Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 21
VERÐHÆKKUN
19
t>ví leyti hefir líklega hver einasti mað-
ur hækkað í verði. Og það er að vísu
anægjulegt. En hitt væri enn ánægju-
legra, ef við fyndum það með sjálfum
okkur, að við værum að hækka í verð
t>annig, að manngildi okkar væri að
aukast; ef ekki aðeins vinnan, sem við
leysum af hendi, væri að verða meira
virði, heldur og orðin, sem við tölum
°§ hugsanirnar, sem við hugsum; or
ef við værum smátt og smátt að verða
uieira virði fyrir mannfélagið.
Það er sjálfsagt hverjum vinnandi
manni ánægja að vita vinnu sína nú í
tvöföldu verði við það, sem áður var.
En ánægjulegra væri, ef við gætum
sagt um okkur, að orð okkar og lof-
°rð hefðu helmingi meira gildi en áður.
því að þá væri sannarlega manngild;
°kkar meira-
Einu sinm var lestamaður austan úr
sveitum staddur í Reykjavík, sem oft-
°§ hann var beðinn að koma við
^já manni í bænum til þess að taka
ref austur um leið og hann færi.
erðamaðurinn játaði því. En hon-
um VarS tafsamt að búa sig af stað og
Varð síðbúinn. Og í vastrinu gleymdi
hann bréfinu; mundi ekki eftir því fyr
en hann var kominn góðan spöl upp úr
ænum. Honum þótti ilt að hafa
rugðist loforði sínu, og bað sam-
erðamenn sína að taka af sér lestina
yneðan hann skryppi til baka eftir bréf-
lnu- En þeim þótti það óþarfi og
neituðu að bæta á sig lestinni hans.
ann varð því að halda áfram. Þegar
ne,'r.^°mu a áfangastað um kvöldið,
ýtti hann sér að ganga frá farangri
sinum og hestum og reið síðan ofan í
®inn aftur og vitjaði bréfsins. Þetta
sýnist nú lítilræði. Og maðurinn vissi
það ekki, hvort bréfið var neitt áríð-
andi. En honum var áríðandi að
standa við orð sín. Hann virti sjálfur
orð sín og loforð hátt. Já-ið, sem
hann hafði 'kveðið við því að bera
bréfið, var honum dýrt. Honum hefði
fundist hann lækka í verði, ef það
hefði reynst markleysa. Þegar hann
lagði upp úr áfangastaðnum morgun-
inn eftir, hefir hann að sjálfsögðu
verið þreyttari og syfjaðri fyrir tiltæki
sitt um nóttina. En manngildi hans
var meira fyrir bragðið. Hann komst
hjá þeirri niðurlægingu, sem í því er
fólgin, að vita sig hafa lækkað í verði.
Eg minnist á þetta af því að mig
langar til, að allir hugsi út í, hvað sann-
arlegt manngildi er, hugsi út í, hve
dýrmætt er að vita manngildi sitt vera
að vaxa, og hve ógurleg niðurlæginr
það væri, að vita sjálfan sig vera að
falla í verði. Mér þætti dýrtíðin mik-
ils verð, ef hún gæti mint menn á það,
að meta dýrt orð sín og loforð, sann-
færingu og samvizku- 1 hvert sinn.
sem við heyrum talað um verðhækkun,
ætti það að vera okkur hvöt til að
keppa eftir auknu manngildi sjálfra
okkar. Þegar einhver hlutur er seld-
ur háu verði, þá hljótum við að krefj-
ast þess, að hann sé einhvers virði, sé
a. m. k. ósvikinn. Þegar vinna o'kkar
er vel borguð, verðum við að gera þá
kröfu til sjálfra okkar, að vinnan sé
vel af hendi leyst. Það væri aumt, ef
drengskapurinn einn væri lágt metinn,
þegar alt annað hækkar í verði.
Ein af þeim lífsreglum, sem okkur
hafa verið gefnar, er sú, að varast ó-
þarfa eiða í daglegu tali. Flestir slík-
ir eiðar eru ljótur ósiður. Þó hefi eg
heyrt getið um emn eið, sem mér finst
til um. Eg hefi heyrt, að hann sé
tíðkaður hjá Madyörum í Ungverja-