Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 7

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 7
LANDAFUNDIR OG SJÓDERÐIR. 5 Ijóst af annálum, að nöfnin Finns- búðir og Krosseyjar hafi verið notuð að fornu um einhverja staði að líkind- um á austurströnd Grænlands. ívar Bárðarson nefnir Finnsbúðir og ástæð- una fyrir nafninu, en ekki segir hann neitt um Lík-Loðinn. Auk Krosseyja getur Ivar líka um Krossey, sem liggi fyrir austan Finnsbúðir og heyri undir Garðakirkju, því að þar sé ágætt til bjarnveiða. Samkvæmt seinni tíma sögnum eiga Krosseyjar að draga nafn af því, að fjórar stærstu þeirra myndi krossmark. Þær liggi vestur af mynni Breiðafjarðar, séu klettóttar og fullar af fugli, svo að Englendingar hafi tek- ið þar fugladún, er flaut þar á sundun- um og fylt marga sekki. Sagt er og að Eggert Hannesson hafi viljað fara þangað vestur, er hann bjó á Rauða- sandi, og taka eyjarnar til eignar eða afnota, en ekki hefir neitt orðið af því. I íslenzkum annálum er þess og get- ið, að fyrir vestan Island hafi fundist nýtt land 1285 og voru það Aðal- brandur og Þorvaldur Hélgasynir, er fundu það og nefndu Nýjaland; í öðr- um handritum er það kallað, að Dún- eyjar hafi fundist. Eiríkur konungur Hákonarson sendi mann til íslands til þess að fá menn til að rannsaka þetta land, en úr ferðinni varð ekkert. Ems og Gustav Storm hefir sýnt fram á, er hér víst einungis að ræða um austur- strönd Grænlands, eða eyjar meðfram henni1). Líklega hefir sendimaður konungs orðið þess áskynja, er hann kom til íslands og því ekkert orðið úr ferðinni. Kemur nafnið Dúneyjar vel !) Sjá grein hans ‘Om det i 1285 fra Is- land fundne “Nye Land”,’ í Híhí. TldsNkr. 2. R- VI. B. 1887, bls. 263—264. heima við söguna um Englendinga, er þegar var getið. Hvað sem nú satt er í öllum þessum sögnum, hvort það er meira eða minna, þá þarf enginn efi að leika á því, að frá elztu tímum hefir við og við verið farið milli Islands og austur- strandarinnar á Grænlandi, og þar mun eyja þessara vera að Ieita. Hins vegar er ekki auðvelt að ákveða ná- kvæmlega, hvar þær liggi, eða hvort þessi ýmsu nöfn eigi við einn og sama eyjaklasa eða fleiri. Til þess að leysa úr þeirri spurningu eru þeir auðvitað færastir, sem komið hafa til austur- strandarinnar á Grænlandi, enda hafa þeir og orðið til þess. Danski sjóliðsforinginn W. A. Graah, sem kannaði suðurhluta austurstrand- arinnar árin 1828—31, gat þess til fyrstur manna, að Gunnbjarnarsker væru einhverjar þeirra eyja, sem lægju fyrir sunnan Kap Dan eða suður af þeim hluta strandarinnar, sem síðar hefir verið kallað Angmagsalik-bygð- in. Höl'luðust menn þá alment að þeirri skoðun og flestir, sem um málið hafa skrifað síðan, hafa komist að líkri niðurstöðu. Nýlega hefir öldungur núlifandi Grænlandsfara, kommandör Gustav Holm, tekið þetta mál til ítar- legrar meðferðar í grein, sem birtist í Meddelelser om Grönland, 16. bindi (1918)2), og afhugar hann þar ná- kvæmlega allar sagnirnar um skerin og sérstaklega um stefnu til þeirra frá Is- landi. Margar sagnirnar benda til þess, að skerin liggi í útnorður af Isa- fjarðardjúpi. Það télur höfundur mjög ósennilegt, jafnvel ómögulegt, því að þá yrðu þau að vera þar á aust- 2) “Gunnbjörn-Skær og Korsöer”, bls. 289—308.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.