Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Síða 43
TVÆR SÖGUR
41
verið vel til þín, síðan við gengum til
spurninganna.”
“Eg gleymi því aldrei, hvað þú
varst mér góð, þegar hún mamma sál-
uga lá banáleguna,” svaraði Þóranna
um leið og hún hristi úr skúffunni of-
an í könnuna.
“Mig hefir oft langað til að segja
þér það, hvers vegna mér er svo v$l
við þig síðan — þú trúir því kanske
ekki — en það var af því þú stríddir
mér aldrei á Sigga í Gunnhildarbæ.
Allar hinar stelpurnar — fermingar-
systur okkar — gerðu það.”
“A honum Sigurði sáluga manninum
þínum?”
“Já, auðvitað. Þig hefir líklega
aldrei grunað það, að eg trúlofaðist
þegar eg var fimtán ára? — Nei, eg
hélt það. — Það er svo langt síðan,
að eg get vel sagt þér, hvernig það
gekk til. — Við gengum hérna út með
hlíðinm, fagurt vorkvöld. Það var
vorið eftir við fermdumst. Við töl-
uðum fátt — þú manst að Sigurður
sálugi var ekki margmáll. — Þegar við
komum út að Gideonskoti — þar sem
rústirnar eru núna — fór hann út af
götunni og sneri upp til fjallsins. —
“Hvert ætlarðu?” spurði eg — “við
verðum að flýta okkur heim; annars
verður undrast um okkur.” En hann
svaraði ekki, heldur tók þegjandi um
hönd mína og hálfleiddi mig — þú
manst það er á fótinn. — “Heyrðu!
Hvað ætlarðu að gera upp í fjall?”
“Eg ætla að sýna þér lambagras-
þúfu, sem eg fann í gær.”
“Eg veit ekki, hvernig á því stóð;
eg fékk dynjandi hjartslátt.”
“Hérna er hún! Er hún ekki
falleg?” spurði hann og horfði á hár-
ið á mér. — “Og ilmunnn, fyndu! ”
Hann grúfði sig niður, svo varir hans
snertu hálf-útsprungin lambagrösin. —
“Fyndu!” endurtók hann. Eg lagð-
ist á knén og dró að mér vorilminn.
Þegar eg leit upp mættust augu okk-
ar, og vissan um að það yrði aðeins
eitt, sem aðskildi okkur, sendi blóðið
upp í kinnarnar á mér. — Viltu ekki
kveikja, Nanna mín?”
“Fyrirgefðu, hvað eg helti fullan
bollann; eg er eitthvað svo skjálf-
hent.”
“Ekki fer þér aftur með kleinu-
gerðina. Hvergi fæ eg aðrar eins
kleinur eða vöflur, eins og hjá þér. —
Hvað eg vildi segja en ekki þegja:
Hefirðu nokkurntíma prjónað lang-
sjal?”
“Langsjal! Nei.”
“Nú eru hyrnurnar að detta úr sög-
unni og langsjölin að verða tízka.”
“Eg hefi heyrt svo sagt. — Þó hefi
eg selt fjórar hyrnur í vetur, og er ný-
búin að prjóna tvær, sem eg hefi von
um að selja. Minsta kosti hélt Sigga
í Gummabúð það, — einar þrjár spurt
um 'hyrnur eftir að hún seldi þá síð-
ustu.”
“Á eg annars ekki að kenna þér að
prjóna langsjal? Eg er hérna með eitt
ihálfprjónað. Þú verður ekki lengi
að læra það ef eg þekki þig rétt.”
“Það var eins og eg hélt, þú varst
ekki lengi að læra það. — Nei! Er
orðið svona framorðið — nærri kom-
inn fundartími. Eg er varatemplar,
og reyni ætíð að koma áður en fund-
ur er settur. — Það er víst ekki til
neins að nefna það, að fá þig í stúk-
una? Eg er búin að gera það svo
oft, en: “Eg skal aldrei, aldrei, aldrei
gefast upp, nei, nei,”. -— Hver veit!”