Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 62
isleimslkipsiir fyriir
IE3m^il°Ssi5£Sio
Eftir Percy Aldridge Grainger.
(RitgerS þessi er samin eingöngu fyrir Tímarit Þjóö-
ræknisfélagsins, og er öll endurprentun bönnuíi.)
Eg vil láta skipa íslenzkri tungu og
bókmentum sæti við hverja einustu
mentastofnun í hinum ensku-mælandi
heimi, og eg vil láta hana sitja í fyrir-
rúmi fyrir hinum ”dauðu“ tungumál-
um, svo sem Grísku og Latínu, og hin-
um nýju málum, svo sem, Þýzku,
Frönsku, ítölsku, Spönsku o. fl.
Þessi löngun mín er sprottin bæÖi af
sérstökum og alkunnum ástæðum. Hin-
ar sérstöku eða persónulegu ástæður
eru þessar: Ekkert hefir vakið mig
eins til sjálfsvitundar um köllun Iífsins,
verið mér stærri opinberun, orðið mér
gagnlegri við listanámið, ráðið jafn-
miklu um athafnir mínar og ákvarðan-
ir, verið fullkomnari mælikvarði fyrir
hugsunum mínum og breytni við hið
opinbera starf mitt eða skyldus«örfin
hversdagslegu, sem andi þjóðernis ein-
kunnanna íslenzku, er smám saman
hefir skýrst fyrir mér, með vaxandi
skilningí á islenzkri tungu. Hinn skæri
hetju-hreimur sem hinir lökustu jafnt
sem hinir snjöllustu kappar fornsagn-
anna vekja, hefir mér ætíð fundist vera
sá lúður-hljómur er heimti menn til
hreystiverka og að eigi verði við hon-
um eyrum lokað. Hið stál-eflda lífs-
fjör, er hvarvetna kemur fram í forn-
sögunum, færir mér ferskara loft, er
hressir mig jafnvel betur en návistin
við hina eðlishreinu, óspiltu, ytri nátt-
úru. Tign háfjallanna, hin kalda ró
eyðimarkanna, ægiþróttur hins brim-
sóllna hafs, eru samandregin í örsmáa
lífseining hjá hinni forn-norrænu þjóð,
svo að þessi frumöfl hinnar ólífu nátt-
úru koma þar fram í lífi gæddum and-
legum myndum'
Innan um alla hina velgjulegu vesal-
mensku, og flatmagandi þrælslund er
gætir svo víða nú á dögum, fær manni
hugsunin um þessa fullafla menn og
sjálfbjarga konur — sann-nefnda
ofur-menn og ofur-konur — einskonar
innri fagnaðar, hugarhláturs, eins og
manni heilsuðu af vegamótunum, með
glöðu handbragði, eilífðar gildi lífsins
sjálfs. Svo mætti virðast sem lífið á
Víkinga-öldinni hafi verið lagað og
sniðið eftir einhverjum hinum allra
spakasta orðskvið þessarar aldar:
“dásamlegt er lífið ef dugur fylgir”,
(en sem eftir öðrum aldarhætti, fólk
nú á dögum hefir í skympi), og með
þau tignardæmi ifyrir augum, stað-
festu og jafnlyndis, sem úir og grúir af
í fornsögunum — og raunar alveg eins
í seinnitíðar-sögum íslenzkum — væri