Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Síða 24
22
TÍMARIT T>J ÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
til sín, það lýsir sér í orðum hans. En
það finnum við öll, að hærra hefir
Ingjaldur mátt meta manngildi sitt eft-
ir þenna fund, heldur en hinn. Annar
hækkaði í verði, hinn lækkaði.
Ef eg mætti vona, að dýrtíð sú og
óöld, sem nú stendur yfir, hefði slíka
verðhækkun í för með sér, — verð-
hækkun mannssálarinnar, — þá væri
gaman að lifa, því að sú verðhækkun
yrði 'þyngri á metunum en alt annað.
Sögulesturinn á íslandi hefir átt drjúg-
an þátt í því, að auka manngildi ís-
lendinga. A'f líkum dæmum og þessu,
sem eg nefndi, úr Gísla sögu Súrssonar,
eru sögurnar okkar fullar. Þar er
brugðið upp fyrir okkur hverri mynd-
inni annari fegurri af sannri göfug-
mensku.
En nú bregður upp fyrir hugskots-
sjónum mínum annari mynd, gagn-
ólíkri; mynd, sem eg sjálfur hefi séð.
I ungdæmi mínu voru til flakkarar á
íslandi, ýmiskonar auðnuleysingjar, og
stundum býsna einkennilegir. Einn
af þeim, sem eg þekki, var alveg ein-
stakur í sinni röð. Hann hét Jón
Repp, eða er kunnastur undir því
nafni- Hann hét reyndar Jón Jóns-
son. Hann var sveitungi minn, ætt-
aður úr því bygðarlagi á Suðurlandi,
sem í daglegu tali er kallað Hrepparn-
ir. Jóni þessum þótti nafn sitt og
föðurnafn heldur tilkomulítið og vildi
hvorugt láta heyrast. Hann tók sér
því ættarnafnið Repp, eftir sveitinni
sinni. En honum var líka lítið um
skírnarnafnið, vildi því ekki láta á-
varpa sig Jón Repp, heldur aðeins:
herra Repp. Hann var af góðu fólki
kominn, myndarlegu bændafólki, en
tók sig út úr frændliði sínu, þóttist of
góður til að vinna venjulega sveita-
vinnu, og lagðist í flakk. Mest þótti
honum varið í að umgangast ýmsa
“heldri” menn í Reýkjavík, sem drógu
hann sundur í háði og æstu upp í hon-
um hégómaskapinn, til þess að geta
hlegið að honum. Þeir léðu honum eða
gáfu honum uppgjafaföt af sér, sem
einhverntíma höfðu verið fínustu
spariföt. Og karlinn var ekki lítið
upp með sér, þegar hann kom í þeim
fötum heim í sveitina sína aftur. Þá
vildi hann láta taka sér svo sem hann
væri einhver velgerðamaður þjóðar-
innar, eða stórhöfðingi, bjóða sér til
stofu, og sitja marga daga í góðum
fagnaði á helztu bæjunum. Eg man,
hvað unglingum og gárungum var dill-
að, er þeir sáu hvernig Jóni Repp tókst
að leika stórhöfðingjana í lafafrakk-
anum og með tilgerðarnafnið. Það
var svo skoplegt að varla var unt að
verjast hlátri- Allir fundu, hve þetta
var lítilmannlegt, að keppa svo fasl
eftir því að sýnast annar en hann var.
og heimskulegt að ímynda sér, að
nafnið og fötin gætu vilt nokkrum
manni sýn.
íslenzkan er löngum orðheppin.
Hún á smellið orð um slíka menn. Þeir
eru kallaðir uppskafningar. Mér dett-
ur altaf Jón Repp í hug, þegar eg heyri
það orð nefnt.
Uppskafningar eru alstaðar til- Og
þið verðið að fyrirgefa mér, þó eg
segi ykkur, að eg hefi heyrt það nafn
nefnt í santbandi við suma Vestur-Is-
lendinga. Eg hefi heyrt getið um
menn, sem ekki eru alveg ólíkir Jóni
Repp, menn, sem vilja helzt ekki kann-
ast við ætterni sitt, vilja dylja þjóðerni
sitt. Þeir breyta nöfnum sínum, ekki
einungis föðurnafni, heldur einnip
skírnarnafni, á einhvern þann veg, að