Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Síða 55
TVÆR SÖGUR
53
fætur; það kvað vera óholt að borða í
rúminu. — Hansa! Eg hefi einhvern 6-
notaverk í síðunni — þeirri vinstri. —
Það er víst annaðhvort gigt eða vaxt-
arverkur. — Eg hefi fundið til þess í
nokkra daga.”
“Verk í síðunni — verk í vinstri
síðunni, alveg eins og ísak sálugi Reim-
arsson; og jafngömul; 22 ára.” Hans-
ína var dálítið skjálfhent, þegar hún
settti bollan á borðið.
“Isak Reimarsson! En hvað það
er spaugilegt nafn; eitthvað svo
Strandalegt. Er hann af Hornströr.d-
um?”
“Nei, hann er Sandfirðingur.”
“Mér heyrðist þú segja “sálugi”. Er
han.n dáinn?”
“Já,” sagði Hansína og stóð upp.
‘Hann dó úr tæringu, aðeins 23 ára
gamall.”
“Dó úr tæringu —- aðeins 23 ára!”
— Rúna seig ofan að koddanum, og
greip höndunum um vinstri síðuna. —
Hvað varstu að segja að við vær-
um —”
“Eg sagði ekki neitt um, að þið vær-
uð. — Mér aðeins datt í hug, þegar
Þú fórst að tala um verkinn í vinstri
síðunni-”
‘Hafði hann líka verk undir vinstri
síðunni?”
Já, brjósthimnubólguverkur var
það víst. — Svona, hlustaðu nú róleg
á mig. Mér hefir oft dottið í hug að
segja þér sögu hans; þegar eg hvorki
með illu né góðu hefi getað afstýrt því
að þú færir jafn gálauslega með eina
af beztu guðs gjöfum — heilsuna, —
ef ske kynni, að þú létir skipast. —
Hann var rétt um tvítugt, eins og þú —-
rjóður og sællegur eins og þú varst —
t>egar hann var klæðskeranemi á
saumastofunni, þar sem eg vann. -—
Nei, hann dansaði ekki, en hann vakti
og las, heilar og hálfar næturnar; og
þegar við mamma sáluga fundum að
því við hann (hann bjó hjá okkur frá
því hann kom og þangað til hann dó),
þá keypti hann bara þegjandi á tíu
potta brúsa, hann hélt við sæjum eft-
ir olíunni. Blessaður auminginn var—
Það eru fleiri óráðþægir en þú, Rúna
mín; en það er ekki betra fyrir það.”
“Var hann lengi veikur?”
“Eg veit ekki, hvað eg á að segja
um það; hann lá fjóra mánuði rúm-
fastur.”
“Hvernig byrjaði það?”
“Byrjaði með kvefi, megrun, lystar-
leysi og almennum slappleika. Og svo
fékk hann verk undir síðuna. —
Brjósthimnubólga, sagði læknirinn.”
“Brjósthimnubólga!” Rúna ná-
fölnaði.
“Hann gekk víst með hana nokkra
mánuði, og á endanum lagði hún hann
í rúmið. Og eg sótti lækninn, að hon-
um fornspurðum.”
“Hvað sagði læknir —”
“Svo sem ekki neitt til að byrja með.
Sló úr og í við ísak sáluga; talaði um
fiskigöngur og hákarlaveiðar; lét álit
sitt í Ijós um nýjustu Ijóðabókina, og
þar fram eftir götunum. — En þegar
mamma sáluga gekk á hann með það,
hvað hann héldi um bata, spurði hann
hana, hvort hún héldi ekki að það væru
líkur til, að sá yrði kveðinn í kútinn,
sem aldrei hefði hirt um að læra bögu;
með öðrum orðum: aldrei hirt neitt
um heilsu sína. “En,” bætti hann við,
“hefði Isák gætt heilsunnar betur, þá
hefði ekki þurft svona að fara’.”
Rúna grúfði sig ofan í koddann og
grét-