Litli Bergþór - 01.12.2010, Qupperneq 30

Litli Bergþór - 01.12.2010, Qupperneq 30
Jóna og Guðmundur með börnum sínum árið 2005. Talið frá vinstri: Grímur, Katrín Gróa, Jón Pétur og Indriði. „Annars var ég alltaf miklu flinkari járnsmiður en trésmiður. Hér áður fyrr smíðuðu bændur, allir sem gátu, járn undir hestana sína heima. Eg var alinn upp við það. Ég var með eldsmiðju og smíðaði skeifur, hófjárn og beislisstengur. En ég smíðaði bara fyrir sjálfan mig og fyrir kunningskap. Kristinn á Brautarhóli seldi skeifur fyrir mig og vildi fá meira, en þá vantaði efni. Eins var með hófjárnin, þegar ég fékk stóra pöntun, þá hætti ég. Kofinn fauk svo í ofsaveðri og þá hætti ég þessu alveg! Mér hefur liðið vel hér í Laugarási, þó við flyttum hingað í lítinn kofa. Ég ákvað það þegar ég var á Laugarvatni, að ég vildi byggja þar sem væri hvera- hiti og rafmagn. Rafmagnið fengum við fyrst frá vindmyllu sem fauk, en 1956 var lagt rafmagn og sími yfir Hvítá. Staurar og lína fóru fljótlega í flóði og þá var lagður jarðkapall yfir ána fyrir bæði rafmagn og síma. Það má til gamans segja frá því að ég var búinn að sækja um lóð í Ásatúni til búskapar áður en við fluttum hingað, en nú er það land sem ég hefði fengið þar komið undir 100 sumarbústaði.” J ónína Eins og fram kom í spjallimi við Guðmund, var hann orðinn 36 ára þegar hann flutti með unga konu og barn í Laugarásinn árið 1951. Jóm'na Sigríður Jónsdóttir, eða Jóna í Lindarbrekku, eins og hún er jafitan kölluð, hefur staðið við hlið Guðmundar í 60 ár og blaðamaður er ekki í vafa um að Guðmundur hefur verið heppinn að fá hana sem lífsförunaut. Annað getur ekki verið, eins unglegur og lífsglaður og hann er. En hvaðan er hún œttuð og hvernig lá leið hennar liingað á Suðurland: Jóna: „Ég er fædd 6. febrúar 1927 á Neskaupstað og uppalin þar. Foreldrar mínir voru Jón Pétursson, ættaður af Héraði og Katrín Guðnadóttir frá Vöðlum í Vöðlavík. Faðir minn átti 15 alsystkini, af þeim komust 12 upp og móðir mín átti 22 systkini og hálfsystkini, en 11 af þeim komust upp. Þannig að það er margt af frændfólki fyrir austan. Við vorum sex systkinin og komumst fimm upp. Ég er elst, Guðni Þorvaldur býr í Reykjavík. Kona hans heitir Eva Sturludóttir og þau eiga eina dóttur og fyrir átti hann eina dóttur. Una Stefanía býr á Neskaupstað, gift Ara Sigurjónssyni og þau eiga sex börn. Þórunn býr í Hafnarfirði og á fjórar dætur með Magnúsi Skarphéðinssyni. Seinni maður hennar heitir Sigurjón Jónsson. Yngst var Anna Margrét sem bjó á Neskaupstað, en hún er látin. Hennar maður hét Högni Jónasson, en hann fórst í snjóflóði. Þau áttu átta börn. Seinni maður hennar er lifandi og heitir Gísli Hafliðason. Við Guðmundur eigum svo fjögur börn. Faðir minn var mótoristi, eins og vélstjórar á skipum voru kallaðir, og pípulagningarmeistari og móðir mín húsmóðir. Ég gekk í barnaskóla á Neskaupstað og byrjaði snemma að vinna fyrir mér. Þrettán ára var ég í Firði í Mjóafirði hjá Sesselju Sveinsdóttur í eitt sumar og eftir fermingu vann ég í frystihúsi á Neskaupstað og var m.a. einn vetur í vist í Vestmannaeyjum. Einn vetur var ég í Reykjavík og vann þar við kjólasaum í „Kjólnum” í Reykjavík. Ég var nú aðallega notuð til að sauma perlur og pallíettur á kjólana og líkaði það ekkert sérstaklega og hætti um vorið. Svo veiktist mamma, var veik í tvö og hálft ár og þá var ég heima. Eins og Guðmundur er búinn að segja þér vann ég veturinn 1948-1949 í eldhúsinu við skólann á Laugarvatni, fór sumarið eftir í kaupavinnu til Helga, bróður hans í Laugarási og síðan í Húsmæðraskólann á Laugarvatni og var þar veturinn '49-'50. Það ár, 1950, giftum við Guðmundur okkur hjá borgardóm- ara í Reykjavík í sólskini og góðu veðri á Jónsmessu- morgni kl 11. Hann 35 ára og ég 23 ára. Við byrjuð- um að búa í Björkinni á Laugarvatni og þar bjuggum við þar til við fluttum í Lindarbrekku í desember árið 1951. Við keyptum húsið um sumarið og Guðmundur var að gera það upp þar til við fluttum. Það voru heilmikil viðbrigði að koma hingað í Laugarás. Fyrir austan og á Laugarvatni var rafmagn. Hér var ekki rafmagn. Ég þurfti að læra að elda á kolavél og olíueldavél og nota lampa. En gamla húsið var ljómandi fallegt og öll börnin ólust upp í þessu húsi. Ég var auðvitað heimavinnandi meðan Litli-Bergþór 30

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.