Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 58
56
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISrÉLAGS ÍSLENDINGA
kembda í Reykjavíkur sukkinu, því —
eins og hún komst að orði: “Það væri
ekki heill að leita —”, Rúna ræskt:
sig og roðnaði.
Læknirinn sneri sér við í stólnum.
“Einmitt það! Kjarnyrt, gamla kon-
an. Líkílega Borgfirðingur? Jú, mér
datt það í hug. — Þá verður maður að
taka til annara bragða,” bætti hann við
alvarlega.
“Þér ætlið þó ekki að — að senda
mig suður eftir?”
1 stað þess að svara, hringdi hann
símanum, bað um númer og spurði rétt
í sömu andránni eftir Stefáni frá Styr-
bjarnarholti. — “Sælir, Stefán minn!
Þér ætlið að standa við gömul loforð ?
Já, já, auðvitað. Jú, sjúklingurinn
er hér staddur. Nei, sussu nei. —
Kvef. — Rétt til getið! “Fjallganga
í nokkra mánuði. — Hvenær? — Ein-
mitt það, fimtudagsmorguninn? — Já,
helzt strax; eg þarf að vera í Landa-
koti kl. 12.”
“Getið þér verið tilbúin kl- 8 á
fimtudagsmorguninn ?”
“Tilbúin? Hvert?”
“Auðvitað getið þér verið tilbúin —
verðið að vera tilbúin. — Þér leggið af
stað í bifreið með Stefáni í Styrbjarn-
arholti, í býtið á fimtudagsmorguninn.”
“Stefáni í Styrbjarnarholti! — í
býtið. — Eg þekki hann ekki — hefi
aldrei —”
“Gerir ekkert, góða mín, Þér fáið
tækifæri til að kynnast honum. Eruð
þér kunnug á Vífilsstöðum? — Nú,
jæja. — Stefán er mesti heiðurs-
maður — óþarfi að geta þess; eg
mundi ekki hafa trúað honum fyrir
yður, ef — þarna kemur hann! —
Já, komið þér inn, Stefán minn.”
Rúna reyndi að láta sem minst fara
fyrir sér í stólnum.
Hár maður og þrekinn — nokkuð
við aldur — gekk rösklega inn og stað-
næmdist rétt fyrir framan lækninn. —
Læknirinn rétti honum hendina. “Jæja,
Stefán minn, hérna er kaupakona
handa yður.” — Stefán leit hornauga
til Rúnu. — “Verst ef þér hafið búist
við kaupamanni. En þeir eru nú ekki
á hverju strái. — Sólrún heitir hún og
er Daðadóttir.” — Rúna lyfti sér lítið
eittogsagði: “Sælir”.
“Þér farið snemma á fimtudags-
morgun? Getið þér ekki litið hérna
inn í kvöld, milli 7 og 8 — eg þarf að
spyrja yður um búskapinn. — Hér er
lyfseðill, Sólrún litla; hann segir til
um notkun.”
“Hvað skulda egyður?”
“Þér borgið mér, þegar þér komið
úr kaupavinnunni frá Stefáni- — Ver-
ið þér sæl.” Hann tók í hönd Sólrún-
ar og klappaði á herðarnar á Stefáni.
“Milli sjö og átta, Stefán; já, já, þér
munið það.”
Þau gengu þegjandi ofan stiginn frá
læknishúsinu. Rúna rauf þögnina:
“Eruð þér ekki hræddur við fólk með
— sem er slæmt í lungunum?” spurði
hún hikandi.
“Þú ert ekki lungnaveik, — kvef,
sagði læknirinn.”
“Það er meira en kvef, vmstra lung-
að ekki alveg frítt; verkur undir síð-
unni —”
“Eg veit þú hefir vont kvef. — Viltu
ekki reyna að koma stundvíslega ofan
að “Landi” á fimtudagsmorguninn? —
Mundu eftir að búa þig vel, hann er
kaldur á fjallinu.”
Rúna horfði undrandi á eftir hon-
um. Þessi Styrbjarnarholts-maður og