Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 6

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 6
TÍMARIT ÞJÓÐBÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA Næst er Gunnbjarnarskerja getið í sambandi við hrakninga Björns Jór- salafara til Grænlands. Á hann sam- kvæmt sögunni, að hafa komið á heim- leiðinni (1387) við í Gunnbjarnar- skerjum eða Gunnbjarnareyjum, eins og ein heimildin nefnir þau; fann hann þar bygð svo stóra, að þeir töldu 18 bæi, en þorðu eigi að kanna. Sagt er, að hann hafi farið í Iand og hafi bóndi einn tekið honum vél, en svo vildi til, að þar var stúlka, sem í vísu varaði Björn við húsráðanda, brá hann þá við og sigldi hið skjótasta á burt. En þó auðvitað geti verið, að Björn hafi lent á austurströndinni, er þó þessi frásögn svo þjóðsöguleg, að ekkert er að henda reiður á hana. í vísunni er hús- ráðandi nefndur Gunnbjörn. Af öðrum seinni tíða sögum er sú merkust, er ræðir um Látra-Klemens, sem Björn á Skarðsá segir frá, og sagt er að sé frá enda 16. aldar. Klemens bjó á Látrum í Aðalvík; hann komst í málaflækur og sótti því í enskt skip til að sleppa úr klóm óvina sinna. Kvaðst hann þannig hafa komizt til Gunnbjarnareyja; af sæ voru þær ekki annað að sjá en sker og eyðihólmar, en við nánari athugun fundust þar grasgæði og nægð veiðiskapar, svo að þeir fy^ltu tvo báta, annan með þorski og hinn með geirfugli. Fleiri manna getur og Björn, sem hafi séð eyjarnar álengdar, og ennfremur að þær sjáist í beztu sjóarsýn frá Rít, sem liggur að norðan við mynni Isafjarðardjúps á skaganum milli þess og Aðalvíkur. En eitthvað mun það orðum aukið, því eigi mun mögulegt að c-já þar landa á milli. Hins vegar má kanske ráða það af skýjabólstrum, hvar land liggi og fjöll. Eins og sagan um Látra-Klemens bendir á, var það í mæli meðal íslend- inga, að ensk skip einatt færu til Gunn- bjarnarskerja. Eins kunna og Hol- lendingar að hafa sótt þangað. Jón Guðmundsson lærði segir um skerin, að þau séu sex eyjar allstórar útnorð- ur a'f Isafjarðardjúpi; þar ha'fi hol- lenzkur maður nýlega komið og séð tvær kirkjur. Líklega er þetta aftur- ganga aif sögunni um Björn Jórsala- fara og eitthvað biandað saman við sagnir, sem menn höfðu af íslenzku bygðunum á vesturströnd Grænlands. Það getur þó vel verið, að þeir, sem hafi komið nálægt eyjum við austur- ströndina, hafi séð eitthvað til Eski- móa, því að þeir bjuggu þá um þær slóðir. En þegar farið er að telja bæi og kirkjur í sambandi við það, þá er auðsætt að það eru sagnir en ekki sannindi. I íslenzkum annálum er þess getið, að árið 1 189 hafi Ásmundur kastan- rassi við 13. mann komið til Breiða- fjarðar frá Grænlandi úr Krosseyjum á því skipi, er seymt var trésaumi ein- um og bundið sinum; einnig hafi hann verið í Finnsbúðum. Þetta síðasta staðarnafn á að vera dregið af Finni Ketilssyni, systursyni Ólafs helga; er sagt, að hann hafi druknað þar með félögum sínum og krossmark venð reist ýfir þeim. Síðan hafi Ólafur konungur sent Lík-Loðinn eftir líki konungsfrænda og hafi hann flutt það tii Noregs. Þessa er getið í Tosta þætti tréfóts, sem nú mun glataður að mestu, en Björn á Skarðsá þekti þátt- inn og skrifaði upp úr honum. En svo lítur út fyrir, að þátturmn hafi verið skröksaga ein og því að engu nýtur sem söglueg heimild. Hins vegar er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.