Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Síða 46
44
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISrÉLA;GS ÍSLENDINGA
“Nei, hún hafði ekki peninga hand-
bæra, greyið. Hún borgar það bráð-
lega,” svaraði Þóranna með afsökun-
arkeim í röddinni.
“Þér er ó'hætt að setja það í dálk-
inn: “Tapaðar skuldir”, eins og kon-
súllinn gerir. — Hum, hum, mig grun-
aði það. Komu ekki aðrir?”
“Jú, Sína litla og —”
“Sína? Þó ekki vænti eg fyrsta-
bekkjar gersemin hans Villa volaða?”
“Jú, Bjarnasína hans Villa.”
“Hvað var hún að snýkja?”
“Svo sem ekki neitt. Heldurðu að
enginn komi hér nema til að snýkja?”
“Svo sem ekki neitt Segðu mér nú
annað. — “Hjálpaðu mér, elska, um
dullítið af kaffi og rót, dugunarlítið
af grjónum og hveiti, hyrnu-skufsu
og —”
“Svona hættu nú þessum ýkjum.
Hún fékk kaffihitu og eina skotthúfu,
sem hún að nokkru leyti borgaði —
það var alt og sumt.”
“Á sama ætti mér að standa, Þór-
anna, þó þú gæfir úr þér augun og
færir á sveitina. -— Það er ekki eins og
mér komi það við. — Þú steinþegir.
Því rekurðu mig ekki út fyrir afskifta-
semina? — Hum, hum, mér datt það
svona í hug, að hann Hrólfur litli og
hún Þóranna nafna þín hefðu ekki
gott af því, sem þú ryður í Villa-
dótið.”
“Hefirðu fengið bréf frá Þuríði?”
Þóranna hætti að prjóna.
“Auðvitað hefi eg fengið bréf frá
henni,” svaraði Sigmar önuglega. —
“Eg er ekki vanur að koma án þess
að hafa erindi.”
Þóranna draup höfði og brosti. Sig-
mar hafði verið heimagangur þar í 20
ár. “Hvernig líður Guðríði og börn-
unum?”
“Sæmilega — svona eftir ástæðum.
Hún er að hugsa um að koma hingað
með börnin.”
“Koma hingað með börnin!” end-
urtók Þóranna, og andlit hennar ljóm-
aði af gleði.
“Vertu nú ekki vond út af því, sem
eg ætla að segja þér — viltu lofa mér
því?”
“Vond! ”
“Já, vond sagði eg. Það væri
auðvitað eðlilegt, að þú yrðir ill. —
Eg skrifaði henm með jólapóstinum —
með krónunum, sem þú sendir. Eg
hélt áfram, eins og gefur að skilja, að
ljúga því að henni, að peningarnir
væru frá mér. Eg skrifaði henni,
sagði eg — og sagði henm það hreint
út, að mér væri ómögulegt að hjálpa
henni, þegar hún væri svona langt i
burtu. Ef hún vildi að eg hjálpaði
henni til að koma börnunum á legg
þá yrði hún að koma hingað. — Hún
skyldi samt ekki trúa því, ef einhver
spýtti því í hana, að eg væri ríkur —
það væri langt frá því. En ef hún
kæmi, skyldi eg reyna að sjá um að
þau syltu ekki. Láttu nú ekki fjúka
í þig! — Eg sagði henni að Þóranna
frænka mín ætlaði að lofa þeim að
vera, að minsta kosti fyrst um sinn.—
Hu, hum, þú ert búin að vera frænka
mín í 20 ár, eða jafnlengi og eg er
búinn að vera uppeldisbróðir afa
hennar Guju. — Skammaðu mig nú
ekki; segðu mér heldur að snáfa.
“Það má nú til sanns vegar færa
-—- frændsemina. Við erum fimm-
menningar. Þingeyingar myndu ekki
h’ka við að kalla fimm-menninga