Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Blaðsíða 70
68
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGiS ISLBNDINGA
stundum vegur niður anda lesandans,
þrátt fyrir hinar snildarlega dregnu
myndir sögu-persónanna mikilúðlegu
og aðdáunarverðu.
En þessi samúðarskortur, þetta
skilningsleysi á lífseiningunni — þessi
eyðileggingar-andi — nær eigi ti'l hinna
yngri íslenzku bókmenta. Scandinavia
nú á dögum, í algengum skilningi og Is-
land sérstaklega, sýnir dýpri skilning á
sameð'li lífsins, réttari aðferð við að
byggja upp þjóðfélagið, fágaðri hugs-
un frá vísindalegu og siðmenningarlegu
sjónarmiði í því sem gert er, hinu and-
lega lífi til viðhalds, en nokkur önnur
lönd sem eg þekki. Er ekki framúr-
skarandi hæfilegleikamönnum veitt
meiri aðstoð og örvun (með styrkveit-
ingum úr opinberum eða sérstökum
sjóðum eða öðru þessháttar) á Norð-
urlöndum, en nokkursstaðar annars-
staðar í heiminum? Hafa ek'ki Norður-
lönd gengið á undan hinum mentaða
heimi um lengri tíma með endurbót á
stjórnarfari og öðru er horfir til þjóð-
þrifa (t. d. að nefna: kosningarétt
kvenna, áfengisbann, ellistyrk af opin-
beru fé, samvinnufélagsskap o. fl)?
En umfram alt sýnir sig þó þessi skiln-
ingur fslendingsins á einingu lífsins í
því hvernig hann sameinar í eitt,
yngstu franlfarastefnurnar við hina
rótgrónustu íhaldssemi við fornar venj-
ur; eins og til dæmis það, að þjóðin
maélir á tungu er haldist hefir að heita
má óbreytt í þúsuiid ár, en stendur þó
í fremstu röð menningar þjóðanna í
öllu er lýtur að hagsmunalegum og
verzlegum framförum; les með jafn
óblandinni ánægju, Landnámu hina
fornu og sögur og ljóð hinna yngstu
rithöfunda sinna.
Með því, hve óvanalega mikils hver
sannur fslendingur metur allan lær-
dóm, vísindaþekkingu og fagrar listir,
sýmr hann að hann er hugsjónaríkari
andlega, þjóðernislega víðsýnni, en
fyrirmyndar-borgarar flestra hinna
miklu verzlunarríkja og stórvelda eru
nú á dögum.
Sökum hinna sjaldgæfu eiginlegleika,
vitsmunalegra og andlegra, og lífs-
þekkingarinnar og lundarfarsins, er
varðveitt hafa íslenzku þjóðina fram
til þessa dags og gert hana það sem
hún er, sökum þess hvað allir þessir
eiginlegleikar hafa brent sig inn í orða-
lag hinnar íslenzku tungu, myndi eg.
væri eg íslendingur, telja varðveizlu
þeirrar tungu hina helgustu nauðsyn.
Að lokum vil eg endurtaka það, að
eg, sem Engil-Saxi, skoða íslenzkuna
sem hina dýrmætustu og mest ment-
andi fræðigrein, er eg hefi numið um
æfina, fræðigrein er eg brenn af Iöng-
un til, að hver einn og einasti engilsax-
neskur maður um allan heim, eigi kost
á að nema, sökum hinna gullvægu
kennmga er hún hefir að geyma, á
sviði fagurfræðinnar, málfræðinnar,
þjóðmálanna og heimspekinnar'
(Rita?5 í Des. 1920—Jan.1921)