Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 67
ÞÝÐINiG ÍSLENZIvEAR TUNGU.
65
þjóða, í áttina til norrænna hugtaka,
að leggja fyrir sig að nema bæði al-
múgamálið og mállýzkurnar og styrkja
svo og efla, á æðri sem lægri menta-
stofnunum, þann, þjóðinni eðlisgefna
orðþrótt, er í hvorutveggju kynni að
finnast?
Ef mögulegt væri að koma af stað
enskri málhreinsun, er svipaði til
“Landsmáls” hreyfingarinnar í Noregi,
yrði það að mínum dómi til hinnar
mestu hollustu fyrir þjóðina. Hin enska
tunga er stífluð af óenskum orðum og
orðstofnum, sem alger'lega eru dauð í
daglegu máli og sem almenningur botn-
ar ekki fremur í en þó það væri Kín-
verska, en sem eingöngu þéna til að
ala og stækka stéttamun og andstæði í
skoðunum. I þessu efni væri nútíðar
Islenzka oss Engilsöxum hin fullkomn-
asta fyrirmynd. Eg ímynda mér að not-
uð séu færri útlend orð eða orðstofnar
í nútíðar íslenzku en í nokkru öðru nú-
lifandi Norðurálfumáli. Samt sem áður
mun hún mega teljast eitthvert hið
áhrifamesta og gagnorðasta tungumál í
heimi. Eða skara ekki bókmenta-störf
íslenzku þjóðarinnar að hlutföllum við
mannfjölda, svo nú sem í fornö'ld, jafn
langt fram úr bókmentastarfi hinna
enskumælandi þjóða, eftir sömu hlut-
föllum, sem Svíar og Finnar4) sköruðu
fram úr í íþróttavinningum, að mann-
fjölda til, íþróttavinningum Breta og
Bandaríkjamanna við hið nýafstaðna
ólympiska leikmót. Islenzk tunga kynd-
ir varðelda hvað mál og mentir snertir,
fram með braut þjóðernislegrar sjálf-
4) Hér getur höf. ekki um sigurvinning-
ar Fálkanna vitS hockey-leikinn, aö lík-
indum vegna þess aö þeir böröust undir
kanadiskum merkjum á leikmótinu, og
hann því eigi vita’ö at5 þeir voru íslend-
ingar. I>ýíS.
stæði. íslendingurinn stendúr öruggur
á eigin fótum, laus við allan ríg eður
kaia til útlendra þjóða eða þjóðar-
áhrifa, ófjötraður af ölium millliþjóða-
málaágreiningi, á sínu afmælda sviði,
og nær, á alinnlendn og djúpspakri
tungu, hámarki bókmentalegrar listar
og fuilkomnunar; hann er sannfróður
um fortíð sína, þjóðernis-sinni en ekki
afbrýðissöm þjóðarsleikja.
Þetta er takmarkið sem allir göfug-
lyndir og hugsandi menn í öilum lönd-
um eru að stríða við að ná.
Bókmentirnar íslenzku, að minni
skoðun, skipa sama bekk í bókmentum
heimsins sem sönglög Bach’s í tónlaga-
safni veraldarinnar, ólýsanlegar að
meistaralegu jafnvægi og hátíðleik.
Goethe segir um listina: “Man merkt
die Absicht, man wird verstimmt,”
með öðrum orðum að þá sé töfravald
listarinnar brotið ef listamaðurinn op-
inberar með henni fyrirætlan sína.
Tilgangur höfundanna er hvergi gerður
sýniiegur í beztu bókmenta listavetk-
unum íslenzku. Lesandinn fær aðeins
getið sér til um skoðanir höfundarins
og hverjar sögupersónurnar sem hann
dregur fram, séu að hans skapi. Sagan
gerist, breiðist út — eins rólega og
hlutdrægnislaust og Iífið sjálft. Svo má
helzt álíta, að augnamið íslenzkra rit-
höfunda sé fremur að draga upp mál-
verk af l'ífinu en að leggja dóm á það,
og frammi fyrir svo áreiðanlegu og
sannsögulu listaverki, lærist Iesandan-
um að skilja og þekkja lífið í stað þess
að dæma það' Eg þarf naumast að orð-
lengja það, hvaða ávinning það veitir
hverjum listamanni að kynnast svo
hreinskilinni list, sem þeirri, er felst í
bókmentum Islands að fornu og nýju.
með því líka, hvert sem landið er, get-