Unga Ísland - 01.12.1938, Qupperneq 22

Unga Ísland - 01.12.1938, Qupperneq 22
160 UNGA ÍSLAND — Nei, það er ekki hægt að geta svoleiðis vitleysu. Það er ekkert svo langt til. — Jú, sagði Skúli hróðugur, heim- urinn endar hvergi. — Nei, heimurinn, það vissi ég nú líka, en hann er nú bara hnöttur, sagði Bensi hálfskömmustulegur. Við getum farið allt í kringum hann, en það kæm- umst við nú aldrei á sleða samt. — En ef við létum t. d. hest draga okkur? spurði Skúli. — Alveg sama, drengur, við færum í sjóinn. Ójá, þetta hefði nú Skúli átt að vita og nú sárskammaðist hann sín, dreng tetrið. En það leið bros yfir andlit Bensa, kannske var hann dálítið ánægð- ur yfir sjálfum sér á þessari stund og nú sagði hann í föðurlegum tón: — Manstu, Skúli, þegar hún Sigga systir þín var einu sinni að segja okk- ur frá samgöngutækjum mannanna? Við höfðum verið að týna ber hér uppi í hlíð, en lítil ber fundið. Hún sagði okkur frá þeim samgöngutækjum, sem menn notuðu til þess að komast yfir sjóinn og kvaðst ætla að segja okkur seinna um samgöngutæki á landi. Manstu það? —- Ójú, eitthvað rámar mig nú í það, en þá voru við svo ósköp litlir, sagði Skúli. — Já, en hún hefir aldrei sagt okk- ur það samt, en nú veit ég þetta allt. Og mér datt þetta svona í hug út af því, sem við vorum að tala um áðan, og svo það líka, að það séu nú ekki allir, sem láta hesta draga sleðana sína. Til dæmis nota nú Lappar hreindýr og Grænlendingar láta hundana sína draga þá. — Hunda! át Skúli eftir, — Já, bara venjulega hunda. — Ekki trúi ég því, sagði Skúli, að hundar dragi sleða. —• Það er nú svona samt. Ég hefi lesið um það, Þeir draga bara margir sama sleðann. — Hvernig festa þeir sleða í hunda? Binda þeir þeim í rófuna? Bensi hló. — Nei, þeir nota til þess aktýgi. Þú lærir þetta allt næsta vetur, þá ferð þú í skóla. Skúli þagnaði. Mikið var það ann- ars, sem Bensi vissi. Eftir litla þögn: — Veistu, Bensi, hvað sjö sinnum sjö er mikið? — Það eru fjörutíu og níu. Ég kann alla litlu töfluna og stóru töfluna bi’áð- um líka. Þá gekk algjörlega fram að Skúla. Ég kann bara litlu töfluna, sagði hann, en nú get ég talið alla leið upp í þús- und. Bensi hló. —• Úr því að þú getur tal- ið upp í þúsund, þá geturðu líka talið meira, það eiJ enginn vandi. Ekki trúði Skúli því. Þarna sátu þeir svo, og maðurinn í tunglinu horfði á þá og glotti. — Heldur þú, að það sé satt, að maður sé í tunglinu? spurði Skúli. — Maður í tunglinu Sér er nú hvað! Nei, tunglið er bara hnöttur. — Ég hefi nú séð hann samt, sagði Skúli. Nú þýddi lítið að þræta við hann. Nú vissi hann hvað hann sagði. — Nei, þetta sem þú sérð, eru bara skuggarnir af fjöllunum þar. Þar eru mörg eldbrunninn fjöll. — Tunglið er nú samt lifandi, sagði Skúli. — Lifandi, tunglið! Hefurðu nokk- urntíma heyrt annað eins?

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.