Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 41
TVÆR SÖGUR
39
og þau urðu að fá sveitarstyrkmn. —
Alveg orðin kærulaus, hvernig hún
fékk hlutina. — Farin að tala svo leið-
inlega um fólk — hún, sem hafði ver-
ið svo frábærlega orðvör. — Ef til
vill hefðu þau ekki farið á sveitina.—
Það var annars undarlegt, hvernig
flestir urðu, sem fengu sveitarstyrk.
Slæmt að geta ekki fundið annað fyr-
irkomulag. — Hver var nú að rjála
við hurðina?”
Hún opnaði hurðina og leit fram.
— “Komdu inn, rýjan mín.” Hún
kipti Bjarnasínu Villa volaða inn fyrir
hurðina. — “Hvaða ósköp ertu kulda-
leg, skinnið mitt. Tyltu þér við ofn-
ínn og verndu þig.”
Sípa settist við ofninn, og lagði blá-
rauðar kuldapollahendurnar utan um
kaffikönnuna. Hún var föl og veiklu-
leg, ekki stærri en átta ára barn, þó
hún hefði þrettán vetur að baki sér.
Hvernig líður heima hjá þér, tötr-
ið mitt?”
Sami aumingjaskapurinn. Gummi
hefir kuldapolla á öllum tánum; Stína
^eð þetta gamla hné-sár, sem aldrei
ætlar að gróa; Solla með innantöku;
mamma ósköp slæm í taugunum, og
pabbi með gigt eins og vant er.” —
Hún einblíndi á jólaköku-sneiðina,
sem Geirfinna hafði leift. Þóranna sá
augnaráð hennar, rétti henni sneiðina,
helti í kaffibolla og sagði henni að
svolgra það í sig.
Mamma beiddi fjarska vel að
heilsa þér,” sagði Sína um leið og hún
Þlés á kaffið. — “Eg var nærri búin
að éta ofan á kveðjuna.”
Bless’ana,” svaraði Þóranna og
stak hnyklinum í handarkrikann.
Stína ræskti sig: “Þú hefir vænti
eg ekki skotthúfu til sölu?”
“Selja!” hugsaði Þóranna. Það
var auðvitað, hvað það þýddi, þar
sem Villa volaða fólkið átti hlut að
máli — í beinan karllegg komið af
beiningamönnum.
“Það á að jarða ömmu heitina á
fimtudaginn kemur.” — Sína sleikti
af fingrunum og setti bollann á borð-
ið. — “Húfan hennar mömmu er græn
og melétin — eg er hérna með aura
fyrir húfu, ef ske kynni að þú hefðir
eina, sem e'kki væri mjög fjarska lítil.”
Þóranna varð svo hissa, að hún
misti lausaprjóninn á gólfið. — “Eg
hefi eina 'hérna, sem eg held að passi.”
“Hún kostar krónu tuttugu og
fimm. Sigga í Gummabúð sagði
mömmu það.” — Sína seildist ofan í
vasa sinn, dró upp óhreina tusku, sem
einhverntíma hafði verið vasaklútur
Það var hnúður á einu hormnu.
Þóranna reif fjórðapart af “Sand-
fjarðartíðindum, vafði utan um húf-
una og fékk henni.
Sína leysti klútshornið, tók tvo tí-
eyringa og einn fimmeyring og rétti
að Þórönnu.
“Mamma bað þig að líða sig um
það, sem á vantar. Hún sagðist
skyldi alveg áreiðanlega borga þér
það eftir miðsvetrarferðina. Pabbi
bryngjar altaf úti í skipin þegar þau
koma, eins og þú veist. Og svo
beiddi hún mig að spyrja þig að,
hvort þú gætir ekki lánað sér eina
kaffi-hitu, og duggunar litla körtu af
rót. — Pabbi ætlar að reyna að krýja
pund út úr konsúlnum á morgun. —
Hún sagðist skyldi —”
“Því ekki það! ” hugsaði Þóranna
meðan hún tók til það, sem um var
beðið. — “Þú þarft ekki að skila því
aftur — segðu mömmu þinni það.”