Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Qupperneq 18
16
TtMARIT ÞJÓÐBÆKNISFÉLAGS ISLENDING4
inn á kort miðaldanna, og þar er jafn-
an, frá því snemma á 15. öld, land,
sem tengir norðurhluta skandinavíska
skagans við Grænland. Þannig hefir
þá myndast hugmyndin um Hafsbotn.
Leiti menn nú í norðurhöfum, að
landi, sem gæti svarað til Svalbarðs,
þá er eiginlega ekki völ á mörgu.
Nafnið bendir auðsjáarilega á strönd
meginlands en ekki eyju. Fyrir því
getur Jan Mayen varla komið til
greina; hafi fornmenn fundið hana,
hefðu þeir sjálfsagt komist að raun
um, að hún var eyja. Þeir Finnur
Magnússon og Rafn hugðu, að átt
væri við einhvern stað á austurströnd
Grænlands2), og héldu menn víst við
þá skoðun um hríð. En það er svo
2) Sbr. Grönlaiuls historiske Mindes-
mærker, 1845, 3. bindi.
hæpið, að skip hafi getað komist að
austurströndinni svo langt norðurfrá,
að það er næsta ólíklegt, að þar hafi
Svalbarð legið. Gustav Storm varð
því einna fyrstur manna til að geta
þess til, að Svalbarð væri Spitz-
bergen"). Og það er engan veginn
ómögulegt. Að vísu er all-langt frá
Islandi þangað, en í miklu suðvestan
roki hefði þó skip auðveldlega getað
rekið svo langt norður eftir. Hafa
flestir því í seinni tíð hallast að þessari
skoðun, meðal annara dr. Friðþjófur
Nansen, í hinni merku bók sinni um
lönd og sjóferðir á Norðuflöndum á
miðöldunum. En sannað verður þetta
ekki, því virðist ekki rétt að breyta um
nafnið.
3) Sjá grein hans “Ginnungagap í
Mythologien og Geografien”, í Arkiv för
nordÍHk filologi VI. 1890, bls. 340 ff.
E&fJúL sm&Kvæ'&i.
Efitir Guttorm J. Guttormsson.
Dansinn.
1 dan’ssál undir rafljóss og demants geislastaf,
I dans þeir gengu strengjaihljómi vaktir.
Svo hart þeir stigu dans, aS þeim hurfu klæSin af,
Og hispurslaust þeir dönsuSu’ allir naktir.
Svo léku þeir og dönsuSu út um allan heim,
Á ölllum strætum, torgum, gatnamótum(