Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 64
62
TÍMARIT ÞJóÐRÆIvNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þess eg haldi með nokkru því sem tal-
ist getur ásaelin stórveldisstefna, þrái
eg að hinar ýmsu kynkvíslir engil-sax-
neska þjóðflokksins verði að upplagi
til og eiginlegleikum, í verki og hugs-
un, að mentun og menningu og fögr-
u mlistum, enn engil-saxneskari en þær
hafa nokkru smm áður verið á nokkru
tímabili sögunnar. Vér Engil-Saxar, að
mestu norrænir hvað ætterm snertir,
erum í fæstum efnum frábrugðnir
Skandínövum, hvað áhrærir þjóðmál
vor, 'lifnaðarháttu, tffsskoðanir og feg-
urðarsmekk. Undir niðri eru báðir
þessir þjóðflokkar fylgjandi sjálfsrétt-
indakröfum einstaklingsins, móttæki-
legir mjög fyrir allar frelsiskenningar
á öllum sviðum, og eigi ógjarnir á ný-
mæla tilraunir, hvort heldur, um land-
nám, vísinda rannsóknir, véla uppfynd-
ingar, þjóðfélagshreyfingar, trúar-
bragðastefnur eða fagurfræði er að
ræða. Eða hvaðan er sprottin hinn
mikli áhugi Engil-Saxa nú á síðari ár-
um fyrir lýðfrelsi nema upp af stofni
hinnar fornJscandínavisku venju, að
þjóðin tæki þátt í samningi allra laga?
Hvað eru hin nýju sjálfstæðis umbrot
kvenna — kvennréttindahreyfingin —
í hinum margvíslegu myndum er komið
hafa fram í hinum enskumælandi lönd-
um, annað en endurvakning hinnar
forn-norrænu fullveldisstöðu konunnar
— endurfæðing hms forn-scandínav-
iska persónuhelgis konunnar, er varð-
veitti hana fyrir misþyrmingu og illri
meðferð kartþióðarinnar — nú einmút
þegar hin siðferðrsdeyfandi miðalda-
áhrif Suðurlanda-menningarinnar eru
að hverfa?
Að flestu leyti, held eg megi óhætt
fullyrða, að Scandínavar og Engil-Sax-
ar séu eitt og hið sama að hugsana-
lífi og insta eðli. En vér megum ekk:
gleyma hvílík hindrun það varð engil-
saxneskum hugsjónum er England var
yfirunnið af Normandíu hernum, og sá
straumur sem þá flæddi yfir landið af
útlendum blóðsugum og baróna-lýð.
Trú þjóðarinnar á sjálfn sér, að hún
væri þess megnug að ráða sínum eigin
örlögum, var dauðadæmd Eftir orust-
una við Hastings hlaut alt hið innlenda
að sæta óvirðingum, en eftirhermur
alls þess sem útlent var að leiða til veg-
semda og virðingar. Gegn valdi Nor-
mandíu konunganna og aðalsins, gegn
normandísku dýflissunum og píslar-
verkfærunum, gegn normandisku kúg-
uninni í allri mynd, hlaut engil-sax-
neski sjálfstæðisandinn, fróðleiksand-
inn engil-saxneski (sem klaustrin engil-
saxnesku báru skýrastan vott um)
hreinskilnin engil-saxneska, velferðar-
hugsunm engil-saxneska og þjóðholl-
ustan að lúta í lægra haldi svo öldum
skifti, (samskonar einkenni og í eðli
sínu eigi fjarskyld, einstaklings frelsi,
lærdómsfýst, yfirlætisleysi og hugsun-
inm um fjöldans hag scandinavisku
þjóðanna nú á dögum). Þau einkenni
voru ekki markaðsvara í þjóðfélaginu.
Það sem hinir normanísku yfirboð-
arar og hinir útlenzku skósveinar þeirra
heimtuðu af undirsátunum engil-sax-
nesku, var þrælbundin undirgefni,
hlýðni og auðsveipni fyrst og fremst og
svo, að þeir í blindni féllust á og fylgdu
þeim í efnisdýrkun þeirra og auðæfa-
leit sem meðhaldsmennirnir nefndu
“æfintýralíf”, og fyrirtækjum þeirra
og ránsferðum, gikkshætti og hroka.
Og afl höfðu þeir til þess, þótt fámenn-
ari væru, að koma fram viija sínum á
hinum undirþrykta engibsaxneska
meirihluta. Dýrseðlið normandiska