Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 52
50
TIMARIT RJÓÐRÆKNLSTÆLAGS ISLENDINGA
“Þú ert nú ætíð jafn skáldlegur og
hnyttinn í svari.”
“Skáldlegur! Finst þér það. Ann-
ars er nú skáldskapur yfirleitt hrem-
asta della, og skít og vanþákklæti fá
þeir, sem leggja þá iðn fyrir sig, og
finst mér það rétt mátulegt handa
þeim. — Heyrðu!” — Hann þrýsti
hönd hennar. “Þú ætlar að flytja burt
frá norninni á Bræðraborgarstígnum?
Eg get aldrei fengið að tala við þig í
næði, meðan þú ert þar.”
“Eg veit ekki. Hún hefir verið mér
svo góð, og svo veiztu hvað herbergi
eru dýr núna, og vont að fá þau.”
“Já, eg veit það. Þess vegna er eg
ennþá hjá gamlingunum, þó hamingjan
viti að mælirinn er fullur. Eg hélt að
karl faðir minn mundi berja mig hérna
um kvöldið — eða réttara sagt —
morguninn. Láki hafði spilakvöld, og
lét klukkuna stansa, til þess að geta
haldið okkur frameftir.”
“Þú ættir ekki að spila fjárhættu-
spil. Tapaðirðu ekki?”
“Bara skitiríi. 19 kr- og 80. Næst
á undan vann eg fimm grúnkur,”
bætti hann við hróðugur.
“Er ekki voða heitt hérna, eigum
við ekki að koma snöggvast fram?”
“Heitt eins og í — hm — hinum
staðnum. En eg held þú hafir ekki
gott af því, að vera ýmist í þessum
gríðar hita, eða þá fram í kuldanum.
Þú ert búin að hafa þetta kvef svo
lengi.” — Hann horfði rannsakandi á
hana. — “Heyrðu! á eg ekki að út-
vega þér hálfpela af góðu rommi; þú
getur látið nornina hita þér fullan
“fant” af sterku toddy; drekka það
áður en þú ferð að sofa.
“Þú veizt eg drekk ekki vín.”
“Vín! Meðöl segðu. Vertu ekki
með neina Templara hræsni. Má eg
annars ekki bjóða þér eitthvað. Eg
geri ráð fyrir að það sé hægt að fá
eitthvert sull uppi á loftinu, kaffi eða
limonaði.”
“Jú, tak. Eg vildi gjarna límonaði.
Mér er svo heitt.”
Og dansinn hélt áfram, og aftur
voru þau í miðri þvögunni.
“Er ekki óttalega loftlaust hérna,
Leifi?”
“Jú, auðvitað. En þú hefir varla
búist við heilnæmu háfjallalofti hérna
í “Gúttó”. — En blessuð byrjaðu nú
ekki aftur á því að tala um að fara
fram, við komum hingað til að dansa
og skemta okkur, en ekki til að rápa
út og inn. — Og svo veit eg að þér
versnar bara kvefið á svoleiðis fla'kki.
Eg geri ráð fyrir að Siggi vilji að þú
sért í standi til að afgreiða nýju Ame-
ríkuvörurnar á mánudaginn. —
Heyrðu! mér er alvara með rommið.
Þú þarft að ná úr þér kvefinu, það
getur verið hættulegt að ganga lengi
með kvef.”
“Leifi! Eg held eg megi til með að
fara heim.”
“Góða, farðu nú ekki að trakterr
mig á neinum Klepps vísdómi! —
Heim núna! og klukkan er lítið minna
en hún getur verið. Þú stendur von
andi ekki í þeirri meiningu, að það sé
komið nærri messutíma! Ha! ha!”
“Eg held mér sé að verða ilt.”
Leifi leit niður, og sá að hún var ná-
föl. “Reyndu að herða þig upp,”
hvíslaði hann. “Þú mátt ekki láta
líða yfir þig hérna.” Hann olnbogaði
sig fram að dyrunum. “Við skulum
koma út. Hvar er sjalið þitt?”
“En hvað er gott að komaút!”