Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Qupperneq 11
LANDAFUNDIR OG SJÓFERÐIR.
9
orðið hefir um yngri Píning, verður
ekici sagt neitt með vissu, nema hann
sé sá maður með því nafni, er getið er
sem borgmeistara í Hildesheim 1522.
Gæti það vel verið, því að það er varla
öfi á því, að þeir frændur hafa verið
þýzkir, nafnið bendir á það og Pot-
horst, nafn félaga gamla mannsins, er
líka áreiðanlega þýzkt20).
Diðrik Píning kom til Islands á ó-
eirðartíma, en líklega hefir honum þó
þótt þar of kyrlátt og því ekki haldist
þar við, en dregist þangað, sem meira
var um að vera. Sjálfsagt hafa Is-
lendingar fengið að kenna á víkings-
eðli hans, en hafa þó kunnað að meta
dugnað hans, því svo segir Jón Gizurs-
son, að hann hafi verið gagnsamur
maður í mörgu og leiðrétt margt það
ilia fór, og færir því til stuðnings Pín-
ingsdóm 21); af því framanskráða
virðist þó efasamt, hvort gamli mað-
urinn hafi átt nokkurn þátt í honum,
nema þá óbeinlínis.
En nú skal víkja að sjóferðum Dið-
rik Pínings hins éldra og þá aðallega
að einni þeirri. I hinm stóru sögu
Norðurlanda eftir Olaus Magnus hinn
sænska, sem kom fyrst út í Róm 1555,
er þess getið, að á fjallinu Hvítserk,
sem liggur í hafinu miðja vega milli
Grænlands og Islands, hafi hafst við ár-
ið 1494 tveir alræmdir víkingar, Pín-
ing og Pothorst, ásamt félögum þeirra,
því að þeir hafi verið útilokaðir úr
mannlegu félagi af konungum Norð-
urlanda og gerðir útlægir vegna rán-
skapar og annara grimdarverka, er
þeir hafi framið á sjómönnum fjær og
20) Sjá annars um DitJrik Píning eldra
tvær greinar eftir Ludvig Daae í norsku
Hlst. Thlsskr. 2. R. III. Bd. bls. 234—245, og
3. R. IV. Bd. bls. 195—197.
21) Snfn til söt’ii ísl. I. bls. 660.
nær. Á tindi fjallsins hafi þeir gert
stóran kompás, með hringjum og lín-
um úr blýi og átti það að vera þeim til
leiðbeinmgar við rænmgjaferðir þeirra
á sjó. I bókinni er mynd sem sýnir
fjallið með kompásinum. Á sérstaka
kortinu af Islandi eftir Olaus Magnus,
sem kom út í París 1548, er Hvítserk-
ur líka sýndur með kompásinum og
þess getið, að þeir Píning hafi gert
hann sjómönnum til verndar. Það er
nú ekki sérlega trúlegt að þessir vík-
ingar hafi hafst þarna við lengi, því
að þeim hefir víst orðið fátt þar til
fanga. Eins og sjá má áf því fram-
anskráða um dauða Pínings getur
þetta ártal, sem Olaus Magnus gefur,
engan stað átt, og frásögn hans veik-
ist líka við annað skjal, sem nýlega
hefir fundist. Það er bréf frá Carsten
Grip, borgmeistara í Kiel, til Kristjáns
III. Danakonungs, dagsett 3. marz
155 1 22). Hann sendir konunginum
tvö heimskort, og getur þess jafnframt
að það ár hafi komið út í París kort áf
íslandi og af kynjum þeim, sem þar
megi sjá og heyra; þar sé frá því
skýrt, að Island sé helmingi stærra en
Sikiley, og að tveir skipparar Píning
og Pothorst, sem sendir voru af afa
konungsms, Kristjám I., eftir beiðm
konungsins í Portúgal með nokkrum
skipum, til þess að rannsaka ný lönd
og eyjar þar norðurfrá, hafi reist stórt
sjómerki á klettmum Hvitserk, milli
Grænlands og Snæfellsjökuls, og gert
það vegna grænlenzkra sjóræningja,
sem á litlum, kjállausum bátum ráðist
á skip og bori gat á þau að neðan og
sökkvi þeim þannig. Þessi ástæða
fynr sjómerkinu er heldur ekki serlega
22) GefitS út af Louis Bobé í DanMke
Manazln 5. R. VI. Bd. 1909, bls. 309—311.