Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 71
Eftir Rögnv. Pétursson
Svo segir í Haraldar sögu Sigurðs-
sonar er Gizur Isleifsson biskupsefni
kom á fund konungs og um var rætt
að hann væri merkilegur maður, að þá
hafi Haraldur konungur sagt: “Svá
er sem þér segit ok af honum má vel
gera þrjá menn:
hann má vera
'víkingahöfðingi
ok er hann vel til
þess fenginn, þá
má hann ok vera
konungur af sínu
skaplyndi, ok er
vel til þess feng-
it at hann sé þess
háttar höfðingi;
með þriðja hætti
má hann ok vera
biskup”. Eigi ó-
svipað kom oss
til hugar að segja
mætti um hljóm-
fræðinginn og
tónskáldið heims-
fræga.’Percy Ald-
ridge Grainger.
Einhver hamingja og heill ósjen
virðist hvfla yfir tungu vorri (og bók-
mentum) svo að hverjir, sem kvnnast
henni, verða hugfangnir af fegurð
hennar, skírleik og gáfum. En þó
er auðnan stærsta sú, að til þessa hafa
þeir helzt valist, er öðrum fremur eru
afburðamenn og mætastir mega teljast
í hópi lista- og vísindamanna meðal er-
lendra þjóða. Einn þessara manna er
Percy Aldridge Grainger. Hann er
nú á 'þessum dögum talinn einn allra
mestur hljóm'fræðingur og tón'lagasmið-
ur enskur. Lista-
braut hans hefir
verið afar ein-
kennileg og
frægð sína og
orðstír hefir hann
eingöngu getið
sér sjálfur með
framúrskarandi
hæfilegleikum og
starfsþreki og
viljakrafti. Hefir
á það verið bent
af ýmsum, sem
um hann hafa
ritað, að hann
sé nýlendusonur.
og komi fram
fjörið, fjölbreytn-
in og lífskra'ftur-
inn, sem auð-
kenna nýlendu'lífið, í öllum verkum
hans.
Frá því Grainger var drengur hefir
hugur hans ’hneigst að norrænum fræð-
um. Hann er heitur og einlægur Is-
landsvinur, og álítum vér því, að les-
endum Tímaritsins muni fremur þykja