Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 36
34
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÆLAGS LSLENDINGA
Hafði hann lesið fjarskann allann af
skáldver'kum og kunni vel að meta
gildi þeirra. Hann hafði mikla ánægju
af að lesa upphátt fyrir aðra kvæði
eftir uppáhaldsskáld sín og oft las hann
fyrir heima fólk sit't sínar eigin þýð-
ingar og annað er hann ritaði. Af út-
lendum skáldum mun hann hafa hald-
ið mest upp á Runeberg, Byron, Heine
og Swinburne og af íslenzkum skáldum
héld eg að Benedikt Gröndal, Stein-
grímur Thorsteinsson og Einar Bene-
diktsson hafi verið honum kærastir.
Gröndal var fornvinur hans og þeirra
hjóna beggja. Áttu þau eigin handrit
Gröndals af “Tólf álna langt og tví-
rætt kvæði”, sem hann orti til frú Sig-
ííðar, er hún var ung stúlka og gaf
henni í afmælisgjöf. Handritið var
vafið upp á kefli og var tó'lf álna eða
tuttugu feta langt. Af íslenzkum skáld-
sagnahöfundum þótti honum mest var-
ið í Jón Trausta. Það lætur að líkind-
um að maður, sem jafn mikið hafði
lesið og jafn vel var kunnur bókment-
um margra þjóða og ritaði þar að auki
mjög hreint og fagurt mál sjálfur, hafi
haft vit á að dæma um skáldskap. 1
hans augum var skáldskapurinn hst,
sem er næstum of háleit og fögur til
þess að vera gerð að búningi nokkurra
hversdags hugsana. Fór hann ómjúk-
um orðum um sumt, sem kallast skáld-
skapur, en sem honum fanst lítið hafa
að geyma af því sem gefur verulegum
skáldskap ævarandi gildi.
Þrátt fyrir það þótt Eirfkur væri bú-
inn að vera nær 50 ár á Englandi, var
hann þaulkunnugur öllu sem var að
gerast á fslandi og fylgdist nákvæm-
lega með flestum málum þar.
Hann var íslendingur fyrst og seinast.
Vel kunni hann við sig á Englandi og
ekki fýsti hann að flytja til íslands,
þótt hann ynni landinu. Fanst honum
að sumir þar heima héfðu eigi skilið
sumar tíllögur sínar um landsmál sem
bezt og eigi viljað unna sér sannmælis.
Var honum fremur þungt í skapi til
þeirra manna, en var þó fús til sátta
við mótstöðumenn sína, því hann var
allra manna göfuglyndastur. Á Eng-
landi naut hann virðingar og vináttu
fjölda margra ágætismanna. Hann var
viðurkendur sem fræðimaður, og sýndi
háskólinn í Cambridge honum þá virð-
ingu að veita honum meistara náfnbót.
Margir, sem vildu nema íslenzku og
kynnast íslenzkum bókmentum, leituðu
til hans og kendi hann mörgum. Þegar
hann sagði af sér bókavarðarembætt-
inu, er hann gat ekki gegnt því lengur,
sökum lasleika, voru honum veitt eftir-
laun, sem nægðu honum meðan hann
lifði.
Frú Sigríður kona Eiríks, var stór-
merk kona. Hún var honum samhent í
því að gera heimilið skemtilegt og að-
laðandi. Var hún rausnar kona og vildi
láta alt vera sem myndarlegast er til
hennar kasta kom. Hún var dugnaðar-
kona með afbrigðum og fór í löng og
erfið ferðalög fram á síðustu ár. Up~
eitt skeið lét hún sér mjög umhugað
um mentun kvenna á íslandi og átti
góðan þátt í að þar var stofnaður
kvennaskóli, þótt aðrir fengju mestan
heiðurinn af því. Einnig var hún ó-
þreytandi í því að útbreiða þekkingu á
fslandi og íslenzkum handiðnaði á Eng-
landi og víðar. Fór hún til Ameríku
og dvaldi þar lengi, flutti fyrirlestra
um fsland og vakti athygli fólks á því.
Hún tók drjúgan þátt í kvennfrelsis-
málinu og ýmsum öðrum framfarar-
málum og vann að öllu, sem hún tók