Fellskoti sem er mikið notaður. Þau hafa lagst í miklar rannsóknir á sæðingum og flytja sæðið frá sér kælt í 5°c þannig lifir það minnst í 48 tíma, mest í 65 tíma. Þau eru í góðu sambandi við dýralækna í nokkrum löndum og eru síðan með dýralækni hjá sér í hálfu starfi. Ætlunin er að ná árangri með frosið sæði og er það mál í vinnslu. Salan á sæðinu er 50% innanlands og 50% erlendis. Við sáum stóðhestana: Hnokka frá Fellskoti, Örn frá Efri-Gegnishólum, Hrannar frá Hvolsvelli og Gelli frá Árbakka. Skovbogaard er mjög fallegur staður og flott aðstaða. Við komum til Kaupmannahafnar undir kvöld og skelltum okkur í Tívolíið áður en við fórum að sofa, en við gistum á ágætu hóteli í Kaupmannahöfn um nóttina. Síðasta deginum, 1. september, eyddum við í Kaupmannahöfn og var auðvitað farið á Strikið og skoðað í búðir. Um kvöldið flugum við heim aftur. Þessi ferð var í alla staði frábær og verður erfitt að gera betur. Allur kostnaður var greiddur af okkur ferðafélögunum og verð ég að geta þess hér, að fararstjórinn Jóhann Skúlason tók ekki krónu fyrir sína vinnu og að vera með okkur allan tírnann. Hann á heiður skilinn fyrir að velja handa okkur skemmtilega staði og allir sem við heimsóttum tóku einstaklega vel á móti okkur með glæsilegum veitingum og sýndu okkur hesta sína og starfsemi. Ég á von á því að félagar í Hrossaræktarfélagi Biskupstungna fari ekki þessa einu ferð heldur sé þetta bara byrjunin. Ég er strax farin að hlakka til næstu ferðar. María Þórarinsdóttir. Þjónusta í yfir 30 ár □ Þjónusta á búvélum og tækjum í landbúnaði □ Smurþjónusta - Olíusíur í bíla og dráttarvélar □ Háþrýstislöngur - Sérsmíði □ Bifreiðaviðgerðir □ Framrúðuskipti □ Hjólbarðaþjónusta □ Nýsmíði J-rj979-20Q9^|J 39 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.