Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 50
48
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNLSFÉLAGS ISLENDINGA
þó þú værir úti alla nóttina. — Jæja,
nú verðum við víst að fara.”
Þegar Sólrún kom út, beið Hansín?
fyrir utan dyr nýlenduvörudeildarinn-
ar, og barðist við regnhlífina, sem
vildi fyrir hvern mun snúa út á sér
ranghverfunni.
Sólrún saup hveljur. “En hvað
hann getur verið kaldur!” Það fór
hrollur um hana, hún þrýsti sjalinu bet-
ur að hálsinum. “Er þér ekki kalt,
Hansa,”
“Nei, ónei. En það er ekki að
marka, eg klæði mig með svolítilli
skynsemd, er í ullarbol og tvennu. —1
Blessuð vertu, eg veit að það er dóna-
skapur, að kalla þessar flíkur annað en
“undirföt”. — Svo sef eg átta stundir
á hverjum sólarhring, og dansa mig
ekki dauð-uppgefna tvisvar í viku.”
“En hvað þú getur ýkt, góða Hansa!
Hvenær hefi eg dansað tvisvar í viku?’
“Eg man ekki betur en að þú værir
suð’r í Firði fyrsta sunnudag í einmán-
uði, og á einhverju skralli hér næsta
laugardag.”
“Ó, bara í það eina skifti. Góða,
bezta Hansa, maður er ekki ungur
nema einu sinni.”
“Nei, maður er ekki ungur nema einu
sinni! ” — Hansína hló kuldahlátur.
“Og ungdómurinn getur — eins og sag-
an í “Fréttum” — hætt í miðju kafi.”
“Þú ert svo hræðilega svartsýn og
gamaldags. — Hætt í miðju kafi!
Hvaða dylgjur eru það nú?”
“Eg meina bara það, að hún Hansína
mín vildi ekki kaupa hlutabréf í stúlku
sem aldrei fær hálfan svefn, stúlku sem
svelgir skippund af ryki vikulega,,
stúlku sem gengur ber ofan á bringu.
sem hefir baðmullar hýalín næst sér og
lérefts —”
“Amen, hallelúja!”
“Eg veit svo sem, að eg ætti ekki
að vera að skifta mér af, hvað þú ger-
ir, Rúna; en það er eins og eitthvað
reki mig t’l þess, jafnvel þó eg viti að
það endi með því, að þér verði illa
við mig fyrir afskiftasemina. — Manm
getur svo hæglega orðið illa við fólk,
sem vill manni vel- — En eg hefi of-oft
séð, hvar stúlkur lenda, sem -—- sem
skemta sér á þína vísu. Sumar hafa
farið í hundana, en aðrar að Vífils-
stöðum.”
“Vífilsstöðum! ”
“Já, eg sagði Vífilsstöðum, þú fyrir-
gefur. — Ef eg hefði gengið með kvef
í þrjá mánuði; ef eg þyrfti að taka
sauma úr pilsstrengjunum mínum; eí
eg liti út eins og nýdiefluð flaggstöng
— ef eg hefði ekki hálfa lyst, og yrði
gagndrepa af svita á hverri nóttu —
eg myndi í það minsta gera tilraun til
að ganga í sjúkrasamlagið. Já, eg
meina það. — Eg vona að Guðríður
hafi munað eftir að kaupa í soðið fyrir
okkur,” bætti Hansína við, um leið og
hún gekk þunglamalega upp bakstigc
á húsi við Bræðraborgarstíginn. Þær
leigðu þar í sameiningu norðurherberg’
undir súð.
Ofninn hafði roðabletti, og stór ýsa
lá á kassanum fyrir utan dyrnar.
“Það er ekki að tala um það; eg
verð að klára kjólinn á Mundu Guðríð-
ar í kvöld. Það hefir komið sér vel
'fyrir mig, að eg lærði að halda á nál,
áður en eg fór í Kjaldals búðina, ann-
ars mundum við oftar koma að köld-
um kofunum, —- Guðríður er bezta
manneskja, hvað sem hver segir. —
Taktu af þér sjalið, farðu úr skónum
og legðu þig upp, meðan eg sýð ýs-
una.”