Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 48
46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÆLAGS ISLENDINGA
Gummabúð það. — Ertu ánægð með
fimtíu krónur?”
“Fimtíu krónur! Sigmar ertu —”
“Hana! Hérna eru tíu nýjir Lands-
banka-sneplar.”
“Og svo sendirðu þær með síman-
um á morgun, svo það sé áreiðanlegt
að Guðríður geti komið með miðsvetr-
arferðinni. — Æ, hvað er eg að segja!
Það er ekki eins og mér komi það við,
hvað þú gerir við aurana þína — sér
er nú hver horngrýtis afskiftasemin! ”
Þóranna handlék seðlana brosandi.
“Þóranna! Eg fór til sýslumanns-
ins í morgun!”
“Sýslumannsins! ”
“Já, eg sagði sýslumannsins. Lél
hann krota það á blað, að eg gæfi
Hrólfi litla hússkrokkinn, bátskriflið,
og ef eitthvað kynni að verða eftir í
bókinni, þegar eg fer héðan. Þór
önnu litlu gaf eg jarðarpartinn —
bjóst við að þú mundir muna eftii
henni, úr því hún heitir utan í þig —
án þess eg ætli nú að fara að skiftc
mér af þínum gerðum. Hefi eg nokk-
urntíma sagt þér það, að Guja lætui
snáðana litlu kalla okkur afa og ömmi
á Sandfirði?”
“Amma! Amma mín góð!”
“Hana! Þar tókst mér að krós
refinn, Þóranna — aldrei fór þa?
*»
svo.
En Þóranna heyrði það ekki. Húr
sat og hélt að sér höndum — var að
hugsa um, hvernig það mundi láta í
eyrum að vera kölluð amrna.
Allar leiðir enda ekki í Róm.
Alexander mikli hafði fyrir löngu
safnast til feðra sinna. — Pétur mikli
sömuleiðis. En nafni hans — Pétur
Oddsson frá Miklabæ — af ýmsum
kallaður Pétur mikli — hafði ekki
komist að niðurstöðu um, hvort heldur
hann ætti að stefna vissum mönnum
fyrir uppnefni, eða taka sér ættarnafn-
ið: Miklon. — Menn voru ekki á eitt
sáttir, hvort telja ætti “ófriðinn mikla”
á enda, því enn var barist á ýmsum
stöðum í Rússlandi, og Gabríel Itala-
skáld hafði farið að dæmi Jörundar
sáluga Hundadagakonungs: tekið
Adríahafs-Reykjavík herskildi. — En
eitt var víst: Útsalan mikla hjá Kjal-
da'l í Reykjavík við Faxaflóa, var á
enda; og Sigurður — deildarstjórinn
í vefnaðarvörudeildinni — sneri lyklin-
um í að innanverðu, varpaði mæðilega
öndinni, og beiddi “stúlkurnar sínai
blessaðar” að laga svolítið til, áður er
þær færu. Því — eins og hann komsi
að orði — búðin væri líkust því, að
skollinn hefði verið á ferðinni og snú
ið öllu við, með öfugum klónum.
“Það er merkilegt fyrirbrigði,’
sagði Hansína Hermanns við Sólrúnu
Daðadóttur — um leið og hún tók upp
bút af stúfasirzi, sem troðist hafði nið
ur í gólfið — “hvað fólk getur verið
gráðugt í allskonar drasl, á þessuir
svokölluðu útsölum. Eg hefði ekki
viljað eiga neitt af því, sem eg hefi
selt í dag — þó eg hefði fengið það
“gratís” fyrir ekki neitt, eins og hafl
er eftir Grímseyjar-konunni. —Hvað
heldur þú til dæmis sé hægt að gera við
tæplega hálfan meter af bunkabrunnu
skyrsíu stumpasirzi?”