Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 45
TVÆR SÖGUR
43
árin síðastliðnu, -—- tvö þau fyrstu,
sem enn voru aum viðkomu—einkum
fyrsta árið.—Hún hafði beðið og von-
að — vonað og beðið. — Svo fregn-
in um giftingu hans. — Og fleiri Merk-
isteíns-minningar komu óboðnar. —
Drukknun hans — og nokkru síðar
dauði ekkju hans á barnssæng.
“Gott kvöld í bæinn!”
Þóranna hrökk saman. -—- “Gott
kvöld, Sigmar. Þú ert seint á ferð.”
“Læt eg það nú vera — klukkan
eitthvað átta. Má maður tylla sér?”
“Gerðu svo vel. — Hvað segir þú
í fréttum?”
“í fréttum? Hvað heldurðu að
sjötugt karlhró segi í fréttum? —
Hvar má eg spýta?”
“Spýttu í kolafötuna — hún er
þarna rétt hjá þér.”
“Eg veit þér er ekkert um tóbaks-
spýtandi karla gefið, það er svo hreint
og snyrtilegt hjá þér — og þú sjálf
eins og kirkjubúin — svo hrein og til-
háldssöm, jafnvel þegar þú gengur á
reitana. Þú hlýtur altaf að vera að
skúra og snurfusa. — Hm! hefir þú
volgt á könnunni?”
“Þú ert ekki búinn að tapa lyst-
inni — eg skal undireins gefa þér
dropa “Hugljúf” stendur á ofnin-
um.
“Gef mér það svart og kandísmola,
ef þú hefir hann. — Nei, fyrir alla
muni, gef mér ekki í þessu blola-krá-
déli. Ertu búin að brjóta spilkom-
una, sem hann pápi þinn sálugi drakk
ur?
“Hérna er spilkoman, heillakarlinn.
Og vertu nú ekki svona önugur!”
Sigmar gamli sötraði kaffið. —
“Hm. Nú eru nærri tuttugu og átta
vikur síðan hann pápi þinn sæli dó.
Guð veri sálu hans náðugur. — Oho,
oho, mér finst það vera tuttugu og
átta ár. — Hum, Hum, nú erum við
farnir að fækka, gömlu hásetarnir
hans Skipper Berg. ■— Ojæja, þetta er
vegurinn.”
“Var ekki pabbi sálugi tólf árum
eldri en þú?”
“Ellefu vetrum. — Hefirðu tóbaks-
fjölina hans við hendina?”
“Ertu farinn að taka í nefið?”
“Ónei, eg hefi ekki gert það í sjö
og tuttugu vikur. — Hvar er fjölin?”
“flérna! ”
“Hefirðu ekki krítarmola á glám-
bekk?” Sigmar lagði fjölina á hvolf
yfir kné sér.
“Þú ert eins og rellóttur krakki,”
sagði Þóranna góðlátlega um leið og
hún tók krítarmola upp úr borð-
skúffunni. “Hvað ætlarðu að fara
að kríta?”
“Refskák hérna á fjalarbotninn, og
tefla við Thomsen. Hér er tófan.
Hann pápi þinn sæli smíðaði hana úr
ýsuklumbu. Þeir eru ekki að því
núna, ungu mennirnir, — alt úr búð.
alt keypt. Hérna eru kvarnirnar —
bærileg lömb. Altaf mátaði pápi
þinn mig. Manstu það? — Nú ætla
eg að sjá hvað Tómur gerir. —Hum,
hvaða fólk hefir komið hingað í dag?”
“Fyrst kom Finna Davíðskona —”
“Auðvitað til að snýkja, eins og
vant er.” — Sigmar Spýtti um tönn.
“Hún kom til að kaupa sjóvetlinga.
— Keypti þrjú pör.”
“Keypti Geirfinna Davíðs þrjú pör
af sjóvetlingum? — Borgaði út í
hönd? — Nú er eg viss um að það er
von á stórtíðindum — konungsdauða,
landskjálfta eða stórslysi á sjó!”