Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 37
EIRIKUR MAONtJlSSON
35
sér fyrir hendur, með mesta áhuga og
elju. Ýmsir urðu til þess að veita til-
raunum hennar eftirtekt og sýna henni
viðurkenningu, þar á meðal Victoría
drotning, sem sendi henni ljósmynd af
sér með eiginhandar kveðju. Því miður
voru sumir Islendingar heima því mót-
fallnir, að hún sýndi íslenzka muni í
öðrum löndum, og gerði einn íslenzkur
blaðamaður mjög óverðskuldaða árás
á hana fyrir það. En langt er orðið
síðan, og væri slíkt þröngsýni næstum
óhugsandi nú á dögum.
Frú Sigríður hfði þrjú ár eftir dauða
manns síns. Fluttist hún til Danmerkur
og dó þar. Var hún orðin farin að
heilsu, enda var hún komin á háan ald-
ur. Systurdóttir hennar, sem áður er
nefnd, var hjá henni þangað til hún dó.
IÞirJtö. K.vsg<S)i0
Eftir Jakobínu Johnson-
íslenzk arfleifð.
Þú ástkæra land minna áa,
umgirt af ihafinu bláa,
meS kórónu jöklia, sem byrgja’ inni bál,
þín hugSnæmu 'ljóðin mig hylla
og hjarta mitt eldmóSi fylla.
—— Þau eru þín ódauðleg sál.
ÞaS facSir minn forðum mér kendi,
og fast það í sál mína brendi
með kærleikans eldi’ er í augum hans skein:
“Ef varðveitir arfleifð þíns anda,
þér ekkert í heimi má granda, —
— og dauSinn er dagrenning ein.”