Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 35
EIRÍKUR MAGNÚlSSON
33
hún myndi ekki til þess, að Eiríkur
hefoi í annað sinn vísað manni á dyr;
enda munu fáir hafa orðið til þess að
reyna að vaða ofan í hann með öfgum
og ofstæki. Annars talaði Eiríkur mjög
lítið um trúmál, nema þá frá sögulegu
sjónarmiði. Hann tilheyrði engum trú-
málaflokki og gekk aldrei, eða sjaldan
í kirkju á síðari árum. En vel lágu hon-
um orð til allra’ sem börðust fyrir víð-
sýni í trúmálum.
Öðru máli var að gegna með stjórn-
málin; um þau talaði hann gjarnan.
Hann krafðist eindregið fulls sjálfstæð-
is fyrir ísland. Var það bæði hags-
munalegt og stjórnarfarslegt sjálfstæði
þjóðarinnar, sem hann bar fyrir brjósti.
Hélt hann því fram, að íslendingar
væru svo bundnir Dönum í fjármála-
Iegum efnum, að þeir gætu eigi orðið
þeim óháðir í neinum skilningi, fyr en
fjármál landsins væru komin í rétt
horf. Alt sem hann ritaði um banka-
tnál Islands var bygt á þessari skoðun.
Hagsmuna'legt sjálfstæði var í hans
augum sá hyrningarsteinn, sem alt ann-
að sjálfstæði varð að grundvallast á.
I enskum stjórnmálum fylgdi hann
frjálslynda flok'knum og mat mikils
hina miklu þjóðmálaskörunga Bret-
lands, sem barist höfðu fyrir þjóðfrelsi
°g á móti áfturhaldi. Yfir höfuð var
hann mjög frjálslyndur og víðsýnn í
öllu er að mannfélagsmálum laut.
Hversdagslega var Eiríkur gleði-
utaður mikill á heimili sínu, og enginn
dagur leið víst svo, væri hann annars
á fótum, að hann gerði ekki heimafólki
sinu eitthvað til skemtunar. Þau hjón-
tn telfdu kotru á hverjum degi nokkra
stund eftir miðdagsverð. Var mér sagt
að það væri gamall siður, sem þau
mjög sjaldan brygðu út af. Aðrar
skemtamr voru helzt spil, samræður og
skemtigöngur út á Iandábygðina um-
hverfis Cambridge. Heimilislíf hans
var mjög kyrlátt, þótt margir heim-
sæktu hann. Þegar eg kyntist honum
voru þar, auk hjónanna, 2 frænkur frú
Sigríðar, Sigríður Sigurðardóttir Gunn-
arssonar, systurdóttir hennar, og Sig-
ríður Einarsdóttir, bróðurdóttir henn-
ar. Höfðu þau boðið þeim til sín til
dvalar og voru þeim sem foreldrar.
Mörg önnur skyldmenni þeirra hjóna
höfðu dvalið hjá þeim tímum saman,
og einn bróðurson Eiríks, Magnús Mag-
nússon, sem nú á heima í Bandaríkjun-
um, ólu þau upp. Gestir Eiríks voru
einkum útlendingar sem til Cambridge
komu. Islendingar, sem komu tii Eng-
lands, heimsóttu hann oft og fjölda
margir aðrir. Var öllum tekið með ein-
stakri alúð og var Eiríkur jáfnan reiðu-
búinn að veita útlendingum alla þá að-
stoð, sem hann gat, einkum ef þeir
voru námsmenn. Var það þeim mikil
hjálp, að hann gat talað við þá flesta
á þeirra eigin tungu, og ekki var hætt
við að þeim leiddist lífið meðan þeir
voru í návist við hann. Á síðustu árum
tók hann orðið lítinn þátt í félagslíf-
inu, en marga góða vini átti hann í
Cambridge, sem voru tíðir gestir hjá
honum. Meðal þeirra voru Dr. Dutt,
indverskur læknir búsettur í Cambridge
og kona hans, sænsk að ætt; Farren
málari og fjölskylda hans, gamlir vin-
ir þeirra hjóna; prestur nokkur Ker-
mode að nafni og kona hans; tvær
systur, Kennedy að nafni, kennarar og
kvenmentunarfrömuðir, og fleiri. Á
sumrin dvaldi Eiríkur oft um tíma á
Frakklandi hjá vini sínum, Hyde að
nafni, enskum manni búsettum þar.
Oft ræddi Eiríkur um skáldskap.