Litli Bergþór - 01.12.2010, Page 32

Litli Bergþór - 01.12.2010, Page 32
I^láskógalabrador í Reykholt-i Þegar ég var ungur dreymdi mig um að eignast góðan og skemmtilegan hund en það var ekki skilningur á þessari dýradellu minni á æskuheimili mínu í Arbænum. Móðir mín sá bara fyrir sér auka vinnu heima við að þrífa skít og slef eftir þessa ferfætlinga eins og hún orðaði það. Þetta hafa vafa- laust margir upplifað og vissulega hafði hún rétt fyrir sér með margt varðandi hundahaldið, það er mikil ábyrgð að eiga hund. Það þarf að hugsa vel um þessi grey ef þeir eiga að vera húsum hæfir og mikil vinna liggur í hundi sem hægt er að nota til einhverskonar vinnu, sama hvers kyns hún er. Sjálfur er ég forfall- inn skotveiðimaður og alveg eins og það er frábært að sjá vel þjálfaðan fjárhund leysa sína vinnu vel af hendi, þá vil ég meina að enginn skotveiðmaður eigi að fara til veiða nema hafa sér við hlið frábæran sæki hund, þ.e.a.s. hund sem finnur það sem þú ert að skjóta og færir þér það! Alltof margir veiðimenn eru að stunda skotveiðar án hunda og eru því að týna fullt af bráð sem er bara ömurlegt að vita af. Þannig var að ég byrjaði í hundunum 1996, fékk þá fyrsta labradorinn minn og sá var þjálfaður til dáða! Hann hlaut nafnið Elvis (like the King) og urðum við miklir veiðifélagar í þau ár sem hann lifði, upplifðum margar ógleymanlegar stundir og lögðum í mörg ævintýri saman. Hann var svona „fyrsti hundurinn“ minn. Þeir eru oftar en ekki hjúpaðir einhverjum dýrðarljóma, sérstaklega þegar þeir eru fallnir frá. Öll prakkarastrikin gleymast en seint gleymist samt sagan þegar Elvis leiddist í Súbaróinum og hreinlega borðaði bílinn, biti úr stýrinu var ekki nóg, neiií.... tökum líka bút úr öllum hurðarspjöldum, göngum frá gírstönginni og til að toppa þetta tökum þá líka væna flís úr mælaborðinu! Þetta vakti litla hrifningu hjá mér á sínum tíma og enn minni hrifningu hjá frúnni minni sem hefur væntanlega verið nýbúin að finna Snjóhundur. spariskónna sína vel snyrta á öllum hælunum og fulla af slefi. Eftir að ég missti Elvis fór ég fullur sorgar að leita að góðum arftaka. Þar sem Elvis dó úr einhverskonar krabbameini þá vildi ég vera viss um að fá hund sem hefði ekkert slíkt í ættum á bakvið sig. Það reyndist erfitt að finna labrador sem uppfyllti þær kröfur sem ég gerði til þeirra, þannig að ég fór að leita út fyrir landsteinana og ákvað að kaupa hund frá Bretlandi og fá nýjar blóðlínur í ræktunina hérlendis og gerast „ræktandi“. Nú erum við með ræktun sem við köllum Blákógalabrador og erum með það nafn skráð hjá Hundaræktarfélagi íslands. Sú tík sem varð fyrir valinu er svört og heitir Brandy. Hún reyndist okkur vel, gaf okkur þrjú góð got, var yndisleg við börnin okkar og góður félagi. Það er alltaf gaman þegar maður hefur látið frá sér hvolpa að heyra hversu mikil áhrif einn hvolpur hefur á heilu fjölskyldurnar, maður áttar sig ekki almennilega á því fyrr en jólakortin fara að koma, þá eru oftar en ekki myndir af hundinum! Það hvatti Alltaf gaman að leika sér. Litli-Bergþór 32

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.