Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 30
irMassoini,
Eftir Guíim. Árnason.
Að flestra dómi mun það vel við
eiga, að ársrit þjóðræknisfélags vors
Vestur-lslendinga flytji æfisögur sem
flestra merkra Islendinga, er dva'lið
hafa langvistum í öðrum löndum. Fyrst
og fremst hafa þeir menn oft verið ætt-
landi sínu til hins mesta gagns og sóma,
og í öðru lagi stendur það oss Vestur-
Islendingum næst að minnast þeirra,
t--------------------------------------v
Eiríkur Magnússon.
því að í vissum skilningi stöndum vér
allir í þeirra sporum. Hvort sem vér
afrekum mikið eða lítið, sem í minn-
um verður haft í framtíðinni, h'lýtur
það að einhverju leyti að tileinkast ís-
lenzku þjóðinni. Sá sannleikur er deg-
inum ljósari, að þjóðerni vort á mikinn
þátt í hvað vér erum og verðum.
Ágætismenn íslenzku þjóðarinnar, sem
erlendis hafa lifað, hafa verið taldir
Mendingar og hafa verið íslenzkri þjóð
til sæmdar. Það sem á við þá í þessu
efni á eins við oss, þótt vér fæstir get-
um staðið þerm jafnfætis. Þeir eru oss
fyrirmyndir og sönnun þess hvað Is-
lendingurinn í útlöndum getur unnið til
gagns fyrir heimaþjóð sína og ættland.
Sá maður, sem hér um ræðir, átti
óefað sæti meðál allra fremstu sona
íslands, sem erlendis hafa dvalið. Minn-
ingu hans verður haldið á lofti sem
fræðimanns, er vann mikið og þarft
verk í þágu íslenzkra bókmenta, og
einnig sem Islandsvinar. Þótt hann
dvéldi marga ártugi í öðru landi, var
hann ávált jafn einlægur og tryggur
vinur föðurlands síns til dauðadags.
Óllum þeim sem kyntust honum per-
sónulega, mun ljúft að minnast hans,
ekki sízt vegna þess, hversu hifclaust
og drengilega föðurlandsást hans kom
í ljós í hvert skifti og umræður hnigu
að íslandi og málefnum íslenzku þjóð-
arinnar.
Ef segja ætti æfisögu Eiríks Magn-
ússonar ítarlega, yrði það langt mál.
En b$eði er það, að mig brestur kunn-
ugleika tfl þess og svo mun rúm tak-
markað í ársritinu; Iæt eg því nægja,
að drepa á helztu æfiatriðin, en vildi
hafa mannlýsinguna, eftir því sem
hann kom mér fyrir sjónir við stutta
viðkynningu, þeim mun fyllri.