Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 56
54
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Hansína snýtti sér harkalega, settist
á rúmið og strauk um höfuð Rúnu.
“Eg veit það var neyðarúrræði, sem eg
greip til; veit eg muni hafa hrætt þig;
en eg gat ekki horft þegjandi á, að þú
héldir áfram hessu heilsu eyðileggjandi
gönuhlaupi. — Þú heldur nú líklega að
eg hafi gert þetta af tómri meinsemi
við þig — eg geti ekki vitað til þess að
þú skemtir þér — eg sé svo gamaldags
og nornaleg. — En eg var einu sinni
22 ára, þó þú trúir því kanske ekki —
eg veit að það er langt síðan; veit að
það var löngu fyrir barnsminni sextíu
krónu skónna, og löngu áður en menn
yfirleitt fengu vatn í höfuðið —
vatnorku, orkustöðvar — eða hvað
það nú er. — I mínu ungdæmi létu
menn sér nægja með blýhatt, ef þeir
vildu hafa eitthvað í kollinum.” Hún
tók utan um herðarnar á Rúnu, lagði
grátvott andlit hennar upp að vanga
sínum. “Svona, svona, þú mátt ekki
örvænta, ekki að kvíða fyr en á dett-
ur. — Þú liggur í dag og ferð svo til
læknis í fyrramálið.”
“Æ, nei, elsku Hansa. Eg vil ekki
fara að Vífilsstöðum.”
“Hver segir að þú farir til Vífils-
staða! ” “Allar leiðir enda ekki í
Róm,” er haft eftir lækninum. Eg býst
ekki við að það sé verra en það, að þú
þurfir að haga þér svolítið skynsam-
legar í framtíðinni; sofa 8—10 stund-
ir á sólarhring — í stað 4—5 — og
pína ofan í þig eins mikinn mat og í
þig kemst.”
“Hvort sem eg hefi lyst eða ekki?”
Rúna Þurkaði framan úr sér.
“Já, hvort sem þú hefir lyst eða
ekki. En eg veit að lystin kemur, ef
þú heldur ekki áfram að haga þér eins
og Kleppari.”
“Heldurðu annars að eg þurfi að
fara til læknis? Heldurðu ekki, að
hann sendi mig á hælið?”
“Eg held ekkert um að þú þurfir að
fara til læknis — eg veit það. — Hvað
heldurðu að læknar séu? Agentar fyr-
ir Vífilsstaði, sem fá prósentur fyrir
hvert par af lungum, sem þeir senda
þangað? Nei, góða mín, þú verður
ekki send á Hælið, nema að það sé ó-
umflýjanleg nauðsyn.”
“En ef eg skyldi þurfa að fara —
elsku, hvað á eg þá að gera? Eg hefi
enga penmga, ekki einu sinm aura fyr-
ir þessi fyrirskipuðu föt-” (“Á, ertu
farin að sjá, að hýalín er ekki hollur
klæðnaður?”). “Hansa! veiztu nokk-
urn hlut um, hvernig þau eiga að
vera?”
“Mér finst satt að segja nógur tími
til að brydda Vífilsstaða skóna, þegar
fullráðið er að þú farir þangað. —
Hvað varstu að tala um aura fyrir föt
— aura! Nokkur þúsur.d aura, áttu
við. — Og hvar er nú þessi gcði vinur
þinn, sem þú ert með sýknt og heilagt?
Heldurðu ekki að hami muni vilja
•eggja eittlivað á sig, til að bæta lieilsu
þína? Það er auðvitað írunlaskapur
að spyrja þig, hvort þið séuð beinlínis
harð-trúlofuð. Þú hefir heimild til að
segja að mér komi það ekki við — af
þér býður svo við að horfa.”
“Auðvitað erum við trúlofuð.”
svaraði Rúna, og mátti heyra þykkju-
keim í röddinni. — “Við sem ætlum að
opinbera á sumardaginn fyrsta — og
að sjálfsögðu hjálpar hann mér, ef til
þess kemur — hann hefir sagt, að hann
vildi alt fyrir mig gera.”
“Hann hefir sagt að hann vildi alt
fyrir þig gera! Hm. Eg hefi ætíð
illan bifur á fólki, sem segist vilja alt