Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 76
Eftir Jón Jónsson frá Sleóbrjót.
Það ætti nú að vera lokicS deilunum
um það í ræðu og riti, meðal Vestur-
Islendinga, hvort íslenzkt má'l og ís-
l'enzk þjóðernistilfinning geti lifað um
lengri eða skemri tíma meðal Islend-
inga, sem búsettir eru hér vestan hafs.
Því máli er nú svo komið, að verkleg-
ar framkvæmdir skera þar úr málum.
Stofnun Þjóðræknisfélagsins er sá
prófsteinn, sem úr því sker, hvort
Vestur-Ísílendingar vilja halda við og
reyna að viðhalda þjóðernistilfinningu
sinni og móðurmáli. Efling Þjóðrækn-
isfélagsins og almenn hluttaka Vestur-
Islendinga í félaginu. sýnir það, að
V.-Islendingar álitu að það auki menn-
ingargi'ldi sitt sem Canadaborgara, að
halda hér við máli sínu og bókment-
um, og rækta og sameina við canadiskt
þjóðlíf alla sína beztu íslenzku kosti.
— En veslist Þjóðræknisfélagið upp,
og deyi út aftur fyrir það, að Vestur-
Islendingar eða meirihluti þeirri virði
það að engu og vilji ekki styðja það
og efla til framkvæmda, þá sýnir það
að Vestur-íslendingar, eða meirihluti
þeirra, álitu íslenzkt mál og íslenzka
þjóðkosti svo lítils virði, að ekkert sé
í sölurnar leggjandi til að halda því
við, og bezt sé það deyi sem fyrst út,
því óblönduð ensk menning og enskir
þjóðkostir séu hið eina “sanna og
góða”, sem vert sé að keppast eftir;
öll önnur mentun og menning sé eins
og snýkjudýr á Canada-þjóðlíkaman-
um, sem nauðsynlegt sé að eyðileggja
og hrista af sér sem fyrst.
Þenna dóm kveða nú Vestur-íslend-
ingar upp á komandi árum, með hlut-
töku sinni eða hluttökuleysi í efling
Þjóðræknisfélagsins, því í þessu máli,
eins og öðrum framtíðarmálum, gild-
ir hið forna spakmæli: “Sameinaðir
stöndum vér, sundraðir föllum vér”
Tilraunir fárra manna af vestur-
íslenzka þjóðflokknum megna ekki að
halda hér uppi til lengdar íslenzku máh
og íslenzkri þjóðe.rnisbaráttu og leiða
það til sigurs, ef allur fjöldi Vestur-
Islendinga vinnur á móti þessu máli,
annaðhvort með beinni mótstöðu eða
með hluttökuleysi í þjóðræknisstarf-
inu. “Hver sem ekki er með mér,
hann er á móti mér,” er altaf sann-
mæli, þegar um framkvæmd mála er
að ræða.
Enginn getur neitað því, að frá því
Vestur-íslendingar hófu hér Iandnám
fyrst, hafa þeir stofnað ýms félög, er
að því hafa miðað, að varðveita ís-
lenzkt mál og íslenzka þjóðkosti, þó
öll þau félög hafi haft einhver sérstök
málefni að berjast fyrir, og ekki lýst
hreinlega yfir því, að þjóðernismálið
væri það, er þau væru að berjast fyr-
ir. Þetta mun öllum verða ljóst, sem
lesa vilja hina fróðlegu og prýðis vel •
skrifuðu ritgerð séra Rögnv. Péturs-
sonar, er byrjar í fyrsta árgangi Tíma-
ritis Þjóðræknisfélagsins, um þjóð-